Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1945, Side 11

Fálkinn - 18.05.1945, Side 11
F Á L K I N N 11 Bretski iiieiiiiíaiiiáhii'áðlierrsiiiii 11. A. Bntler Eftír Angnstns Jflnir Richard Austin Butler hefir verið menntamálaráðherra .Breta síðan 1941, og 1943 lagði hann fyrir þing- ið liið róttæka frumvarp sitt um endurskipun allrar unglingafræðslu í Bretlandi, en það er eitt þýðingar- mesta spor, sem stigið hefir verið í fræðslumálum Breta, og mun þjóð- in lengi búa að því. Mr. Butler var 20 ára þegar hann var fyrst kosinn á þing, og ráð- lierra var hann innan við þrítugt. Hann hefir gegnt opinberum störfum i þrettán ár, undir þremur ráðherr- um, og lifað af allar hreytingar á ráðuneytunum. Eru gildar ástæður til þess. Það sem fyrst verður tekið eftir við mr. Butler er, hve vel hann er inni í öllumj málum, sem liann tal- ar um. Þetta er maður, sem hefir nennt að hafa fyrir að setja sig inn í málin, og kann allt þeim viðvikj- andi á fingrunum. Og hann cr fljót- ur að kynna sér málin. Hann fær orð fyrir að vera einn mesti starfs- maðurinn innan bresku stjórnarinn- ar. Og' sem samningamaður þykir liann afbragð. Honum bregst aldrei bogalist stjórnkænslcunnar, enda hefir hann haft næg tækifæri til að iðka hana. Þegar hann var undirráðherra Ind- landsmála (1932 ’37) fylgdi hann índlandsfrumvarpinu gegnum alla neðri málstofuna, og á mestan þátt- inn í hvernig því reiddi af og i hvaða mynd það var afgreitt. Þegar hann varð gerður vara-utanríkisráð- herra 1938, var Halifax lávarður utanrílcisráðherra og hafði aðeins málfrelsi í efri málstofunni, en þess- vegna varð Butler að vera málsvari utanríkisráðuneytisins í neðri mál- stofunni. Þetta var á liinum mestu viðsjártímum Evrópu og gegndi Butl- er embættinu til 1941. Hafði hann þá öðlast hina ágætustu stjórnmála- reynslu. Það féll vel á með honum og neðri málstofunni. Hann fór ekki með neinar fullyrðingar né talaði eins og sá sem valdið hafði, við samþingsmenn sína. Þegar liann talaði í nafni utanríkisstjórnarinnar báru orð hans jafnan vott uin, að liann liafði íhugað málið grand- gæfilega: honum var auðsjáanlega liugað um, að gefa þinginu allar liuganlegar upptýsingar. Á opinber- um mannfundumi talaði liann aldrei að hætti þeirra ræðumanna, sem sækjast eftir lýðhylli hann er enginn gjallandi eða froðusnaltkur. Hins- vegar hefir hann fallega rödd og talar skipulega, liann kýs að vinna á með hægðinni. Hann treystir bet- ur rökfestu en hughrifum. Þegar for- sætisráðherrann gerði hann að menntamálaráðherra, var eins og forsjónin hefði haft hönd í bagga, því að Butler hafði tengi þráð að gegna því embætti. Síðan hefir hann beitt allri sinni orku að því að endurskapa fræðslu- málakerfi Breta. Þegar skýrslur hans og tillögur um þessi mál komu út í hittifyrra, varð öllum ijóst, að hér var um að ræða meiri nýsköpun fræðslumálakerfis Breta, en orðið hefir síðustu fjörutíu ár. Nokkur timi hlýtur að liða þangað til liægt er að koma hinu nýja kerfi i frain- kværmj að öllu leyti. En jafnvel gagn rýnustu athugendur munu vera í litlum vafa um, að áhrif þesarar. nýskipunar á fræðslumálum þjóðar- innar, hvort heldur eru tæknilegs eða fræðilegs efnis, muni verða stórkostleg. Þeim sem kunnugt er um afskifti Butlers og ættar hans af skólamálum mun vera ijóst, að hann hefir bæði vit og vilja til að koma fræðslu- áætlun sinni í framkvæmd. Hann hefir þetta í blóðinu. Tveir af frænd- um hans hafa verið stjórnendur hins fræga Harrow-skóla, einn skóla- stjóri Haileybury, annar rektor Trinity College i Cambridge og faðir Butlers ráðherra er enn rektor Pembroke College i sama háskóla. Svo virðist sem ætt Butlers hafi hallast að Cambridge. Sjálfur fór hann þangað er hann hafði lokið námi í Marlborough, sem er eirin af frægustu drengjaskólum Englands, og lauk þaðan liáu prófi í mann- kynssögu og tungumálum. Það kvað að honum á kappræðufundum í stúdentafélaginu og varð hann for- maður þess. Síðan varð liann um hrið leiðbeinandi við háskólann og notaði tómstundirnar til að búa sig undir það æfistarf, sem hann hafði kjörið sér þegar i æsku. Það var engin tilviljun að hann gerðist stjórnmálamaður; hann hafði gert sér grein fyrir því að stjórnmála- starfsemin er flókin og ónæðissöm, en liann fann til skyldu þeirrar, er á stjórnmálamanninum hvilir, ér hann lét fyrst kjósa sig á þing. Hann er þingmaður fyrir Essex, og jafnvel andstæðingar hans virða hann fyrir mannkosti hans. Hann liefir áhuga fyrir landbúnaði og gælir vel hagsmuna kjósenda sinna á þingi, en þeir eru aðallega bændur. H.'rin er kvæntur maður og á þrjá unga syni; á hann heima á búgarði í kjördæminu. Butler ráðherra er aðeins 48 ára gamall. Kjötrcttir Brúnt karri. 1% kg. kjöt (frampartur) 2 lauk- ar, 1 matsk. smjör, 1 matsk. hveiti blandað með 1 teskeið karrí, 2 mat- skeiðar mjólk og V2 1. soð. Iíjötið er þvegið þurrkað og skorið í litla bita, brúnað i smjörlíki og fært upp á fat meðan laulcurinn er brúnaður i sama smjörlíkinu. Þá er kjötið og laukurinn látið í pott og hellt yfir þcð V2 1. sjóðandi soði, saltað og soðið við vægan hita þar til það er riieyrt, bætt í vatni ef þornar. Hveitið með karrí ei' hrært út i mjólk og látið út í og soðið i 10 mín. bætt í sósulit sé liún ekki nógu brún. Kjötið látið á fat með soðna hrísgrjónatoppa utan með og sós- unni hellt yfir. Kartöflur með ef vill. Bakað kálfskjöt. V2 kg. kjöt, 3 kexkökur, 1 barna- sk. smjörlíki, 1 egg, 1 dl. mjólk, selt og pipar. Kjötið er skorið smátt og hakkað þrisvar i kjötkvörninni, í síðasta sinn með kexinu. Þá er að lirært með kryddinu, egginu og mjólkinni og látið í vel smurt fat og bakað 1 tíma við góðan hita. Brún sósa borin með. Sósan. 30 gr. smjör er brúnað með 30 gr. hveiti og jafnað með V2 1. kjötsoði soðið 5-8 rriín. 1 dl. rjómi látinn út í. Kálfstunga með osti. Tungán er s'oðin í saltvatrii þar til hún er meyr. Meðán tungan er heit er liimnan drengin af og þegar hún er orðin köld er hún skorin i þunnar skífur. 1 eldfasta skál er látið sitt lagið af hvoru, rifinn ostur og sneiðár af túngunni, og soðinu hellt yfir. Síðan er kjötsósa og smjörögn látin í skálina. Skálin er sett inn í heitan ofninn og þetta látið brúnast vel. Steikt kálfsk/öt. Kálfskjöt er hreinsað og þerrað vel og stráð salti. Smjörlíki er brún- að og kjötið steikt í þvi þar til jiað er failega brúnt, þá er það látið í pott og soðið i vatni sem aðeins nær upp á mið stykkin, soðinu ausið yfir steikina við og við og stykkj- unum snúið einu sinni. Sósan jöfnuð og látið í hana pipar, sítrónusafi og ögn af lauk. Kálfskjöt. (smásteik). Kjötið skorið í sneiðar og barið með liamri og stráð salti og pipar, þeim er difið í eggjahvitu og brauð- mylsnu og steikt á pönnu þar til það er meyrt. Sósan jöfnuð og bætt eftir smekk. Kjötleifar. Steikt og soðið kjöt sem afgangs verður á miðdegisborði er oftast hitað upp og notað til kvöldverð- ar, eða til næsta miðdags vilji mað- ur ekki heitan mat á kvöldin. Vara- samt er að geyma kjöt t. d. frá sunnudegi til þriðjudags nema mað- ur hafi góðan geymsluskáp. Hér eru nokkrar uppskriftir: Blönduð steik. Hana má búa til úr allslags steiktum kjötmat i. d. fleski, lifur, pylsu, kótelettum eða buffi. Allt rriá nota. Það má bera það fram á stóru fati þar sem hver tegund er útaf fyrir sig, eða það er skammtað á hvern disk. Sín sneið af hvoru er látin á diskinn og ein steikt pylsa. Kartöflur og soðin makarónustöng og yfir þetta rennt tomatsósu eða annari góðri steikarsósu. Soðið kjöt í sósu. Smjör og liveiti er brúnað saman í potti og jafnað með kjötsoði. Smá- brytjað kjötið, grænar baunir og gulrætur látið út í. Kartöflur eða gulrófur bornar með. Brúnað soðið kjöt. Soðnu nýju kjöli er velt upp úr tvíbökumylsnu og hveiti blönduðu. saman, brúnað vel á pönnu og bor- ið með kartöflum.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.