Fálkinn


Fálkinn - 15.06.1945, Blaðsíða 7

Fálkinn - 15.06.1945, Blaðsíða 7
F Á L K I N N / Jean Ikiret, sem eitt sinn var kjörin fegurðardrotning Amerikn ú sam- kepgni í Atlantic Citg, hefir mik- ið yndi af snndi. Mynd þ&ssi var tekin af henni í Los Angeles. Hatturinn, sem Loslie lirooks hefir hér á kollinum, er ætlaður til nolk- unar að sumarlagi. Hann er úr purpuralitu flosi og fer einstaklega vel við „pompadour“-hárgreiðsluna. Apinn Cheetah er hér að undirskri fa sarrming við eitt af kvikmynda- félögunum í Hollywood. fPred Astaire og Éleanor Pouwll í myndinni ,Broadway Melody' 19W. Charles Laugiiton. Ef Charles Laughton liefði á yngri árum hagað lífinu í samræmi við óskir ættingja sinna, þá mundi hann nú í dag að líkindum vera kaptéinn í breska flotanum. Iíkki svo a'ð skilja, að hann liafi með öllu virt a'ð vettugi föðurlegar tillögur um eigin framtíð, því að í heimsstyrj- öldinni 1914 - ’18 var hann háseti á bresku herskipi. En góðu heilli fyrir listaheiminn var þar aðeins um að ræða timabundna þegnskap- arráðstöfun en ekki æfistarf. Vinsældir þær, sem Laugliton hef- ir áunnið sér á leiksviði jafnt sem térefti, bæði í Ameríku og Englandi, eiga fyrst og fremst rót sína að rekja til leikni hans í meðferð „karakter“- lilutverka. Þann liæfileika kveðst hann sjálfur liafa tami'ð sér með því að athuga gaumgæfilega útlit og lyndiseinkenni ýmissa manna, með- an liann starfaði sem veitingaþjónn á hóteli. Já, þa'ð var fyrsta atvinna Charles Laughton — í Claridge Hó- telinu i Scarborough, fæðingarbæ hans. Fram a'ð þeim tíma haf'ði liann liafl lítið fyrir stafni anna'ð en bóklegt nám og þessháttar. Hið fyrsta starf hlotnaðist lionum, skömmu áður en Heimstyrjöldin hófst, og var það áform hans að afla sér nokkurrar reynslu me'ð hótelhald fyrir augum. Hann hafði aðeins nýlega verið hækkaður í tign og gerður að gjaldkera, þegar hernaðaryfirvöldin kölluðu liann í þjónustu ættjarðarinnar. Þar með var hótelhaldið úr sögunni. í styrjaldarlok var Laughton þegar farinn að búa sig undir það fram- tíðarstarf, sem hann hafði kosið sér, og ekki var hann fyrr kominn úr einkennisbúning sjóliðans, en hann lagði út á braut leiklistarinn- ar. Um svipað leyti gekk liann að eiga Elsu Lanchaster og léku þau saman um margra ára skeið. Veru- lega athygli vöktu þau fyrst á sér með sameiginlegum leik á kvik- myndinni „Hinrik áttundi“. Það var árið 1933, og þess tilefnis var Laug'li ton i fyrsta sinn sæmdur heiðurs- gripnum „Óskar“. Þegar Laughton hafði lokið við að leika í nökkrum myndum í Holly- wood, sneri hann aftur til London og stofnaði kvikmyndafélagið May- flower Pictures í íélagi við Erich Pommern. Charles Laughton er almennt tal- inn einn mesti „karaktcr“-leikari i heimi, og sjaldan liefir honum tek- ist að sanna það eins eftirminnilega og í myndinni „Tales of Manhattan”, sem sýnd var hér fyrir nokkru. „Setjum nú svo, að ég' mundi skyndilega falla frá. Hvað mundi þá verða um þig, sonur sæll?“ „Eg mundi dvelja hér eftir sem áður. En spurningin er: Hvað mundi þá verð'a uin þig?“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.