Fálkinn


Fálkinn - 06.07.1945, Qupperneq 10

Fálkinn - 06.07.1945, Qupperneq 10
10 F Á L K I N N YHC/tU LC/&N&URNIR flvíta dúfan í gamla daga var virki uppi á háu fjalli; þar bjó ríkur og voldug- ur riddari, sem átti mjög fagra dótt- ur. Hún hét Inga. Trausti sonur smiðsins og Inga litla voru alltaf að leika sér saman, og loks sagði riddarinn við dóttur sína: „Þú mátt ekki leika þér við son siniðsins! Mundu að þú ert tigin stúlka, og átt einhverntíma að gift- ast ríkum og tignum riddara, en sonur smiðsins verður bara smiður eins og hann.“ Hún varð hrygg af þessu, og eina liuggunin hennar nú var hvít dúfa, sem Trausti hafði gefið henni. Smiðurinn sagði við drenginn sinn: „Nú verðurðu að vera dug- legur að vinna og hugsa ekki um Ingu, hún thæfir ekki þér.“ En þó að Trausti væri að vinna, gleymdi hann ekki leiksystur sinni, og í livert skifti, sejn livíta dúfan kom flögrandi til hans, batt hann blóm eða band við vænginn á henni, það átti að vera kveðja til Ingu — þá kunni fólk nefnilega ekki að skrifa eins og núna. En svo skeðu jtau hörmungartíð- indi að ungfrú Inga livarf! Einn morguninn vaknaði liún við flautuspil, og sagði við þernurnar sínar: „Hver spilar svona fallega? Eg vil lieyra þetta flautuspil betur. Kallið þið á manninn hingað upp!“ En þetta var enginn maður, held- ur lítill drengur með gula lokka og skritna, langa flautu; liann spil- aði fyrir ungfrú Ingu þangað til henni fannst hún vera hamingju- samasta stúlka i heimi. Drengurinn gekk hægt og hægt út úr kastalanum; enginn stöðvaði liann, því að allir höfðu sofnað nema Inga, sem elti liann lengra og lengra, þangað til þau komu i dimman helli uppi í fjalli — og þar hurfu þau bæði! Sá sem harmaði þetta mest var Trausti, en loks sagði hann við föður sinn: „Eg ætla að fara út í veröldina og reyna að finna liana Inguj ég get ekki afborið að lifa hérna, meðan ég veit ekki hvað orðið hefir af henni. Smiðurinn svaraði: „Gerðu eins og þú villt, drengur minn, en hvernig dettur þér í hug að þér takist þetta, þegar svo margir aðrir hafa reynt það árangurslaust?“ „Mér -er sama, ég ætla að reyna,“ svaraði Trausti og daginn eftir reið hann af stað. Hann hafði fengið góðan hest, og sjálfur liafði hann smíðað sér fallega brynju, svo að hann var líkur riddara þegar hann reið úr hlaði. „Ef nokkur getur fundið Ingu mina, þá er það liann Trausti.“ sagði riddarinn, „og ef honum tekst það, þá skal hann fá hana fyrir konu og erfa kastalann og aleigu mína.“ Trausti reið nú áfram og fór i gegnum þéttan og dimman skóg. Hann villtist og vissi ekki livar liann fór, en loks sá hann eitthvað livítt flögra fyrir framan sig. Hann starði forviða á dökku trén — jú, þarna var dúfan, livíta dúfan, sem liann liafði gefið Ingu einu sinni! „Ert það þú, Mjallhvít litla ?“ sagði liann og rétti höndina til fuglsins. Undir eins og hún heyrði hann nefna nafnið, sem Inga hafði gefið henni, kom liún fljúgandi og settist á liöndina á honum. Nú varð Trausti glaður, því að liann gat sér þess til, að úr því að dúfan væri þarna, hlyti Inga að vera einhversstaðar ekki langt frá. Hann tók litla bandið, sem Inga hafði gefið honum einu sinni, og sem hann hafði geymt svo vel, og batt það í vænginn á dúfunni og sagði: „Fljúgðu nú, og segðu henni Ingu að ég sé að koma og frelsa liana, hvar svo sem hún er.“ Dúfan flaug burt og Trausti reið í sömu átt meðan hann gat séð til hennar. Morguninn eftir kom dúfan fljúg- andi aftur. .Bandið var horfið, og Trausti sá að Inga hafði tekið það. En nú var dúfan með hárlokk af henni í staðinn. Trausti elti nú dúfuiia gegnum skóginn, þangað til hann kom að stórri liöll; en þar var ekkert fólk að sjá, og allt lokað og læst. Þá opnaðist gluggi uppi á lofti og nú sá Trausti Ingu, sem gægðist út. Hún veifaði til hans og lagði fingurinn á vörina; þá skildi hann að hann átti að hafa hljótt um sig. Eftir dálitla stund opnaðist hliðið og glóhærður drengur kom út. Hann gekk þangað sem Trausti var, og nú stöðvaði Trausti hann og sagði: „Hver býr í þessari höll, og hvernig komst ungfrú Inga hingað? „Æ, það er mér að kenna“ sagði drengurinn og fór að gráta. „í höll- inni býr tröllkarl, sem neyddi mig til að spila á töfraflautu og ginna hana burt. Og nú hefir hann rekið mig, og ég veit ekkert hvert ég á að fara — liklega rífa villidýrin mig í sig.“ „Vertu óhræddur!“ sagði Trausti, „ég skal hjálpa þér ef þú vilt hjálpa mér. Ilvernig á ég að frelsa Ingu?“ ,AlIir í höllinni sofa töfrasvefni klukkan 12-1, sagði drengurinn, „vörðurinn sefur meira að segja líka, sjáðu bara!“ Og nú sá Trausti hvar vörðurinn svaf við hliðið, en í glugganum uppi stóð Inga og hvíta dúfan sat á hendinni á henni. „Nú veit ég ráð,“ sagði hann og greip línuna, sem hann liafði liaft með sér og slöngvaði henni upp í gluggann. Inga greip í spottann og innan skamms voru þau öll komin burt frá höllinni og enginn hafði orðið var við flóttann. „Þetta eigum við dúfunni að þakka, því að hún kenndi mér að rata,“ sagði Trausti „Annars hefð- um við aldrei fundið höllina, þvi að hún var svo vel falin.“ „Góði fugl!“ sagði drengurinn ineð gljóbjarta hárið og kyssti dúf- una á nefnið — í sama bili heyrð- ist yndislegur söngur og í stað dúf- unnar stóð álfadís hjá þeim. „Tröllkarlinn breytti mér í dúfu, og í þeim álögum átti ég a vera þangað til hann sonur minn kyssti mig,“ sagði dísin. „En tröllkarlinn licfði tekið liann til fanga og látið liann gleyma liver hann var.“ „Nei, nú man ég l>að,“ sagði dreng urinn. „Eg er prins í Dísalandi og nú skal ég hefna okkar á tröllkarlin- um.“ Það var eins og þétt þoka kæmi úr öllum áttum og legðist að liöll tröllkarlsins. Og þegar þokunni létti þá var liöllin horfin. k r í 11 u r. ADAMSON slekkur smábruiw. Noiuii: „Hvernig er best að kenna stelpu að synda?“ tímnmi: „Best er að hjálpa lienni varlega niður i valnið, leggja svo liægri handiegg utan um mittið á henni og......... Nonni: „Nei hættu nú alveg. Það er hún systir mín.“ Gummi: „Fleygðu lienni þá bara fram af brettinu.“ = § = Hvernig maffur fer aff því aff láta lítinn bút af spegipylsu þekja stórt brauff. = § = Frœnka: „Þegar ég var lítil sagði mamma min, að ég mætti aldrei gretta mig, þvi að þá mundi ég verða svo ljót.‘ Sigga litla: „Þú getur þá ekki kvartað yfir að liafa enga aðvörun fengið.“ = § = — Pubbi, má ég lána hestinn þeg- ar maffurinn er búinn aff negla á hann löppina?

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.