Fálkinn - 12.10.1945, Qupperneq 3
F Á L K I N N
3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM
Ritstjóri: SkúU SkúUsom.
Framkv.stjóri: Svavar HJalteoted
Skrifstofa:
Bankastr. 3, Reykjavik. Simi 2210
Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6
BlaSið kemur út hvern föstudag
Allar áskriftir greiðist fyrirfram
HERBERTSpranf.
SKRADDARAÞANKAR
Hér á árununi þegar „fossamálin"
svonefndu voru á döfinni, var injög
deiit uni, livort opna skyjdi eriendu
fjármagni allar gáttir liingað til
lands og veita erlendum auðfélögum
sérréttindi til vatnsvirkjana og
iðnreksturs í SamBandi við þær.
Þá voru iitlend félög, eða innlendir
menn fyrir Jteirra hönd, farin að
tryggja sér vatnsréttindi liér á landi
ekki til ;:ð nota þau sjálf, lieldur
gera áætlun um virkjun vatnsins og
selja siðan öðrum og sterkari fé-
Jögum ,,projektið“. Svo var um
Titan, sem gerði áætlun um virkjun
björsár, og ýms l'leiri félög.
Það var Bjarni frá Vogi, sem
setti stíflu i liessa gátt með setn-
ingu fossalaganna, og með lionum
ýmsir aðrir. Þ'eir sættu ámæli
margra fyrir, ekki síst braskaranna,
sem eygðu gull fyrir að „selja land-
ið“, sem Bjarni heitinn kallaði svo.
Nú mun alþjóð vera þakklát
Bjarna frá Vogi og fylgisnjönnum
lians af Jæssu máli. Þjóðinni er
orðið Jjað lósara nú en J>á var, að
Jjað er ekki eintóm sæla í J>ví fóig-
in að fá stóriðnað i landið, sem
krefst innflutnings útlendra manna
í landið. Og stóriðjan er jafnan á-
hættusöm; hún getur hrugðist eigi
síður en síldin. íslendingar liafa á
sumum árum haft talsvert af at-
vinnuleysi að segja, en það er þó
ekki nema hjóm hjá því, sem ger-
ist í verksmiðjuðinaði. Og atvinnu-
deilur, með þeim vandræðum er
þeim fylgja, eru hvergi eins liættu-
legar og í versmiðjuiðnaði.
Sjávarafurðirnar — afköst is-
Jensku sjómannastéttarinnar — eru
og verða um langan aldur það, sem
utanríkisviðskifti íslendinga bygg-
jast á. Annar stóriðnaður, sem rek-
inn er með útfiutning fyrir augum
lilýtur að verða vonarpeningur og
hættulegur. í iðnmálum verður J>að
fyrst og fremst framleiðsla til eig-
in Jjarfa, sem um getur orðið að
ræða, og til þess iðnaðar verður
að gera þær kröfur, að iiann sé
nokkurnveginn samkep])nisfær við
útlenda vöru, að verði og gæðum.
Það er mikil spurning livort margt
af þeim svonefnda iðnaði, sem nú
er rekinn á íslandi til eigin Jiarfa,
á framtíð fyrir liöndum. Ef hann
er dýrari og lakari en útlendur þá
á hann, samkvæmt eðlilegu við-
skiftalögmáli að hverfa.
Finnboyi Höskuldsson, fyrrum bóndi
að Skarfanesi, varð 75 ára 9. þ. m.
Stefún Guðmundsson, bóndi, Blöndu
ósi, verður 85 ára í dag (ÍH. okt.).
Ekkjufní Solveig Benjaminsdóttir,
Þórsmörk, Neskaupstað, varð 70 ára
9. þ. m.
Frá Sigríður Jónasdóttir, fyrv. Ijós-
móðir, Þórshöfn, verður 70 ára 18.
þ. m.
Jóhannes Kjarval
sextugnr 15. þ.m.
/ fyrra vetur liélt Jáhannes
Kjarval málverlcasýningu í
Listamannaskálanum. Á sýning-
unni voru kí málverk. Áður en
20 mínútur voru liðnar af sýn-
ingartímanum voru öll málvek-
in seld — hver einasta!
Skömmu síðar samþykkti Al-
þingi að reisa stórhýsi yfir Jó-
hannes Kjarval og listaverk
hans og veitti til þess 300 þús.
kr. í fjárlögum.
Þetta tvennt, sem hér hefir
verið nefnt, sýnir hverjum aug-
um samtíðarmenn Kjarvals líta
á hann. Engum íslenskum lista-
manni hefir fyrr eða síðar lilotn
ast jafn einróma viðurkenning
þings ag þjóðar.
Itvað veldur?
Það, að Jóhannesi Kjarval
þykir hafa tekist öðrum betur
að glseða íslenska náttiíru lífi i
línum og litum, hraunin og mos-
ann, fjöllin og himininn. Þegar
við skoðum myndir Kjarvals
langar okkur til að leggjast
kylliflöt ofan i dúnmjúkar
mosaþemburnar, eða ganga upp
á tindinn og teiga þar svalar
morgunveigar [jallaloftsins.
Síðan Jónas Hallgrímsson leið
hefir enginn maður opnað fleiri
Islendingum sýn fyrir fegurð
lands síns en Jóhannes Kjarval.
Því er hann viðurkenndur og
dáður.
En svo er það maðurinn sjálf-
ur, hann er eins og hann er.
()g því er hann líka elskaður.
Á sextugsafmæli Jóhannesar
Kjarvals óskar Fálkinn honum
þess að hann megi jafnan njóta
þeirrar viðurkenningar, aðdá-
unar og elsku, sem hann hefir
til unnið.
Þá er honum brogið.
Frú Elisabet Bjarnadóttir, Bræðra-
burgarstig 20, varð 65 ára 1. þ. m.