Fálkinn


Fálkinn - 12.10.1945, Side 4

Fálkinn - 12.10.1945, Side 4
4 rÁLKIN N Æfintýri norska gullsins 1 íslenskum blöðum hefir oft verið sagt frú því, að það hafi tekist að koma gullforða norska þjóðbankans undan til Ameríku, er Þjóðverjar gerðu innrásina 9. apríl 1940. Skáldið Nordahl Grieg var annar þeirra manna, sem höfðu aða1.- lega veg og vanda af þessum flutningi. En foringi fararinn- ar var Fredrik Haslund ritari, Hefir hann gefið skýrslu um þetta ferðalag og fer útdráttur úr lienni hér á eftir. Skýrslan er hin eina opinbera „ferðasaga giillsins." A LLUR gullforði norska þjóð- bankans var sendur af stað frá Osló morguninn 9. apríl, og geymd- ur til bráðabirgða á afviknum stað í Austur-Noregi. En þegar Þjóð- verjar sóttu með öllu sinu liði norð- ur á bóginn frá höfuðstaðnum, varð að gera ráð fyrir, að gullgeymslu- staðurinn kæmist á vald Þjóðverja eftir nokkra daga. Mér var l)á skip- að að standa fyrir því að flytja gullið á öruggari stað. Það eru víst fáir, sem eiginlega gera sér Ijósa grein fyrir hvað 240 miljón krónur i gulli eiginlega sé, þegar miljónirnar standa ekki á pappírnum, en eiga að flytjast úr stað í sinni eigin, þungu mynd. — Þetta eru fimtán liundruð kassar, og hver þeirra svo þungur að fullorð- inn maður á nóg með að iyfta hon- um. Við gerðum itarlega áætlun um flutninginn. Hvert smáatriði var rætt út í æsar við sérfróða menn í öllum lnigsanlegum greinum. Við vildum lielst eiga sem minst á liættu. Málið þoldi enga bið, og það varð að fara ieynt, svo að fréttaþjónusta óvinanna fengi ekkert veður af þvi. Það voru aðeins nánustu stjórnar- völd, sem fengu nokkuð um þetta að vita. Oskar Torp þáverandi fjármála- ráðherra liafði sjálfur annast um flutning gullsins frá Osló. En nú fékk ég til aðstoðar 30 hermenn, undir stjórn majórs eins og tveggja undirforingja, og eina dimma og kalda nótt voru gullkassarnir sóttir ofan í kjallarana, sem þeir voru geymdir í. Nú átti að leggja upp í liina áhættusömu ferð. Þetta var á Liliehammer. Allur bærinn var í fastasvefni. Hvergi sást ljós á götunni eða úr nokkr- um glugga. Og ekki heyrðist nokk- urt hljóð. Þetta var eins og maður væri staddur niðri í djúpri gröf. Þá lieyrðist úr fjarska suð i bif- reiðahreyflum. Það færðist nær, og maður heyrði lág, stutt skipunar- orð í myrkrinu. Vopnuð lögregla hélt vörð um staðinn, svo að óvið- komandi kæmu ekki of nærri. Nú kom vörubifreið eftir vörubif- reið upp að húsinu. Hleðslumenn- irnir voru að koma. Þeir höfðu ver- ið sóttir langt að, og ekki verið látnir vita hvað þeir áttu að gera. En þeir unnu af kappi. Hver bíll- inn var ldaðinn eftir annan og nú óku þeir á járnbrautarstöðina og að lestinni, sem- sté)ð þar ferðbúin. Þarna sást ekkert nema bjarminn af vasaljósum okkar og stundum lirukku neistar upp úr eimreiðinni. Inni í vögnunum rýndu eftirlitsmenn- irnir á blöðin, sem þeir skrifuðu kassanúmerin á, jafnóðum og þeir tóku við þeim. Stundum sást blika á byssustingi hermannanna, sem héldu vörð í kring. Eg var að lita til lofts við og við, hræddur um að nú mundi fara að birta. Nei, ekki sást neitt til aftur- eldingar enn, og við fórum af stað. Þegar birti af degi og þýsku flug- vélarnar fóru að láta sjá sig aftur, stóð lestin okkar á liliðarspori langt uppi í Guðbrandsdal og beið þess að dimma tæki af næstu nóttu. Fallhlífarliðið uppi í dalnum liafði enn ekki verið upprætt. Það þvergirti fyrir einu leiðina, sem okkur hafði verið opin til vestur- landsins. Sem betur fór tókst norska herliðinu að sigra fallhlífarliðið þennan dag, og undir eins og dimt var orðið ókum við hægt og var- lega um svæðið, sem Þjóðverjar höfðu haft á sínu valdi. Það var ekki að vita neina þeir hefðu skilið eftir einhverjar vítisvélar. En morguninn eftir voruni við komnir í Andalsnes á Mæri, sem var fyrsti ákvörðunarstaður okkar. Við vorum svo bjartsýnir, að við liéld- um að nú væri erfiðasta áfang- anum lokið. Við urðum þess brátt visari, að ferðin var ekki einu sinni byrjuð. Nú fyrst áttum við að fá að reyna hvað lofthernaður nútimans eiginlega er, þegar ekki er nóg af loftvarnabyssum og orustuvélum til þess að taka á móti fjándmönnunum. Andalsnes var þarna í miðri eld- línunni. Það var þar, sem enska herliðið gekk á land, og Þjóðverj- ar einbeittu því flugárásum sinum að þessum stað, eftir bestu getu. Það var undir eins auðséð að ekki i tjóaði að láta gullið hafa viðdvöl þarna, og samkvæmt skipun fjár- málaráðherrans færðum við okkur nokkra kílómetra upp í dalinn. Þrátt fyrir margar árásir flug- vélanna á hverjum degi varð flutn- ingalest okksr ekki fyrir tjóni. Eina nóttina tókst okkur að skipa út talsverðu af gullinu. Enskt herskip lá við bryggjuna. Allt var tilbúið fyrirfram af okkar hálfu og allt fór eftir áætlun. Meðan enska lierliðið gekk í land, svo hundruðum skifti, og fallbyssum, vélbyssum, mótor- hjólurn og hundruðum al' kössum með skotfærum var skipað i land, vorum við að bisa við að koma þungu kössunum okkar um borð. Það var einkennileg stemmning yfir þessu. Snjóþungir tindarnir blikuðu við loft gagnsærrar vornæturinnar eins og bláir gimsteinar. Alll i kringum okkur var kyrrðin frá fjallabreiðunum og dalnum. En á þessum litla bletti var allt á lireyf- ingu. En það var eins og köllin og liávaðinn kringuin skipið bærist ekki út. Eins og hljóðið legðist kyrrt eins og sniáblettur í kyrrð hinnar óendanlegu stóru vornæt- ur. Við höfðum lokið verkinu þegar dagur rann, og herskipið gat farið. Það sem al' var hafði allt gengið vel, og góðar horfur á framhald- inu. En þegar frá leið urðu liorf- urnar verri í Andalsnesi. Þegar við komum þangað leit allt vel út, en þegar við fórum var ekki mikið eftir af bænum. Það sem reyndist erfiðast Þjóðverjum var að eyði- leggja bryggjurnar og járnbrautar- stöðina, en ])essir staðir voru okk- ur mest áríðandi. Landflutningar hersins gengu sinn jafna gang allar nætur, og járnbrautarmennirnir unnu lireystiverk. í stað ])ess að koma öllu gullinu um borð vel og reglulega, tók nú allt annað við. Það gerðist margt sögulegt i Andalsnesi. Þjóðverjarnir urðu fleiri og út- búnaður þeirra betri en svo, að rönd yrði við reist. Það fóru að berast alvarlegar fréttir innan úr dalnum, og snemma einn moguninn fékk ég orðsendingu frá liæstráð- anda norska liðsins þar, um að Þjóðverjar hefðu brotist gegnum varnarlínu Norðmanna og gætu þeir komist til Andalsness á liverri stundu. Það voru ekki önnur ráð fyrir hendi en að taka nokkuð af bif- reiðum, sem notaðar höfðu verið til herflutninganna, og á einum klukkutíma gat ég náð í 2(5 bíla lil þess að flytja gullið lengra út með sjó. Beifreiðastjórnarnir höfðu þá ekið livíldarlaust í 24—26 tíma, án þess að sofna, og nú áttu þeir að fara afar erfiða leið, sem mundi taka að minnsta kosti sólarhring. Við dreifðum úr bílalestinni yfir svo sem tveggja kílómetra svæði til ])ess að flugvélarnar ættu óhægra með að gera okkur . óskunda. Leið meira en fjórðungur stundar frá ])ví að við fórum af stað og þangað til flugvélarnar voru komnar yi'ir okk- ur. Fjórar flugvélar komu nú lágt og fóru að skjóta á okkur. Það var erfitt að liverfa í skjól, eins og landslagi var háttað þarna, svo að flestir ökumennirnir skriðu undir bifreiðar sinar, en sprengjurnar féllu kringum þá og vélbyssukúl- urnar dundu eins og skæðadrífa. Eg ók sjálfur í farþegabíl á undan lestinni og við lögðumst ofan í skurðinn við veginn. Þar var þó mikil hætta af sprengjubrotum og við skriðum því inn í kjarr, þar sem við töldum að flugmennirnir gætu ekki séð okkur. Eg minnist þess að meðan við lágum þarna hélt samferðamaður minn, Nordahl Grieg skáld, mjög lýriskan fyrir- lestur um vorblómin yl'ir mér. Það sem blés honum andann í brjóst var ofurlítið hvítt blóm, sem þvert á móti náttúrunnar lögmáli liafði skotið upp kollinum á auðum bletti í fönninni. Okkur þótti of heitt þarna i kjarrinu, og meðan flugvélarnar tóku á sig dálitla beygju, hlupum við inn í lítinn kofa, sem stóð við veginn. Þar var troðfullt af Kirkjan í Molde brennur.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.