Fálkinn


Fálkinn - 12.10.1945, Qupperneq 5

Fálkinn - 12.10.1945, Qupperneq 5
F Á L K I N N 5 „Gullbátarnir“ liggju hreyfingarlausir, þvi að þýskar flugvélar eru nálœgt. enskum hermönnum, sem lágu á grúfu með hjálmana á hnakkanum til varnar sér. Við liöfðum enga stálhjálma og fundum okkur því gamallt þvottabretti til að hafa yfir höfðinu. Þetta vakti auðvitað kát- ínu, og það var glatt á hjalla meðan við Jáguni þarna i sprengjuregninu og biðum þess að atlögunni slotaði. Árásin stóð nálægt 45 mín., og hvort sem menn vilja trúa því eða ekki, þá særðist enginn af okkar mönnum, eða féll. Nú héldum við af stað aftur, en ekki liöfðum við ekið lengi, áður en þeir voru komnir yfir okkur á nýjan leik. í þetta skifti námum við ekki staðar. Mikill hluti af lestinni okkar var enn ekki kominn út úr þéttbýlinu næst Andalsnesi, og þar var enginn „blífanlegur sámastaður“. Við hertum þvi á ferð- inni og héldum áfram. Þegar bíll- inn okkar, sem var fremstur, var kominn út úr bænum og átti að lialda út á þjóðveginn hinumegin, sprakk hús i loft upp rétt fyrir fram- an okkur og datt brakið úr því niður á veginn og teppti hann. Sem bet- ur fór var ofurlítil geil eftir, svo að þegar við liöfðum rutt nokkru af brakinu burt gátum við komist lijá. Lengra út með ströndinni lá lítill norskur tundurbátur við brygg- ju rétt lijá þjóðveginum, því að hann lá meðfram fjörunni. Tundurbátur- inn varð fyrir sprengjuhrið í sama bili og við fórum lijá. Hann hafði ekki meiri skotfæri eftir og gat ])ví ekki bitið frá sér. Við sáum sjó- liðana á þilfarinu, en gusurnar frá sprengjunum teygðust himinhátt upp allt í kringum ])á. Að því er við best gátum séð hitti engin sprengja bát- inn sjálfan. Við urðum ekki heldur fyrir neinni sendingu og ókum eins Iiratt og við gátum. Við komum að ferjustaðnum að áliðnum degi. Símleiðis höfðum við gert ráð- stafanir til að ferjurnar yrðu til laks undir eins og dimmt væri orð- ið. Við földum birfreiðarnar í skóg- inuíh i kring eða lögðum yfir þær greinar og lítil tré, og nú gátu piltarnir fengið sér mat og nokk- urra tíma hvíld, meðan við biðum dimmunnar. Það tók okkur fulla sex tíma að koniast yfir sundið. Ferjurnar voru tvær og livor þeirra tók tvo bila í einu. Við lendinguna fyrir hand- an var brött brekka, sem bakaði okkur mikla erfiðleika. Margir bil- anna voru litlir, aðeins liálft ann- að tonn, sem við liöfðum orðið að setja tvö til þrjú tonn á. Það leið ekki á löngu þanað til einn þeirra hætti að draga, og stöðvaði þá sem á eftir koniu. Var þvi nauðug- ur einn kostur að setja gullkass- ana á vegarbrúnina og bæta þeim á hina bílana, jafnóðum og þeir komu yfir, þó að allir væru bilarn- ir fullhlaðnir áður. Þetta var um það leyti, sem klaki cr sem óðast að þiðna úr jörðu. Þetta var mjór sveitavegur og aur- inn sumstaðar meira en liálfur met- er á dýpt. Alltaf varð maður að vera að nema staðar og gera við kafhlaup i veginum. Við lögðum af stað með 26 bifreiðar. Á leið- inni brotnuðu fjórar þeirra eða sátu fastar. Við náðum í þrjá bíla í skarðið og komum á leiðarenda með 25. En allir gullkassarnir komu fram. Ef ekki hefði gert frost um nóttina áður, svo að vegurinn stirðn- aði, hefðum við aldrei komist. í Molde liöfðu þeir biðið okkar alla nóttina. Þar höfðu þeir til reiðu þrælsterkan seinsteyptan kjallara, þar sem við gátum komið þessum 1200 - 1300 kössuin fyrir. (200^300 höfðu farið með breska herskip- inu frá Andalsnesi). Nú liðu fjórir fimm dagar svo að sprengiregninu linnti aldrei. — Guilforðinn okkar var í miðjum bænum, skammt frá bryggjunum, sem voru aðalkeppikefli þýsku flug- vélanna. Þjóðverjar notuðu sumpart mjög stórar sprengjur. Ein þeirra tætti sundur sláturhús skammt frá. Það var bókstaflega enginn bútur yfir fet á lengd eftir úr húsinu. Og þar sem húsið liafði staðið var gígur eftir, um 30 metrar í þvermál og 10-12 rnetra djúpur. Stórir stein- ar allt að ein smálest á þyngd, köstuðust iangar leiðir. Þegar við komum til Molde var bærinn sá „rósanna bær“, sem all- ir skemmtiferðamenn kannast svo vel við. Vorsólin skein á heiðum himni og speglaði mjallhvita tind- ana kringum lygnan fjörðinn. Þeg- ar við fórum þaðan skein sama sólin og sömu fallegu tindarnir spegluðust i slétlum firðinum. Én af „rósabænum“ var ekki annað eftir en rjúkandi rústir og gapandi gigar í miðhluta þessa fallega og rólega bæjar. Eg man eina logandi og snark- andi brunanótt, er ég stóð ásamt lögreglustjóranum og horfði á eld- hafið. Húsið hans var að enda við að brenna til agna, fólkið lians flúið, en viðurstyggð eyðileggingarinnar var i almætti sinu. Hann stóð með hendurnar fyrir aftan bak og píp- una i munninum og horfði á eyði- legginguna. Svo mælti hann fram, liægt og fast orðin úr Njálu: „Hér hafa engir vinir verið.“ Við reyndum að gera það gagn er við máttum með þessum bifreið- um, sem eftir voru. Við björguðum eins og hægt var út úr húsunum áður en þau fóru að brenna, eink- anlega matvælum og verðmætum gögnum úr verslunum. En þetta mátti heita vonlaust verk. Vatns- Iciðslurnar voru eyðilagðar, svo að brunaliðið gat ekkert aðhafst. Og varla var búið að slökkva á einum staðnum fyrr en flugvélarnar komu aftur með ikveikjusprengjur og köst- uðu þeim á nýjan stað. Sprengjurn- ar og vélbyssuskothriðin gerðu nær ómögulegt að starfa að björgun, og varnir okkar gegn flugárásum voru núll. Þeir gátu flogið eins lágt og þeir vildu. Einn daginn var farið að loga í húsunum kringum gömlu kirkjuna. Við náðum í nokkra kassa af dýna- miti og gerðum ráðstafanir til að sprengja upp húsin, sem stóðu næst kirkjunni, til að bjarga lienni. En meðan við vorum að þessu kom íkveikjusprengja beint á kirkjuturn- inn, svo að þá var úti um kirkjuna. Svona liðu dagar og nætur meðan við vorum að bíða eftir livaða stefnu atburðirnir á sjálfum vigstöðvunum mundu taka, því að eftir jjví áttum við að haga aðgerðum okkar og ferðalagi. Við höfðum allt til reiðu til þess að flytja gullið um borð í lierskip, en nú bættist það á mig að sjá ýms- um embættismönnum fyrir flutningi norður með landi. Svo var stað- kunnugum mönnum fyrir að þakka að við gátum náð saman vélbátum til flutninganna fyrir kvöldið. Seint þetta kvöld (30. apríl) lá 10.000 smálesta beitiskip við aðal- bryggjuna í Molde. Það átli að taka á móti konunginum og stjórninni og jafnframt flytja gullið norður i land. Hafnarbakkinn var sundurtættur af sprengjum, og alelda liús á milli okk- cr og bryggjunnar. Það virtist ó- gerningur að komast með bíla að skipinu og því var eina leiðin sú, að skipa gullinu um borð i báta við aðra bryggju og skipa þvi upp í herskipið að utanverðu. En þarna voru þýskar flugvélar yfir á hverju augnabliki. Konungurinn og stjórn- in var komin um borð, og ensku foringjunum þótti áhættuspil að liggja þarna lengi með þessa far- þega. Við sáum að erfitt mundi að fá þá til að biða meðan þessum 12 - 1300 lcössum væri skipað út. Eg ákvað því að reyna að koinast að skipinu landmegin, til þess að þetta gengi fljótar. Eg fékk sjálf- boðaliða á fjórar bifreiðar og tók tíu smálestir af gulli á þá. Við ók- um veginn fyrir ofan bæinn þang- að til við komum móts við hafnar- hakkann. 'Þar var gata, sem eldur var aðeins í liúsunum á aðra hönd, og við komumst fljótlega niður að skipinu. En við vorum ekki fyrr komnir þangað en tvær stórar sprengjuflug- vélar komu drunandi yfir okkur og þutu svo lágt yfir herskipinu að minnstu munaði að þær snertu siglurnar. Nú varð lieldur en ekki hávaði. Fallbyssur, pom-pom-byssur og vélbyssur spúðu skotum svo þús- undum skifti. Á herskipinu skutu þeir sumpart sjálflýsandi kúlum, svo að eldlínur sáust á loftinu. All- ar þessar linur stefndu að sama marki, nfl. flugvélinni, og urðu að lýsandi keilu, sem lireyfðist til og frá með ótrúlegum hraða. Eg liefi séð marga flugelda um æfiiia, en enga sem standa þessum á sporði, og vona að ég sjái annað eins aldrei aftur. Þeir fáu menn, sem á bryggjunni voru lilupu um borð í flýti. Það siðasta sem ég heyrði af vörum liátt- setts manns í l'jármálaráðuneytinu var þetta, sem liann hrópaði til mín gegnuin allan liávaðann: „Þú verður að reyna að komast norður, með einliverju móti.“ Allur uæsti dagurinn fór í að flytja gullið yfir tangann, sem Molde stendur á, yfir að ferjustaðnum við voginn fyrir norðan. Við laumuðum bíl eftir bíl af stað og komum þéim norður yfir fjörðinn. Fyrri hluta dagsins fréttum við að gufubáturinn, sem við höfðum sent áleiðis norður um nóttina, hefði verið skotinn skammt undan landi. Hann gat siglt á grunn og allir um borð gátu hlaupið í lánd. Þeir lágu þarna hálftíma varnar- lausir i fjörunni, en flugvélarnar voru á sveimi yfir þeim og skutu af vélbyssum og köstuðu 40 - 50 sprengjum. Þó að merkilegt megi Iieita særðist aðeins einn maður, en þvi miður dó annar daginn eftir, af hjartabilun. Frh. á bls. 14.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.