Fálkinn


Fálkinn - 12.10.1945, Page 9

Fálkinn - 12.10.1945, Page 9
FÁLKINN stúlku, sem léggur lag sitt við setu- liðið, er aðeins ein meining um. Geri hún hvorttveggja þá kann ég ekki uógu Ijótt nat'n á hana. Ég liefi heyrt aðra tala um Evu, en ég [jekki hana ekki, ekki eins, og þú, og get þessvegna ekki dæmt í mál- inu. Að liún hafi verið þér mikils virði einu sinni veldur víst því að þú gerist verjandi liennar og vilt meira að segja færa svo mikla fórn fyrir liana, að þú mundir fara í hundana á því. Hún er falleg, þrátt fyrir það líf, sem hún hefir lifað — og fyrsta ástin fyrnist seint, seg- ir máltækið. En það er ekki alltaf, sem það reynist rétt, heldur. Ég er ekki svo ratvis á íeynigötur sálar- innar, að ég geti myndað mér nokkra skoðun á ýmsum öflum, sem eru að verki milli tveggja sálna. Trúir þú á þau? Heldurðu ekki að það sé fyrst og frémst verndar- hneigðin, sem er að verki hjá þér?“ Hrólfur ypti öxlum. — Nú var hringt, svo að samtalið féíl niður. Hrólfur varð að fara og aðstoða við uppskurð. Ég mun hafa setið svo sem tíu mínútur þegar hjúkrunarkonan kom hljóðlega inn. „Ivonan sem liggur á dauðastofunni er að spyrja eftir iækninum sínum. Hann er önnum kafinn, en hún sagði að liún yrði að tala við einhvern, hún vill tala við yður.“ Hjákrunarkonan reyndi að leyna fyrirlitningu sinni, og ég lét eins og ég tæki eklci eftir neinu, stóð upp, og innan skamms sat ég við rúm konunnar sem var að deyja. Hún lá um stund og horfði á mig hálfluktum augum, svo brosti hún hlýtt og innilega. „Þér eruð vinur Hrólfs. Eg fæ ekki að lifa næsta dag, svo að ég verð að flýta mér. Þér vitið víst talsvert, en samt ósköp lítið — viljið þér lilusta á mig?“ Ég kinkaði kolli, og nú hóf Eva máls, með lágri rödd og lok- uðum augum. „Mér þótti vænt um Hrólf, kanske talsvert vænna en um aðra. En ég beið og beið, allt þang- að til maðurinn minn tók mig. Mér fór ekki að þykja verulega vænt um hsnh fyrr en eftir að barnið fædd- ist, — en þá var það of seint. Ég fór að skilja, að hann hafði valið mig eingöngu vegna peninganna, það var ekkert annað, og svo kom innrásardagurinn. Við flýðum, en hann flýði aðeins til að bjarga sjálf- um sér. Og týndi lífi. Barnið missti ég, það munaði mig mestu, já, öllu, það skildi ég eftir á. Söknuðurinn eftir barnið varð mér óbærilegur, það var barnið, sem liafði gefið mér kærleika, sem ég varð að eiga til þess að geta lifað. Þegar barnið dó þá dó lika ást min til mannsins mins, því að ég gct aðeins elskað þann mann, sem er faðir að barni mínu. Er ekki þetta, að elska, meira en nokkuð annað? Og er ekki það, að ala barn þýðingarmest alls, fyrir konuna? Og get ég gert að því livernig eðli mitt er? Margir liafa sagt að lágstæðar livatir hafi knúið mig áfram og ráðið gerðum minum, en j)á er allur heimurinn svona gerður, — og það eru karlmenn- irnir sem eru aflfjöðrin i allri nið- urlægingunni. Og ég hefi haft við marga þeirra saman að sælda. Ef það er minkún að vilja eiga barn til að elska, livílik minkun er það þá ekki að vera giftur og eiga börn? Mikið er sá fátækur, sem ekki ósk- ar sér að eiga barn. Ég hefi efni á að eignast barn, en maður nokkur notaði sér lmeigðir minar og elsk- aði ekki mig eða barnið, sem ég ól honum, en meiri þorparaskapur er ekki til. — Eg hefi sést með Þjóð- verjum — og er kölluð lauslætis- drós. Hver getur fullyrt það? Fólk hefir séð mig með Norðmönnum og þá er dómurinn enn verri. En ef ég segði yður að ég hefði aldrei haft neitt saman við þessa menn að sælda, munduð þér [)á trúa mér?“ Ég lirökk við. „Ég get engan dóm kveðið upp í þessu máli,“ var ]>að eina, sem ég gat svarað, og Eva brosti háðslega og hélt áfram: „Nei, þér getið ekki dæmt. En setjum nú svo, að það liefðuð verið þér, sem elskuðuð stúlku, svona stúlku eins og mig. Munduð þér hafa gifst henni, ef þér hefðuð haldið að hún mundi táka yður?“ Ég hristi höfuð- ið og Eva hélt áfram: „Þér vitið heldur ekki núna livað þér munduð hafa gert. Það vissi Hrólfur ekki heldur og hann missti mig fyrir það að hann þorði ekki, hann hik- aði, efaðist um það, sem hann elsk- aði, um stúlkuna sem einu sinni hafði sagt, að hún ætlaði að bíða. Ég beið, beið, en Hrólfur kom ekki. Ást hans var ekki eins mikit og mín, ekki eins rík. Hann tók dom fólksins fyrirfram og með því eyoi- lagði hann það, sém héfði getað komið okkur báðum að' gagni. En þegar ég er dauð ]>á deyr ást hans til mín. Ég vil að liann fái ekkert að vita um að það er hann, sem á sökina á að ég varð sú, sem allir hálda að ég sé.---------- Ég beið lengi, íengi, leit kringum mig eftir manni, sem gæti gefið mér barn, — en fann engan, sem ég hélt að mér gæti þótt vænt um. Og Hrólfur skildi mig ekki. — Einn dag sá ég stóran þýskan bíl koma akandi niður þrönga götu. Þarna voru mörg börn að leika sér, og einn anginn beið bana. Bílstjórinn hefði getað afstýrt þessu, en gerði ekkert til þess. Þá fannst mér eins og barnið mitt liefði verið myrt á ný, og ég afréð að lielga líf mitt ástinni til barnanna. Ég kaus þá leið, sem dæmdi mig, en ég gat ekki annað. Smámsaman komst ég i kynni við þýska liðsforingja, þeir voru fúsir til að gera að kalla allt fyrir mig, — en enginn fékk mig, og heldur ekki neinir norskir. Þjóð- verjarnir bölsótuðust og bölvuðu, en af því að ég gat skemmt þeim á ýms- an annan hátt þá létu þeir mig i friði. Það eru engir menn til, sem er eins auðvelt að stjórna og Þjóð- verjum. Sá sem er myndugastur hann sigrar, sá drembilátasti l’ær valdið, og Þjóðverjarnir eru fúsastir til að lilýða þeim„ sem hefir sterk- asta skipunarraustina. Og mánuðum saman tókst niér að smjúga gegnum nálaraugun. Mér tókst að láta ógæfu- samar barnamæður vita, Iivar eigin- menn þeirra voru niðurkomnir — og ég gat hughreyst konur, sem lágu á sjúkrahúsum og gátu búist við að verða sendar i fangelsi, og stund- um tókst mér að koma því til leiðar að þær fengu frelsi. Ég lieyrði svo margt. Einu sinni á gleðskaparkvöldi var lasburða fangi dreginn neðan úr kjallara og sýndur gestunum. Þetta var kunnur borgari í Osló, nú var liann i tötrum, riðandi á fótunum, skinhoraður og liafði ver- ið kvalinn herfilega. Hann hafði kynnst öllum versu pyntingartækj- unum, en hafði jafnan starað kulda- lega á böðlana. Nú átti að taka hann af lífi morguninn eftir. En hann slapp. Ég gat séð um það. Annað skiftið var komið með konu. Hún var falleg, hún var sýnd á palli og siðast svift öllum klæðum. Þjóð- verjarnir hlógu, og svo fóru þeir að draga um það með spilum, hver ætti að fá hana fyrstur. Ég frétti að þetta væri gift kona og ætti tvö börn — en mér tókst að koma lienni undan líka. —• Ég dansaði heilan klukkutíma til að fá hana lausa, en svo lánaði ég henni föt. Þá fékk Inin að fara. -— í þriðja skiftið höfðu Þjóðverjar náð í unga stúlku. 0, hún var svo ung, svo ung. Þeir höfðu bundið liana á höndunum og gráðugar krumlur tóku á henni. Sex liðsforingjár voru á vakki kringum hana. Ég frétti að það hefði verið lýst til hjónabands með henni í kirkju — en að mannsefnið hennar héfði orðið að flýja. Þegár einn liðsforinginn ætlaði að draga hana mcð sér inn i klefa, fór ég þangað. Stúlkan hló og' grét, hún skildi þetta ekki í fyrstu, en það gerði Þjóðverj- inn. Ég varð að taka ábyrgð á þess- ari „vöruskiptaverslun“, og stúlkan l'ékk að fara heim til sín. Ég varð eftir. „Þjóðverjar héldu að ég gæfi þeim gleðina, en ])ar var dauðinn. Það var ást mín, gleði hefndarinnar, endurgjaldið fyrir lífin tvö, sem þeir tóku frá mér. Engin fórn er of stór þegar liún er til þess gerð að bjarga barni. Ég vissi á liverju kven- fangarnir áttu von —- þegar þær höfðu verið svívirtar voru þær end- ar til fangabúðanna i Þýskalandi, með barnið undir belti — barnið, sem þær höfðu eignast i skelfingu örvæntingarinnar. Það var ekki vegna kvennanna, sem ég gerði þetta heldur vegna barnanna, þvi að hvað varð um þau? Og svo skrif- aði ég hjá mér nöfn Þjóðverjanna, sem höfðu svivirt og myrt okkar eigin þjóð. Hrólfur sá mig oft með ýmsum. Það voru þeir, sem Noregur á að losna við. Eg á öl 1 nöfnin á- samt skýringum í bankahólfinu mínu. Viljið þér taka lykilinn, sem 9 liggur í skúffunni þarna, og af- henda dómstólunum allt l>að, sem er í bankahólfinu?“ Ég tók lykilinn. Gerði ráð fyrir að Eva mundi hahla áfram, en hún lá þegjandi með lokuð augu og ein- kennilegt bros um munninn. Hugur minn fór í gönur, en svo skildi ég loksins. „Þér segið að enginn þess- ara manna fengi yður?“ Húu opnaði augun hægt. „Ein- mitt! Enginn fékk mig — aðeins líkamann. Ástin til barnanna var í sál minni, og sálin er liafin yfir líkamann. Ég er ánægð.“ Svo komu allt i einu veikir drættir í andlitið, brosið stirnaði og lífið yfirgaf dauðaherbergið. Ég hitti Hrólf úti á ganginum, og augu hans störðu spyrjandi. „Það er liðið hjá. Hún var einstök kona, mikil kona. En þeir verða ekki margir, sem dæma hana rétt.“ Ég hafði liugsað mér að afhenda Hrólfi lykilinn að bankahólfinu, en nú sagði hann: „Konan er bundin efninu. En oftast nær ræður hjartað meira en vitið. Líkami Evu var fág- ur. En hún sagðist vilja lil'a. Eg elsk- aði liana einu sinni, en nú, þegar ég veit að hún er dáin, þá finnst mér þetta allt hafa verið eins og martröð. En ég hefi fyrirgefið henni fyrir löngu, kanske liefir hún vei'ið veik, undir niðri — hvað veit ég? En að dæma hana, það vil ég ekki, ])ví að nú er hún ekki framar háð mannanna dómum. Likami liennar verður að mold, og sálin fer þangað sem aðrar góðar sálir fara.“ Ég tók á bankahólfslyklinum i vasa mínum, sleppti honum aftur — hest að láta hann liggja þarna þang- að til rétti tíminn væri kominn. Allt í einu liringdi lcngi i innanhús- símanum og Hrólfur svaraði: „Já, ég veit það. Jarðarförin? Nei, ég get það ekki, ég verð að fara í ferðalag á morgun.“ — Svo hringdi bæjarsiminn. „Gefist upp! Já, ég átti von á því. Nei, ég verð að fara á morgun. Yið fögnum friðnum l>egar hann kemur.“ Hrólfur sneri sér brosandi a'ð mér: „Það er kom- inn friður eftir fáeina klukkutíma eða fáeina daga. Leiðinlegt að við skulum þurfa að fara á morgun.“ Eg stóð hægt upp af stólnum. „Ég held að þú verðir að fara einn. Ur því að friðurinn er kominn þarf ég ýmislegt annað að hugsa en um þennan fund. Þú getur haldið hann án min. Vertu sæll.“ Hrólfur brosti og svo fór ég út. Eg hitti hjúkrunarkonuna á gangin- Framh. á nœstu síðu. 7 ■ spurnmgar 1. Hvaða úr vav fyrst floyið hér á landi? 2. Eftir hvern er kvæðið „Nú er frost á fróni"? Hvað héi Þingvallavatn til forna? rt. Um hvaða efni er Gylfaginning? 5. Hver fann upp talsímann? 6. í hvaða ríki er Caracas höfuðborg? 7. Hvað fer tjósið hratt á sekúndu ? Svör á blaðsíðu 14. Eftir Köhler Syversen

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.