Fálkinn


Fálkinn - 01.02.1946, Page 10

Fálkinn - 01.02.1946, Page 10
10 FÁLKIN N YNG/VU LE/&NbURMIR Strákurinn lék á þursana ÞaS var einu sinni sveit, sem fólkinu var alltaf að fækka í. Það hvarf og enginn vissi hvað af því varð. Stundum fundust mannabein í skóginum. En einu sinni fann veiðimaður för eftir stóra skó í skóginum, og þá skildi hann að þursar höfðu rænt mönnunum. Nú fóru menn hver eftir annan að leita að þursunum. En alltaf þegar sást til þeirra hlupu þeir á burt. í sveitinni átti heima drengur, sem vildi reyna þursaveiðarnar. Honum fannst óhæfa að láta þessi mannrán viðgangast. Og svo fór hann upp í skóginn einn morgun- inn. Þegar hann hafði gengið um stund hitti hann fyrsta þursann. Það var svolítið þursabarn, sem stóð og glápti á hann. Það tók þvi víst ekki að vera hræddur við það, hugsaði stráksi og hélt svo áfram, þvi að hann hélt að þurs- arnir ættu víst heima þarna nærri. Bráðum liitti hann stærri þursa, en þó ekki stærri en svo að hann laumaðist inn í skóginn og faldi sig. En sá næsti var mesti raumur, og kom vaggandi á móti lionum og ætlaði að taka hann. — Þú munt ekki geta sagt mér hvar þursakongurinn á heima? spurði stráksi. — Eg á erindi við hann. — Jú, það get ég, sagði þurs- inn. —- Hvaða erindi var það? — Eg hefi heyrt, að liann hafi ekkert nema mannaket að éta, ves- lingurinn. — Eg gæti nú útvegað honum annað, sem er betra. —- Hvaða matur er það? spurði þursinn forviða. — Eg gæti lofað þér að smakka á honum ef þú vildir segja mér hvar konungurinn og allir hinir þursarnir eiga heima. Hittu mig við stóru furuna á áskambinum i fyrramálið, þá skulum við fara á veiðar saman og ná í þessa steik, sagði strákurinn. Þursinn sagði honum nú, að liann yrði að fara lengra inn i skóginn og hærra uppi fjallið, því að þar ætti þursakonungurinn heima. Og nú hélt strákurinn áfram til að reyna að finna höfuðpaurinn sjálf- an. Þegar liann liafði gengið um stund lieyrði hann mikinn hvin í skóginum. Og nú kom enn stærri þursi vaðandi. Já, liafi ég ekki séð sjálft erkitröllið fyrr, þá hugsa ég að það sé þetta, sagði strákurinn. Því að þetta var ferlegur þursi. — Ert það þú, sem varst að tala við liann bróður minn áðan? — Já, það var ég, sagði strákur- inn. — Viltu gefa mér matinn, sem þú varst að tala um? spurði þurs- inn og varð mýkri í máli, — þá skal ég fylgja þér þangað, sem Iiann faðir minn á heima, því að ég er elsti sonur þursakongsins. En það væri ekki vert að koma of nærri honum, þvi að hann er mannýgur. — Þú getur kallað til lians, sagði strákurinn, og sagt honum að þú vitir af manni, sem á miklu fínni mat en liann fær. Þursaprinsinn lofaði þvi, og svo héldu þeir áfram til æðsta trölls- ins, sem réð yfir öllum öðrum þursum i skóginum. Þegar þeir höfðu gengið óendan- lega lengi í skóginum kom allt i einu dynur fyrir eyrun á þeim og grjótkast úr berginu.. Uppi á tind- inum stóð gífurlega stór þurs og var að skammast. — Þú skalt ekki vera of viss um þig, þó að þú sért elsti sonur minn! öskraði hann. Þetta var þursakongurinn sjálfur. — Hérna er drengur, sem veit um ennþá betri mat en mannaket, æpti sonur hans, en röddin titr- aði þvi að hann var svo hræddur. —' Þann strák skal ég drepa! öskraði kongurinn. Svo varð liann hægari. — Það ket heimta ég! hróp- aði liann. Og fái ég það ekki þá skal ég drepa hann. — Já, pápi, svaraði sonurinn. — En hann segir að við verðum að koma með alla þursana að stóru furunni á ásnum i fyrramálið. Svo eigum við að veiða í matinn og éta saman á eftir, öskraði sonurinn. Morguninn eftir komu allir þurs- arnir að stóru förunni. Þegar sólin kom upp hrópaði strákurinn: — Skjótið þið nú á þennan ost og étið hann, því að hann er miklu betri en mannaket! Þursarnir idupu upp til lianda og fóta og ætluðu að færa sig nær sóiinni, til þess að komast í skot- færi. En hún var elcki eins nærri og þeir héldu. Þeir lilupu og hlupu allan daginn, en ekki komust þeir nær. Og áður en þeir gáðp að sér voru þeir orðnir viltir, og komust aldrei á gömlu stöðvarnar aftur. — .Bara að ég vissi hvaða drullu- sokkur það er, sem hefir skrifað húsbónda minum að ég sé letingi, fyllisvín, fjárhættuspilari og hór- karl? — Svei, svei — mikill ósómi. Þú hlýtur að geta haft upp á hon- um því að þetta er auðsjáanlega maður, sem þekkir þig vel. (V/V<V(V/V/W — Ertu ánægð með nýju vinnu- konuna? — Tæplega eins ánægð og mað- urinn minn. Haustvindurinn lijálpar Adamson. Skrítlur — Það er öllu óliætt með hvolp- inn, umsjónamcAur, hann er alveg nýbúinn að éta sig saddan. — Já, maður verður að athuga þær, — skóflur kaupir maður ekki nema einu sinni á œvinni. — Okkc,r skóflur eru nu ekki þannig. — Þarna stendur þú eins og gtópur og hefir ekki hugmgnd um hvenœr Itcvnses ríkti í Egyptalandi, — hvernig heldurðu eiginlega að þér gangi að hafa þig áfram i tífinu, drengur? /V/V/V/V/V/V Milli lögmanna. — Giftist þú failegu konunni, sem trúði þér fyrir eigum sínum? — Nei, ég slapp með sex mánuði. Hvernig í skollanum á maður nú aftur að segja: Stoppaðul á indversku? Ilún: — Já, já. Eg veit að ég liefi allskonar galla! Hann: — Já, það hefirðu. Hún: — Nú-ú. Hvaða galla ætti ég svo sem að hafa?

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.