Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1946, Blaðsíða 3

Fálkinn - 15.03.1946, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSpren/ SKRADDARAÞANKAR Um þessar mundir eru íslending- ar að framkvæma stórfeldustu fram- faraáætlun, sem nokkurntíma hefir verið gerð á þessu landi. Það er verið að festa nokkur liundruð miljónir i framleiðslutækjum, til þess að gera þjóðina færa um að reka atvinnuvegi sýna á grundvelli hinnar fullkomnustu tækni, og auka framleiðsluna að stórum mun. Og þó að íslenska krónan sé nú sorg- lega fallin í verði, ekki síst innan- lands, þá eru hinar raunverulegu upphæðir, sem verið er að verja til nýsköpunar í atvinnumálum, svo stórkóstlegar, að þess munu fá dæmi eða engin, að nokkur þjóð hafi nokkurntíma varið jafn miklu fé á mann til slíkra framkvæmda. íslendingar eiga að fá betri skip og meiri flota en þeir hafa nokkurn- tíma áður átt, og svo mikið af kaup- förum, að þeir geti annað flutn- ingum sínum að miklu leyti sjálf- ir. Þeir eiga að fá nægar vélar til þess að geta rekið landbúnað sinn og iðnað með nýjustu aðferðum, sem notaðar eru i heiminum. Og þeir eiga að fá afl til véla og orku til ljósa um öll liin þéttbyggðari svæði landsins. Þegar þetta er fengið fyrir fé það, sem þjóðinni safnaðist meðan flestum öðrum blæddi, ætti hún að standa betur að vígi i baráttunni fyrir lífinu en hún hefir nokkurn- tima áður gert, og betur en flest- ar aðrar þjóðir heimsins gera nú. íslendingar liafa efnalega staðið langt að baki öðrum þjóðum, en þeir ættu að hafa færst nær þeim og standa nú jafnfætis eða framar þeim sumum. Og meðan þorsk og síld þrýtur ekki á miðunum, er þjóðinni vorkunnarlaust að lifa. Til þess þarf ekki annað en að þjóðin geri skyldu sína. Ilún má ekki halda, að hún geti lifað i vellystingum. Hún verður að starfa og verður að kunna sér hóf í kröfunum til lífsþægindanna. Ann- ars fer henni eins og drengnum, sem keypti budduna fyrir aleigu sina,, til þess að geyma i aleigu sína. Nýju tækin eru ekki svo sjálf- virk, að ekkert þurfi að liafa fyrir lífinu þó þeirra njóti við. En þau eiga að vera sú lyftistöng, sem beinir þjóðinni inn á nokkurnveg- inn trygga braut efnalegrar vel- sældar. Þessvegna er hugsjón ný- skipuninnar til sóma ráðandi mönn- um nýstofnaðs ríkis. Vorubilastoðin Þróttur i nýjum húsakpnum Vörubílastöðin Þróttur hefir nú flutt bækistöð sína úr miðbænum inn á Skúlagötu á horn Rauðarár- stígs. Undanfarna mánuði hefir ver- ið unnið að smíði allstórrar bygg- ingar á þessum stað og lauk henni nú fyrir skömmu. Byggingin er eign vörubílstjórafélagsins Þróttar, sam- eign allra vörubílstjóra. Hún var tekin í notkun síðastliðinn laugar- dag. Það er ekkert vafamál að þessi ráðstöfun mun verða til bóta fyrir umferðina i miðbænum, en hún varð oft fyrir allmiklum truflun- um af því að fyrra stöðvarpláss Þróttur var á mjög óhentugum stað. Hinsvegar veldur það nokkr- um óþægindum fyrir vörubílstjóra, að liin nýja stöð skuli vera svona langt frá aðal vinnustað þeirra, höfninni, en ekki geta þessir ann- markar talist stórvægilegir. Hið nýja hús er 160 fermetrar að stærð, byggt úr vikurholsteini. Aðalsalurinn er 105 fermetrar. Er liann mjög vistlegur, enda ætlaður til daglegrar notkunar, sem dvalar- staður bílstjóranna meðan þeir eru ekki að vinnu sinni. En auk þess er gert ráð fyrir að salur -þessi verði vettvangur allrar félagsstarf- seminnar. Þar verða haldnir fræðslu- og skemmtifundir, spilakvöld og jafnvel kvikmyndásýningar, ef hægt verður að koma því við. Afgreiðslu- herbergið er einnig mjög rúmgott og hentugt að fyrirkomulagi. Sama er að segja um skrifstofuherbérgin tvö. Kjallari er undir nokkrum hluta liússins; þar er miðstoð og geymsla, en væntanlega verður þar einnig komið fyrir steypuböðum innan skamms. Húsið kostaði um það bil 140 þúsund krónur. Sig- urður Halldórsson gerði teikningu að því. Pétur Guðfinnsson, gjahl- keri Þróttar, liafði daglega umsjón með byggingunni. Vörubílstjórafélagið Þróttur er fyrsta verkalýðsfélagið í Reykjavik, sem byggir undir rekstur sinn. Það er ástæða til að fagna þessum fram- kvæmdum. Þær eru gleðilegur vott- ur um vaxandi gengi hins íslenska verkalýðs. Skozhur þjálfari hjð Fram Knattspyrnufélögin búa sig nú af mesta kappi undir knattspyrnu- mótin sem framundan eru í vor og sumar. Nýlega var þess getið hér í blaðinu, að Valur hefði aftur fengið gamla þjálfarann sinn, Murdo MacDougall, en annar skoskur knatt- spyrnuþjálfari er nú kominn liing- að og heitir sá J. MacCrea. Það eru Frammarar, sem hafa ráðið hann til sín og mun hann að lík- indum kenna hér knattspyrnu á þeirra vegum um eins árs skeið. Mac Crea er gamall í hettunni, livað knattspyrnuna snertir. Fyrr á árum lék hann lengi með ýmsum frægustu knattspyrnufélögum Breta, svo sem Glasgow Rangers, Manch- ester United og West Harru, En á síðari árum liefir liann farið viða um lönd sem knattspyrnuþjálfari. Meðal annars dvaldi hann lengi í Egyptalandi og átli liann mestan þátt i að búa landslið Egypta undir Olympíuleikana 1936. í Ástralíu eru enn, eins og fyrir 80 árum, þrjár mismunandi sporbreiddir á járnbrautunum, og kostar þetta ó- hagræði landið margar miljónir króna á ári hverju. Jafnvel á svo fjölfarinni leið, sem milli Melbourne og Sidney, verða farþegarnir að skifta um lest á leiðinni, vegna þess að sporbreiddin er ekki sú sama, og vörur allar verður að af- ferma og ferma á ný. .7. MacCrea. Það er ánægjulegt að íslenzkir knattspyrnumenn skuli fá að njóta tilsagnar jafn hæfra manna og Murdo Mac Dougalls og J. Mac Crea. Þeir eru báðir vel metnir þjálfar- ar, jafnvel í heimalandi sínu, Skot- landi, og er j/á óhætt að fullyrða, að íslenskir knattspyrnumenn geta mikið af þeim lært. Tarascenar heitir Indíánakynflokkur í Mexico, og eru þeir duglegustu bogmenn í heimi. Þeir geta skotið hveitikorn i tvennt með örvum sínum, á tíu metra færi. — fioglistin hefir á undanförnum árum gengið i end- urnýjungu lífdaga, og bogmanna- félög risið upp bæði í Englandi og Ameríku. $$$$$ Jón Hajliöason, fulltrúi hjá Timb- urversl. Völundur h/f. varð 55 ára 8. þ. m. Þolinmæði. Listmálari einn í Connecticut tók að sér að lita með réttum litum 100.000 teikningar af fuglum og trjám í Norður-Ameríku. Verkið tók liann 43 ór. Hagsýni. Frumþjóðirnar hafa þann sið að bera byrðar sinar á höfðinu, en ekki í höndunum, eins og flestir hvítir menn. Innfæddir menn í hollensku Guyana í Suður-Afríku hafa svo milda óbeit á að nota hcndurnar, að jafnvel ]>egar þeir eru sendir með bréf bera þeir það á höfðinu! En þó leggja þeir múr- stein ofan á það, svo að það fjúki ekki.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.