Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1946, Blaðsíða 5

Fálkinn - 15.03.1946, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 gólfi eins og forðum á Norð- urlöndum. Undir þessum hús- um eru oft grafreitir. 1 Biblí- unni er oft sagt frá tilsvarandi greftrunarsiðum, svo sem það er segir um Samúel spámann, að hann hafi verið grafinn und- ir liúsi sínu. Á Bronsöldinni koma fram liin fyrstu merki listar: litlar fuglamyndir úr leir, myndir af nöktum konum með allskonar slcartgripi, eyrnahringi og þess- liáttar. Þetta niunu vera myndir af gyðjunni Astarte, sem tignuð var um öll austurlönd sem gyðja frjóseminnar, og sem var einskonar fyrirrennari grísku gyðjunnar Afrodite. Merkileg athugun var gerð við rannsókn á beinum úr dýr- um frá þessum tírna. Það kom sem sé fram að þarna fundust hnútur úr liestum. Áður liafði verið lalið, að hesturinn liefði ekki komið til Vestur-Asíu fyrr en 1000 - 2000 árum f. Kr., en þarna sannaðist að hann hefir lifað þarna þúsund árum fyrr. Nokjkru síðar koma fram myndir af stríðsvögnum með ökumanni. Þeir voru skæðasta vopn forn- aldarinnar og áttu sinn þátt í því, að Hittítarnir gátu lagl undir sig Vestur-Asíu. En Bronsöld Hama hófst ekki fyrr en um það bil 1200 árum fyrir Krist. Og þá er farið að geta nafnsins í riti. Um þær mundir var járnöldin lcomin í Vestur-Asíu (á Norðurlöndum var þá steinöld). Biblían getur um Toi kon- ung í Hama, sem sendi Davið konungi heillaóskir, þegar liann liafði unnið sigur á sameigin- legum óvinum þeirra. Svo að Hama hefir verið ríki, sem reiknað var með í þá daga. Er bæjarins víðar getið í Biblí- unni, svo sem síðar segir frá. Iláborgin i Hama var mið- depillinn í ríki Ilamakonungs. Hún stendur austan í hæðinni og er 160x100 metrar að grunn- fleti. Ganga breið þrep neðan úr bænum upp að háborgarhlið- inu, en þar er torg eitt, og ljóns- myndir úr graníti á báðar lilið- ar. Torg þetta befir verið und- ir þaki. Innanvert á torginu, eða forgarðinum eru einnig tvö steinljón sitt hvoru megin við dyrnar inn í sjálfa höllina, en þar eru móttökusalir, birgða- klefar og þvi um líkt. Allt þetta er til vinstri handar þegar inn er gengið, en til liægri liandar er musteri. Það merkilegasta, sem þarna fannst, eru áður- nefnd steinljón, sem stóðu fyrir framan sjálfa höllina. Hefir verið gert við annað þeirra, og stendur það nú í garðinum fyr- ir framan danska þjóðmenja- safnið. En þessi forna lconungshöll var i slæmu ástandi. Var sjá- anlegt að liún hafði brunnið. Þarna fundust leifar af ýmsum trjáskurði, eins og viðarkol, og jafnvel leirinn hafði sprungið í hitanum og ljónin voru líka i molum, svo að það varð að líma þau saman. Þarna hlýtur eldur að hafa komið upp skyndilega. Þó má sjá þess merki, að „skjalasafni“ konungs hefir verið bjargað burt að meslu lejdi. Óvinir hafa heim- sótt Hama og framið þar her- virki. En hver hefir byggt þessa höll, og hver var óvinurinn, Sem brenndi liana? Það er liægt að svara þessu nokkurnveginn, þó að vafi leiki á um fyrri spurninguna. Höllin og musterið svara að stíl og fyrirkomulagi til þess blandaða byggingastíls, sem reis upp af slíl Hittíta og Sýr- lendinga, og kalla má „syro- hiltítastíl“. Það var af Hittítum, sem Abraham kejqiti sér graf- reit við helli Macpela, svo sem sagt er frá í 1. Mósebók, og fór sú verslun fram með sama sniði og gerist í Sýrlandi í dag. Eins og sjá má af Gamla-testa- mentinu liefir land Ilittíta náð yfir Sýrland líka í þá daga, en kjarninn í ríki þeirra var alltaf i Litlu-Asíu, þaðan ruddust þeir inn í Sýrland og reyndu að ná landinu frá „hinum rétta“ eiganda þess. Má m. a. sjá þetta af hinu fræga Tell- el-Amarna-bréfi frá Egypta- landi, þar sem stendur, að Hitt- ítarnir fari með ófrið á hend- ur faraónum Ekenaton. Um 1400 f. Kr. stóðu þeir á hátindi frægðar sinnar, en um tveim öldum siðar kom hefndin yfir þá. Þá fór flóðalda mikil yfir Litlu-Asíu. Egyptum tólcst með naumindum að standa á móti. Sjóorusta var háð við þennan innrásarher að norðan, og var Ramses lll. fyrir liði Egypta. Innrásinni var hrundið frá Egyptalandi, en eftirlegukindur úr hernum settust að um alla Vestur-Asiu. Nýir þjóðflokkar mynduðust, en aðrir liurfu; meðal hinna nýju voru Filiste- ar, sem Biblian talar svo mikið um. Og samtímis komu Arm- mear og Israelitar inn í Pales- tínu og Sýrland sunnan að. Eigi vitum við liver þessara þjóða hefir sest að í Hama, en það er sennilegt, að menningárleifar, sem fundist liafa i Hama séu frá þeim öllum. Hinu er auðveldara að svara, hver sigvegarinn hafi verið. Um það gefur Biblían upplýsing- ar. — A 8. öld f. Kr. ruddust Assyríukonungarnir Tiglatiles- er og Sargon vestur til Libanon, lögðu undir sig Damaskus og Samaríu, gerðu ísraelsland að nýlendu og hertóku íbúana og fluttu þá til Babylon. Það er atburðurinn, sem spáð hafði verið um, og sem um var kveð- ið „I Babylon við vötnin ströng“. Um 740 var Hama tekin lier- skildi af Assyriumönnum og konungurinn í borginni varð að gjalda sigurvegurunum skatt. Eftir liann kom kjarkmeiri konungur til valda; liann neit- aði að borga skattinn, gerði samband við konungana i Dain- askus og ísrael og gerði upp- reisn. En Sargon Assyríukon- ungur kom á vettvang eins og elding. Hann tók Hama árið 720. íbúarnir voru fluttir burt í þrældóm, en Assyríumenn settir i borgina í staðinn. Kon- ungurinn i Hama var tekinn höndum og fleginn lifandi. At- hurður þessi er myndaður mjög greinilega á lágmynd, sem enn er til í höll Sargons í Khorsa- bad. Endurómur af þessum bar- dögum kemur fram í Biblíunni, i orðum Amosar spámanns, þar sem hann ógnar Israelsbörnum „sem sofa í fílabeinssængum og drekka vín úr skálum“, með því að þau verði hernumin og bendir á hvernig farið liafi i Hama: „Farið til liinnar miklu Hama og gangið filisteanum Gath á vald! Yerðið þið sælli þá?“ Þannig urðu örlög Hamaborg- aranna táknmynd þeirrar refs- ingar, sem ganga skyldi yfir ísrael á þeim degi, sem spá- maðurinn segir: „Þegar söngv- arnir i höllinni urðu að veini“. En þarna í Hama hafa fundist leifar, sem gefa glögga hug- mynd um lifnaðarhættina og aldarháttinn á þeim tímum, sem þessár frásagnir Biblíunnar ger- ast. Iláborgin í Hama er mynd af þeim höllum, sem konungar Biblíunnar lifðu í — Jerúsalem, Samaría og Jerikó. Alls ekki i- burðarmiklar eins og þær eru látnar vera stundum í kvik- myndunum, heldur miðaðar við getu manna á þeim tíma, en þó hefir almúganum fund- ist mikið til um þær. En sögu borgarinnar lauk ekki með þessu hernámi Assyr- íumanna 720 f. Kr. Á næstu öldum fyrir Krists burð hefst nýtt blómaskeið. Þá er borgin komin undir menningaráhrif Grikkja. Alexander mikli hafði langt undir sig Vestur-Asíu og eftirmenn hans voru dugandi stjórnendur. Hinsvegar eru þá liorfnar allar leifar hinnar fornu frægðar, og Hama orðin sveitaborg með líku sniði og aðrir bæir þar um slóðir. En eftir að Arabar lögðu þessi lönd undir sig og beygðu fólkið undir trúarbrögð Múha- meðs blómgaðist bærinn á ný. Við uppgröftinn liafa fundist merkilegar menjar frá þeim tíma — þrettándu og fjórtándu öld. Þá hefir listiðnaður verið á háu stigi í Hama, brendir leir- munir og gler, sem fundist hefir við uppgröft Carlsbergsjóðsins er svo haganlega gert og list- rænt, að nútíma listiðnaður gæti margt af honum lært. Þarna hefir líka fundist innfluttur list- iðnaður, bæði frá Persíu og alla leið austan frá Kína. Þess- ir munir eru nú til sýnis á þjóðmenjasafninu í K.höfn; samkvæmt samningi, sem leið- angurinn gerði við sýrlensku stjórnina, skyldi helmingur all- ra þeirra muna sem fyndust ganga til þessa safns. Spurningunni um hvort þess- ar fornleifar staðfesti frásögn Biblíunnar er erfitt að svara. Þegar maður hefir t. d. fyrir sér leirflögur, sem lýsa synda- flóðinu, munu sumir draga þá ályktun af þessu, að hið marg- umtalaða syndaflóð Biblíunnar sé sannsögulegur viðburður. En aðrir draga þá ályktun, að þetta sé þjóðsaga, komin austan frá Babylon. Hver dregur þá álykt- un, sem honum þykir best, og þær verða margar. En eitt er hægt að segja með vissu: að ýmislegt sem í Biblí- unni stendur verður ljósara, þegar þessar leirflögur frá Hama liafa verið lesnar. Mað- ur kynnist nefnilega daglega lifinu á þeim tírna, sem Bibli- an segir frá og fær svo margvís- legar skýringar. Þegar Jesús t. d. stendur frammi fyrir læri- sveinunum og segir: „Friður sé með yður!“ þá er ekkert liá- tíðlegt í þeim orðum. Þetta var venjulegt ávarp manna á þeim timum, eldgömul austurlanda- kveðja, sem menn þekkja svo vel úr ferðabókum og enn er notuð meðal Araba: „Salam aleikum“.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.