Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1946, Blaðsíða 6

Fálkinn - 28.06.1946, Blaðsíða 6
G P Á L K I N N - LITLA SAGAN - Njósnarinn Martha Maddox stóð og liorfði út um gluggann á herberginu þeirra á gistihúsinu. Hún sá yfir hinn fagra Copacabanafjörð. Rio de Janeiro var nákvæmlega eins .og Mike hafði sagt henni. Þetta var dásamlcgt! sagði hún hugsandi. Maðurinn liennar leit upp úr dag- blöðunum síniun, sem lágu dreifð yfir allt borðið. — Eg er viss um að þér kemur til með að þykja skemmtilegt hérna, ef þú finnur þér einliverja dægra- dvöl. Eg fer nærri um hvernig þér muni finnast það, eftir öll árin í París og fá loksins að iifa i ró og næði i litla húsinu í Connecticut, og neyðast svo til að flytja í land, sem þú hefir aldrei komið í áður. Það gerir ekkert til, Mike. Hún hló og glampinn í augum hennar sannfærði hann um, að hún meinti það sem hún sagði. — Þegar þeir fólu þér þetta starf þá vildi ég auð- vitað fara ineð þér. Eg skal áreið- anlega finna mér eitthvað til að hafa fyrir stafni. Það var verst að ég skyldi elcki læra spönsku ]iessi ár sem við vorum í París. — Vertu ekki að gera þér rellu út af því, elskan mín. Það eru svo margir hérna, sem tala frönsku. Eg liefi þegar hitt marga, sem ég er viss um að þú fellir þig vel við. Annars gleymdi ég að segja þér, að Amado Barahana hefir kokktailboð fyrir þig á morgun. Ilann er víst starfsmað- ur í leyniþjónustunni og sendur i sérstökum erindum, eins og ég. Martlia varð undr eins hrifin af Amado Baraliana. Hann talaði ágæta ensku og liafði ljómandi fallega ibúð skammt frá gistihúsinu, með útsýn yfir liöfnina. — Mér þykir vænt um að fá að kynnast yður, sagði liann. — Mað- urinn yðar og ég höfum svo margt að tala saman. — Mike hefir sagt mér hvílíkur afbragðs maður þér séuð, sagði Martha. — Þvi miður er ég ekki eins duglegur eins og ég óska að ég væri. Hér í landinu flóir allt af nazistum. —■ Heima hjá okkur hefir örygg- isþjónustan taumhald á þeim, svar- aði Martha. — Þegar ég fæ jafn duglega ör- yggisþjónustu vona ég að mér verði betur ágengt, sagði Amado. — Hér í landinu eru margir Norður-Amer- íkumenn. Annars hefir Mike sagt mér að þér talið frönsku, og þá megið þér til með að hitta menn de Gaulles, sem hér eru. Aðalmaður- inn lieitir Rigaud de Robielle. Rigaud de Robielle! tók Martha upp aftur. Það var skrítið. — Eg þekkti þá fjölskyldu þegar ég var í París. — Við skulum fara og tala við hann, sagði Amado og tók undir arminn á henni. — Að þvi er ég hefi heyrt skildi hann við Frakkland á mjög dramatískan hátt. Hann virð- ist nokkuð stúrinn, en..... Amado kynnti henni langan, dökk- hærðan mann, sem steig fram og kyssti hana á höndina. Amado fór frá þeim og Martha settist í sóf- ann. — Nafn yðar vekur upp endur- minningar hjá mér, sagði hún. — Eg þekki de Robielle, síðan ég átti heima í París fyrir mörgum árum. Maðurinn skotraði til hennar aug- unum. — Jæja, er það? sagði hann. — René, Pierre og. . . . þér eruð kanske elsti bróðirinn? Eg man að hann var sendisveitarstarfsmaður. — Þekktuð þér alla bræður mína? spurði hann á góðri ensku. — Eg held það. En ég man ekki til að við höfum hitst áður. Pierre var á likum aldri og ég. Við vorum bara krakkar þá, en ég man hvernig við lékum okkur saman. — Hún fór nú að tala frönsku. — Heyrið ]>ér — eru þau........? — Eg hefi ekkert af þeim frétt siðan ég fór frá Paris, sagði liann raunalega. — Og móðir yðar? spurði hún gætilega. — Að því er ég best veit, er lnin ennþá í P.arís, og líður líklega mjög illa. Svona er lífið því niiður, ma- dame, gag'ði hann. — En ég liefi frið hérna og ef til vill get ég eitthvað hjálpað ættjörðinni. — Það gerið þér áreiðanlega, sagði Martha og stóð upp. Það var gaman að hitta yður, en nú verð ég því miður að fara. Lítið þér ein- hverntíma heim til okkar og fáið yður kokkteil. Eg skal tala við Bara- liana og fá liann til að koma með yður. Hann hneigði sig. - Mér er ánægja að því, madame. Kvöldið eftir kom Barahana til Maddox. Hann lineigði sig djúpt fyr- ir Mörthu. — Þið Norðuramerikumenn vinn- ið fljótt, sagði liann. — Þér hafið alveg rétt fyrir yður. Eg skil hara ekki hve fljótt þér uppgötvuðuð þetta. Hann er ekki Frakki, lieldur þýskur liðsforingi, Oberlautenant von Kirschel. Hann var sendur liing- að til að starfa í 5. herdeildinni. Við, Iiöfum fengið sannanir fyrir ]>ví að liann er njósnári, og náð i skrá yfir agentana hans. Hann hefir ver- ið dugiegur. Hann liafði búið hjá fjölskyldu scm hét de Robielle í missiri, og þar fékk hann það, sem hann þurfti til að ieika hlutverk sitt sem de Robielle. En það fólk er í fangelsi i Þýskalandi. En það var samt nafnið, sem kom upp um hann. Robielle-fólkið hafði átt heima á Paris alla sína æfi en maðurinn talaði ekki Parísar- frönsku. Hann talaði Elsass-mál- lýsku. GESTIRNIIt TRAKTERA. — Fjöldi norskra heimila býður ameríkönsk- um setuliðsmönnum heim til sín, þó að lítið sé uppá að bjóða. En hæstráðandi setuliðsins, 0. Summ- ers, hefir auglýst að þeir sem vilja gera heimsókn hjá norsku fólki megi hafa með sér matarböggul frá hern- um. í honum er ket, smér, ávextir og sælgæti. Vanderberg — Maðurinn bak við tjöldin — Siðustu tuttugu árin hefir oft heyrst talað um Vanderberg, amer- ískan stjórnmálamann, sem ráði miklu bak við tjöldin. Nú er farið að bera meira á honum, og ræður hans i öldungaráðinu oft raktar í blöðunum. Hann er leiðandi mað- ur í flokki republikana og' var Roosevelt oft þungur í skauti. Við tvær síðustu forsetakosningarnar kom til orða að liann yrði boðinn fram. Hann er kumpánlegur karl, ekta Amerikani þó að nafnið beri því vitni að hann sé af hollenskum uppruna. Er hann kominn af Holl- endingum i báðar ættir, og móður- faðir hans sat á þinginu 18G0, sem tilnefndi Lincoln forsetaefni. Senator Arthur Henrick Vander- berg er fulltrúi Michiganríkis i þinginu og á langan stjórnmála- feril að baki. Hann var kosinn i öldungaráðið 1928 með liærri meiri- hluta en nokkur frambjóðandi i Michigan liefir nokkurntíma fengið og síðan verið endurkosinn tvis- var. Roosevelt viðurkenndi liæfileika Vanderbergs i alþjóðlegum stjórn- máluni þegar hann tilnefndi liann sem fulltrúa á ráðstefnunni í San Francisco í fyrra. Utnefningin kom fáeinum vikum eftir að Vanderberg hafði lialdið slranga ræðu i öld- ungaráðinu og krafðist algerðrar afvopnunar Japana og Þýskaiands. Vanderberg er fæddur í Grand Rapids í Michigan 22. mars 1884. Þegar kreppan mikla gekk yfir Ameríku missti faðir hans aleigu sína. Arthur var þá 9 ára gamall og varð að fara að vinna fyrir sér, með ]>ví að selja blöð og bursta skó. Fjölskyldan rétti fljótt við aftur og Arthur fékk tækifæri til að stunda nám áfram og varð skrifari við verksmiðju eina en fékk svo undirtyllustöðu við Grand Rapids Herald fyrir sex dollara kaup á viku. Árið 1901 fór hann að finna til þess að liann væri ekki nógu menntaður og fór nú að nema lögfræði við háskólan í Michi- gan en varð að hætta því vegna veikinda. Hann fór þá aftur að vinna hjá blaðinu og varð loksins aðalritstjóri ]>ess. Nokkru siðar varð liann ritstjóri hins kunna tímarits „Colliers Magazin“. í því starfi dróst hann inn i stjórnmálin. Þegar Woodbridge Ferris öldungardeildar- maður dó, 1928, var Vanderberg kosinn í hans stað. Vanderberg hefir gefið út þrjár stórar æfisögur, þar á meðal Alex- anders Hamilton, sem var nákominn vinur og ráðunautur George Wash- ingtons. Þó að honum tækist ekki íið ná embættisprófi hefir hanri fengið ýms lærdómsstig, og er m. a. heiðursdoktor ýmissa háskóla. I þinginu er liann i ýmsum virðing- arstöðum, einkum á utanríkismála- sviðinu. Og þó að hann komi oft fram og haldi eftirtektarverðar ræð- ur, er talið að hann megi sín meira bak við tjöldin, svo sem í liinum mörgu nefndum, sem hann situr i. Það er á allra vitund, að hann hugsar sér að verða forseti Banda- ríkjanna ef það á einhverntíma fyr- ir republikanaflokknum að liggja að komast i meirihluta aftur, og möguleikarnir á þessu hafa vitan- lega ekki rýrnað við það að Roose- velt féll frá. Undir öllum kringumstæðum er hann einn þeirra, sem fremst standa í stjórnmálum Bandaríkjanna núna, og á San Franciscoráðstefiiunni kvað mikið að honum. KAMPAVÍN eru Frakkar farnir að flytja út aftur, í fyrsta skifti síðan 1940, frá hinum frægu birgðastöðv- um í Rheims. Fyrstu sendingarnar voru mörg þúsund flöskur sem Þjóð- verjar höfðu tekið frá handa sér, og voru þær sendar til frönsku ný- lendnanna. Þakkið stjörnunum þessar dásam- legu fegurðarfréttir. Hér fáið þér fegurðar-vernd sam- kvæmt Hollywood-tísku fyrir yðar eigið hörund: Hin dásamlega, rjómahvíta, LUX-sápa til að halda húð yðar mýkri og bjartari en þér liafið nokkru sinni áður átt að venjast. Hvorki meira né minna en 9 af hverjum 10 filmstjörn- um, og raunar fagrar konur um víða veröld, fela það alveg gæðum LUX^sáp- unnar að halda hörundinu satinsléttu og silkimjúku. Gerið LUX-handsápuna að daglegu snyrtimeðali yðar. L. cru la»nurK«a- ,v, spadeaa «'‘'5 hand^'aPuna LUX HANDSÁPA Ginger Rogers (Para- mount-stjarna) er ein af 9 hverra 10 filmstjarna sem nota Lux liandsápu til að halda hörundinu hrcinu og mjúku. Ennþá sömu afbragðs gæðin, en vegna núverandi sparnaðarfyrir- mæla er hún eklci i sínum venjulegu fallegu umbúðum. X-LTS 670/2-814 Á LEVER PRODUCT

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.