Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1946, Blaðsíða 15

Fálkinn - 28.06.1946, Blaðsíða 15
FÁLKINN 15 Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar Skúlatúni 6. Sími 5753. FRAMKVÆMER: SMlÐUM: Hverskonar viðgerðir á Dieselmótorum og Benzínmóto-rum. Bobbinga úr járni fyrir mótorbáta. Elnnftremur gróðurhús úr járni, mjög hentug við samsetningu. Rafkatla til upphitunar á íbúðarhúsum. Rafgufukatla. SOdarflökunarvélar o. m. fl. Vjelaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar Sími 5753. Framhald af bls. 3. annari stúlkunni að ná hendi hans, en hin stúlkan greip í axlir hans um leið. Frú Ásdís gœtti þess að báturinn héldi jafnvægi meðan stúlkurnar drógu manninn inn. — Stefán Þorvarðarson var alveg með- vitundarlaus er liann bjargaðist. Litla stund var beðið á staðnum til að svipast um eftir hinum mann- inum, en ekkert sást af lionum. Óttuðust þær líka að Stefán myndi deyja ef hann fengi ekki strax að- hiynningu og var því róið lifróður í land. Féklc Stefán meðvitund á leiðinni. Mun Stefán hafa verið búinn að gera tilraun til að kafa eftir Skafta rétt áður en hann náð- ist. Um leið og komið var í land komu menn frá Valhöll þangað, réru þeir strax út á slysstaðinn og voru þar um stund, en árangurslaust. Farið var með Stefán heim í sumar- bústaðinn og var hann háttaður niður í rúm og gefið heitt að drekka. Iíom læknir síðan mjög fljótt og mun liann hafa verið rúma hálfa klukkustund frá Reykjavik, var það Árni Pétursson. Hresstist Stefán mjög fljótlega. Ólafur Thors, forsætisráðherra, sem var í sumarbústað sínum er þetta gcrðist, brá strax við, er honum barst fregnin um slysfar- irnar, réri út að slysstaðnum, en er þangað kom höfðu stúlkurnar bjargað Stefáni. Allar konurnar, sem nefndar hafa verið, sýndu frábært snarræði við NINON Samkuæmis- □ g kuöldkjólar. Eítirmiðdagskjólar Peysur og pils UaítEPaði'p silkisloppap □g suefnjakkap Mikið Iitaúrual 5ent gegn póstkpöfu um alit iand. — Bankastræti 7 þessa björgun og má fullyrða að engu hefði mátt muna svo að Stefán færist ekki einnig. — Frú Ásdís hefir alltaf verið hálf hrædd við vatnið, en að þessu sinni fann hún ekki til hræðslu. „Það var enginn tími til að hugsa um það“, segir hún. Þrjár nýjar bækur 1. Lokuð sund. Ferðasögur nokkurra íslendinga frá Þýskalandi. Dr. Matthías Jónasson safnaði og bjó til prentunar. í bókinni eru átta sagn- ir, og þar lýsl liinum ótrúlegu örðugleikum, er landar okkar áttu við að stríða, er þeir reyndu að brjótast heim að loknum ófriði. Fyrirsagnir kaflanna eru þessar: Straumrót, eftir Matthí- as Jónasson. — Flugsandur (Næturstaðir, Þrir dagar i Rostock Veikindi, Sveitasæla, Flóttafólk, Brottförin, Á leiðarenda), eftir Gabriele Jónasson. — Brotnar eru borgirnar, eftir M. J. — Hver er náungi minn? (Kjallarasamkvæmi, Einkennilegt næturlíf, Öngþveiti, Grænir samferðamenn, í hringiðu flóltans), eftir Matth. Jónasson. —Á flótta, M. J. ritaði eftir frásögn R. W. — Þegar Hamborg brann, eftir Máriu Henekeil. — Kynleg brúð- kaupsferð, eftir J. F. -—■ Ferðasaga Ingimundar Steinssonar (Rúss- arnir koma, Á pramma yfir Eystrasalt, Landtakan, Ingimundur l'er aftur til Þýskalands, Frá Flensborg til Kaupmannahafnar). Frásögu þessa ritaði dr. Matth. Jónasson eftir Ingimundi sjálfum. Dr. Mattli. Jónasson segir svo frá því, hvernig bók þessi varð til: „Sólheiða daga og sumarbjartar nætur var margt skrafað á Esju, á leiðinni frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur, 1.—8. júli. Vinir hittust þar og frændur, sem ekki liöfðu sést mörg ár, og liver liafði sína sögu að segja. Með látlausum orðum sögðu menn frá ferðalögum og örlagaríkum viðburðum, hættum og ótta, djörfung, þrautseigju og hamingjusömum endalyktum. Og við vor- um á leið lieim, i ríki hinna hjörtu nátta — heim til íslands. Var okkur ekki best að breiða blæju þagnarinnar yfir allt það, sem við höfðum orðið sjónarvottar að á hinum skuggalegu nótt- um Mið-Evrópu? Var ekki skynsamlegast að grafa það í gröf reg- iudjúprar gleymsku? En björt sumarnóttin lýsti inn í hugskot okkar, og jökulsvöl tign heimskauta himinsins seiddi fram hina trylltu og blóðheitu andstöðu sína frá suðrinu. Við gátum ekki þurrkað burt þær myndir, sem höfðu grópað sig inn í vitund okkar. Þess vegna varð okkur skrafdrjúgt .... Það var við að hlusta á þessar frásagnir, að fyrst vaknaði hjá mér sú hugmynd, að þær' ættu crindi til fleiri manna en þarna heyrðu þær“. Þessi bók mun verða mikið lesin. Hún er spennandi eins og skáldsaga og lýsir þó einum ömurlegasta kaflanum í æfi þjóða og einstaklinga. 2. Lilli í sumarlsyfi, eftir Þórunni Magnúsdóttur. Lilli er tveggja ára snáði, sem á heima í Reykjavik. Hann er liár eftir aldri, grannur og fagurlimaður með slétt, glóbjart hár, blá augu og bústnar kinnar. Hann bjástrar allan daginn, starfar og leikur sér, af því að liann er heilbrigður og vinnuþráin er vöknuð í sál lians ... Mamma strýkur upp ljósa ennislokk- inn, kyssir bjarta, breiða ennið og býður Lilla sínum góta nótt. „Sofðu ljúfa sólskinsbarnið mitt, svifðu inn í draumalandið þitt“ Mörg konan mun lesa þessa bók fyrir börnin sín, og bæði móð- ir og barn liafa af því mikla ánægju. 3. Ljóðheimar, eftir Einar Marlcan. Flesir íslendingar þekkja söngvarann Einar Markan. Hér gefst mönnum tækifæri til að sjá hann i nýju ljósi. Þetta er önnur ljóðabók Markans, röskar 100 blaðsiður að stærð. Þeir sem safna Ijóðabókum, mega ekki gleyma þessari. Fyrri bók hans er uppseld. Bókaverzlun ísafoldar *♦♦♦♦< Rafvélaverkstæði Hafldórs Ólafssonar Njálsgötu 112 — Sími ;4775 Framkvæmir: Allar viðgerðir á rafmagns- vélum og tækjum. Rafmagnslagnir í verksm. og hús.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.