Fálkinn


Fálkinn - 05.07.1946, Blaðsíða 5

Fálkinn - 05.07.1946, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Jasnaja Poljana, óðahetur Tolstoys, skammt frá Tula. af ritverkum, eða skálpskaparrit- um Tolstoys. Skömmu eftir brúð- kaup sitt fór hann að viða að sér efni í liina miklu skáldsögu „Stríð og friður“, en efni hennar er frá herferð Napoleons til Moskva, sem lauk með skelfingu árið 1812. En þetta er ekki söguleg skáldsaga í venjulegum skilningi. Það er full- kominn og heilsteyptur skáldskap- ur. Tíu árum siðar kom önnur af hinum stóru skáldsögum heimsbók- menntanna, „Anna Karenína“. Þess- ari sögu svipar talsvert til „Brúðu- heimilis" Henriks fhsen. Ibsen íhug- ar afstöðu konunnar til heimilisins og þjóðfélagsins, en lijá Tolstoy er það afstaðan til eiginmannsins og barnsins — spurning um þýðing hjónabandsins. Milli jressara tveggja háu varða i skáldskap Tolstoys eru mörg ár crfiðs starfs og liamingjusams heim- ilislífs. ' Hin sikallandi viðfangsefni sem kröfðust svars fóru að blikna og færðust fjær, viðfangsefnin sem biðu hvers dags þokuðu þeim frá. Þetta æfiskeið og svo bernskuárin voru mestu sælutímarnir í lifi Tol- stoys, að minnsta kosti virðist það hafa verið svo utanfrá séð. Þegar Tolstoy hafði lagt síðustu hönd á bókina um Önnu Karenínu ætlaði hann að taka sér góða hvíld, ))ví að hann var þreyttur eftir verk- ið. En það átti að fara á aðra leið. Viðfangsefnin, sem hann liafði tek- ið til meðferðar í „Anna Karenína" og sem hann þóttist hafa reynt að svara þar, héldu áfram að binda huga hans. Og nú skaut upp spurn- ingu, sem lengi hafði leynst í huga hans, en sem hann hafði aldrei áð- ur formað í orðum: hver er til- gangurinn með lífi þinu? Tolstoy fann sér til mikillar hugraunar að hann gat ekki svarað þessari spurn- ingu. Hafði lífið í rauninni nokk- urn tilgang innst inni? Var það nokkuð annað en stutt, tilgangslaus barátta fram til þess að dauðinn setti punktinn? Um skeið hallaðist Tolstoy að þeirri bölsýniskenningu Sehopenhauers að lífið sé lind allra þjáninga, og að flestir menn lifi ein- göngu af því, að þeir eigi ekki þor til að fyrirfara sér. Sjálfur hafði hann sjálfsmorð i huga á þessu tíma- bili. En hann kaus þó þegar á átti að herða, að gera eina tilraunina enn til þess að komast að tilgangi lífsins. Fyrst leitaði hann til visinda- mannanna. Þar fékk hann að lieyra flóknar og kaldranalegar skýringar og kenningar um uppruna manns- ins og þróun hans, en ekkert sem gaf svar við hinni brennandi spurn- ingu „hver er tilgangur lífs míns?“ Svo fór hann til prestanna. Þeir vissu ef til vill dálítið meira um málið, en voru svo flæktir i trúar- setningar og kreddukenningar að þeir gátu ekki lilið réttum augum á málið. Yfirstéttin, sem hann var sjálfur kominn af, gat ekki heldur svarað spurningunni og þá ekki fremur borgarastéttin. Það var ekki fyrr en hann kom til bændanna, sem liann fékk svarið. Þeir töluðu um hve fátæklegt væri að lifa fyrir sjálfan sig en hve blessunarríkt að lifa fyrir aðra og fyrir guð. En þarna notuðu þeir orð, sem Tolstoy ekki skildi. Guð, hvað er guð, hver er guð? Bændurnir svöruðu: Lestu guðspjöllin! Og þar þóttist Tolstoy finna svar við spurningunum, sem höfðu kvalið hann svo lengi. Nú sá hann kristindóminn í sinni upp- haflegu mynd, án allra túlkana. Sér- staklega varð liann hrifinn af fjall- ræðunni. Þar voru engar óljósar líkingar eða tvíræð orð. Læsi mað- ur orðin eins og þau voru skrifuð var ekki meininguna um að villast. Tolstoy lét sér ekki nægja neinn yfirborðslestur. Hann tók sig til og lærði bæði {jTrísku og hebresku til þess að geta lesið bibliuna á frum- málunum. Og svo skar hann þvers gegnum allar túlkanir og þýðingar- villur inn að þessum fimrn auð- skildu boðorðum: 1) þú mátt ekki reiðast bróður þínum, 2) þú mátt alls ekki skilja við konu þína, 3) þú mátt aldrei sverja eið, 4) þú mátt ekki spyrna á móti því illa, og 5) þú átt að elska óvini þína, einnig þó að þeir séu ekki af þinu þjóðerni. Það var aðallega 4. boðorðið, sem brenndi sig inn i huga Tolstoys. Loks hafði hann fundið sannleik- ann, sem hann var að leita að, svarið við spurningunni, sem aldrei hafði látið hann í friði, jafnvel þó að honum tækist að þagga hana i bili. En svo var hitt eftir: að leiða HuEr íann: VÉLA-VEFSTÓLINN. Með fundi spunavélarinnar varð hægt að framleiða margfalt meira al' bandi og garni en nokkurntíma fyrr, en það gakk seint að vinna úr því í gömlu vefstólunum. Þetta mál kom til umræðu i samkvæmi á einni kvöldstund árið 1784, en þar var meðal gesta prestur nokk- uð skáldhneigður, sem liél Édmund Cartwriglit. Einnig var hann áhuga- maður um vélfræði. Álit flestra í samkvæminu lineig að því, að ó- mögulegt mundi vera að smíða „vefn aðarvél", en Cartwright andmælti þessu og útaf stælunni, sem um þetta varð fór hann að hug'sa mál- ið og gat ekki gleymt því. Og svo fór að lokum, að honum tókst að smíða véla-vefstól. Sá fyrsti var mjög ófullkominn, en Cartwright tókst með tímanum að gera hann nothæl'an. En hugvitslnaðurinn átti við mikinn mótþróa að slríða, eins og fleiri. Hann reisti verksmiðju til þess að framleiða vefstóla sina í stóruni stíl, en hún gekk illa, og árið 1793 varð Cartwright gjald- þrota. Hann hafði þá varið hálfri miljón króna til þess' að komá hug- mynd sinni í framkvæmd. Þó lagði hann ekki árar í bát, og loks varð alþjóð Ijóst hve merkiljegt verk liann liafði unnið, svo að enska þingið veitti honum 1000 sterlings- punda heiðursgjöf árið 1809. aðra í þann sannieika, sem hann hafði fundið. Ætti honum að tak- ast það varð liann að sýna í verki sannindi þessa sannleika, sem hann boðaði. Hann varð að sanna að það væri mögulegt að lifa eftir bók- staf biblíunnar. Og fyrir þetta fórn- aði hann sér öll síðustu árin. Tolstoy fylgdi kenningum sínum með svo mikilli rökfestu og sam- ræmi, að ekki varð komist hjá á- rekstrum. Sá mesti og síðasti kom eftir fund, sem hann hélt með fá- tæklingum i Moskva. Hann varð svo gripinn af eymd þeirra, að hann taldi það synd, að hann sæti uppi með stórbú sitt á Jasnaja Poljana og lifði í allsnægtum, en hinir hefðu ekki málungi matar. En kona lians var því gersamlega andvíg að hann gæli óðalið. Hugsanaferill þeirra var ekki í sama farvegi og sambúðin varð aldrei góð eftir þetta. Tolstoy flýði þrásinnis að heiman og flakk- aði, en kom þó jafnan lieim aftur. Árið 1910 flýði liann í fjórða sinn og kom ekki aftur. Hann varð dauðveikur á leiðinni og var fluttur á afskekkta járnbrautarstöð, Asta- powo. Þar háði liann banastríðið. Dóttir hans, Alexandra, sem jafnan var með honum á flóttanum, var hjá honum þegar hann skildi við. En konan hans stóð fyrir utan gluggann og grét; hún kom ekki inn fyrr en hann hafði misst meðvit- undina. Síðustu orð hans voru: „Sannleikann ....... elska ég mikið ...... sannleikann .......“ Járnbrautarfarmiðar. Maðurinn, sem fann upp á að nota farmiða þá, sem járnbrautarfélögin nota enn, nokkurnveginn i sömu mynd, var skrifari á enskri járnbrautarstöð og hét Thomar Edmondson. Upp- götvun hans var, nánar tiltekið, vél, sem dagsetti og tölusetti miðana. Og hann græddi fljótlega svo mikið á þessari vél, að hann liætti skrifara störfum og lifði í vellystingum þraktuglega það sem eftir var æf- innar. Liðþjálfi sem Tarsan. — Myíidin ev úv lieræfingabúðumun í Jægerspvis i Danmörku, og sýnir fyrverandi meðlim andstöðiúhveyfipgarinnar vera að æfa sig í að fleygja sér milli trjáa, eins og apamaðurinn Tarsan.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.