Fálkinn


Fálkinn - 05.07.1946, Blaðsíða 10

Fálkinn - 05.07.1946, Blaðsíða 10
10 F Á L K 1 N N VNCt/fV LE/SNblMtNIR Framhaldssaga barnanna. Andrée leiðangurinn Fyrsta norðurpólsflugið 5.) Andrée og' samverkamenn hans byrjuðu nú að kaupa út- búnað og vistir. — Loftbelgur- inn var smíðaður í París, sjálf- ur bfelgurijnn úr þreföldu, olíu- bornu silki, en stýrishúsið fléttað úr pílvið og spanskreyr. Andrée útvegaði sér þrjá sleða og segl- dúksbát, sem átti að nota á heim- ferðinni yfir ísinn. Að lokum leigðu þeir sér skip, sem hét ,,Virgo“ (Mærin). Skip þetta átti að flytja leiðangursmennina til Daiyaeyjar- innar, en þaðan skyldi loftferðin haíin. (i.) Vorið 1890 sigldi leiðangur- inn norður eftir, og 17. júni kom- ust þeir á ákvtírðunarstaðinn. Þeir byggðu strax skýli fyrir loltbelginn, sem nú var fylltur af vetni, er þeir höfðu flutt með sér í stálflöskum. En til allrar óhamingju hrepptu þeir þarna hræðilegt óveður, og isruðn- ingurinn var mjög hættulegur fyrir „Virgo“, svo að heppilegast þótti að snúa aftur heim til Svíþjóðar. Vorið 1897 iagði leiðangurinn samt aftur af stað, í þetta skifti á fall- byssubátnum „Svensksund“. Á botni Atlantshaísins Það stendur i blöðunum, að nú eigi; að rannsaka Atlantshafið - allt til botns. Finnast ef til vill óþekkt- ar ófreskjur þarna niðri í djúpun- um? Er Miðgarðsormurinn ef til vill þar á sveimi? Ekki er l)að lík- legt. Ef slíkar ófreskjur væru þar, er furðutegt, að eitthvað af þeim skuii ekki hafa rekið á land, eða leifar af þeim. En þá leysist ef til vill gátan um ferðalög álanna, ef til vill finnst þá líka Atlantis, meg- inlandið mikla, sem á að hafa tengt saman Afríku og Ameríku. Það verður svei mér gaman að frétta af þessum leiðangri. Ekki þekkjum við út i æsar verk- færi þau og tæki, sem vísindamenn- irnir ætla að nota við rannsóknir sínar i djúpunum. Auðvitað verður að útbúa kúlur fyrir kafarana. Djúpið og þrýstingurinn eru svo geysileg, að það er stórhættulegt að kafa þárna niður. Slíkar kúlur þurfa því að vera þrælsterkar, gerð- ar úr þykkum stálplötum, og í því eru að sjálfsögðu súrefnisgeymar. Þegar kúlurnar sökkva niður er hægt að athuga dýralífið gegnum þykkar glerrúður. Sterkir ljóskast- arar varpa birtu á hafsbotninn, svo að liægt sé að sjá það, sem dags- ljósið nær ekki til. Maður heitir Williamson. Hann hefir kafað i svona kúlu og' tekið þar myndir og kvikmyndir á 1000 metra dýpi. Smásaga frá einni svona ferð hans á hafsbotni sýnir hversu hættulegt er að kala svo djúpt, — jafnvel í kafarakúlu. Dag nokkurn kom risastór liákarl og réðst á Williamson. Hann hentist með fanta- hraða beint á rúðuna. Og þótt gler- ið væri margra þumlunga þykkt, brotnaði það. En til allrar hamingju höfðu menn gert ráð fyrir, að slíkt gæti komið fyrir. Hægt var að skjóta vatnsheldum járnhlera fyrir. Hefði liann ekki verið, liefði Williamson sennilega ekki komið lifandi úr þessari ferð. COLA VMKKUR Lögregluþjónninn kemur heim: — Nú hefi ég tijnt lyklinuni aö handjárnuniim, ebkan mín. 3jc sj« sfe — Eg skil nú ekki ad' }>ú skyldir láta þer seema aö selja mér ein- eygðan hest. — Hvað gerir það til. Það sem hann sér ekki á útieið'inni fær hann afí sjá á heimleiðinni! ***** Hinrik IV. var frægur lyrir það, að hann var kvennakær meira en góðu hófi gegndi. Á fyrsta árinu eftir að hann kvæntist el'ndi drott- ning hans til viðhafnardansleiks í Louvre-höllinni og þar voru meðal gesta tuttugu fegurstu konur við hirðina, mjög léttklæddai-. — Monsignore! sagði konungur- inn við sendiherra páfans. sem sat hjá honum í stúkunni og horfði á. — Þafí er nndarlegt mefí þetta frw, sem ég hefi sáð. Það kemur alls ekki upp. —• Geinr ekki verið afí þú hafir látifí þau standa á höffíi? ***** - Aldrei hefi ég séð fríðari fylk- ingu. — Það er víst orð að sönnu, svaraði páfafulltrúinn, — en þér verðið víst ekki lengi að sigra hana.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.