Fálkinn


Fálkinn - 05.07.1946, Blaðsíða 12

Fálkinn - 05.07.1946, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN Övre Richter Frich: 8 Þöglu börnin frá Úral II. hluti: Hellisbúarnir lega einkar áhrifamikil tæki og fyllilega samkeppnisfærar við hina „spönsku jóm- frú“ Filippusar Spánarkonungs og önnur snilldarleg píslartæki úr fahgelsiskjöllurum miðaldanna. En nú skal undir eins sagl frá því, að þessir einkennisbúnu menn, sem töluðu til úrvalsliðsins í leynilögreglunni, höfðu ekki verið teknir til pyntingar vegna þess að þeir væru ekki nógu starfsfúsir. Þeir voru báðir miklir verðleikamenn hinu þýð- ingarmikla riki í ríkinu, sem kallað er G. P. U. og í öðrum löndum skreytir sig' með öðrum bólcstöfum og merkjum. Ennþá eru ýmsir til — ýmsir óhagsýnir einstaklings- hyggjumenn, sem telja að refsa beri harðar fyrir pyntingar en morð, en þess sjást eng- in leikn á sól og tungli, að þessi skoðun eigi sér fylgi í réttarvitund nútímans. En hinum tveim ungu læknum virtist ])ó að í þessu tilfelli væru pyntingarnar nauð- synlegar. Stundum litu þeir snöggvast hvor á annan, og glottu fúlmannlega um leið, og ávallt er þeir höfðu skiftst þessum skeyt- um á urðu hendurnar á þeim harðari og óp fórnarlambanna trylltari en áður. — Það er sárt, félagi, vældi annar, en andlitið á honum var allt rifið og tætt eft- ir beittar klær, og' annað augað lafði út á kinn og starði i örvæntingu út í herbergið. — Eg get ímyndað mér það, sagði eldri læknirinn. En það verður ekki betra þó maður emji og skræki eins og kerling. Þið eruð karhnenn og verðið að taka afleið- ingunum af gerðum ykkar. Og með þessum uppörvunarorðum klór- aði hann i augað á manninum með smá- töng. Einhver næm taug hefir orðið fvrir þessu, því að nú varð vein mannsins að öskri. — Þetta er ofurlítil kveðja frá Tim Jagi- rof, tautaði læknirinn við sjálfan sig og' hjó sig' undir nýja aðgerð til þess að ítreka þessa kveðju betur. En hann fékk ekki tíma til að gera frekari tilraunir á augna- taugunum. Tveir menn komu inn í sjúkra- stofuna. Annar þeirra var stór og stæði- legur í einkennisbúningi, en sá sem með honum var var með hvassl nef og gler- augu, og skjalamöppu undir hendinni. Það gat ekki leikið neinn vafi á því, að þetta voru hátt settir menn. Læknarnir réttu ósjálfrátt úr sér og heilsuðu með miklum virðuleik, og sjúklingurinn með augað á kinninni kæfði niðri í sér sárs- aukahljóðið. Hann reyndi að rísa upp og heilsa, en Iæknirinn hélt honum niðri á koddanum. — Þetta er víst ekkert alvarlegt, félagi, sagði hái liðsforinginn og leit með sýnileg- um viðbjóði á ljóta augað, sem virtist lýsa djúpri undirgefni. Ilann jafnar sig áreiðanlega bráðum, sag'ði læknirinn. — Þetta litur miklu ver út en það er. — En augað? Það lagast. Sjúklingurinn er dálítið óþolinmóður, en þetta lagast allt með tíð og tíma. Verður hann blindur? hvíslaði liðs- foringinn. Varla. Þegar við höfum staglað sam- an sjóntaugina eru miklar líkur til að hann sjái eins og áðui\ Það er gott. Því að við þurfum á þess- uin félaga að halda, báðum augunum i honum. Og hinn? — Hann hefir verið klóraður skrambi iila, sagði hin læknirinn. En það er ekk- ert að augunum í honum. Hinsvegar hefir hægra eyrað verið bitið hér um bil af lion- um. Það lafir á taug. Það er líkast því að hann hafi heimsótt tígrisdýrið í dýragarð- inum. Eg skil ekki hvernig þetta hefir at- vikast. Mér er sagt, sagði hinn maðurinn, og' sem var að binda um augað á sjúklingn- um, að þessir menn hafi verið í tuski við tvo krakka, sem komu með Timothei Jagi- rof frá Síberíu. En mér þykir það ótrúlegt. Tvo krakka, öskraði maðurinn með augað og reis upp i rúminu .... Það voru tveir djöflar. Það ætti að hengja þá .... Liðsforinginn stillti sig um að brosa og lögfræðingurinn, sem lijá honum stóð þreif- aði ósjólfrátt á skjalamöppunni, eins og til að dreifa liugsunum sínum, og verjast hlátr- inum. Annars var hann of stillilegur mað- ur, og hafði sent margan manninn ó gálg- ann eða Ljubjankfangelsið. Það er vísl óþarfi að ræða þetta mál núna, sagði svartklæddi lögfræðingurinn .... Fyrst og' fremst er nauðsynlegt að fá að vita sem gleggst um handtöku Timothei Jagirofs. Og ef félagar okkar hérna eru þess um komnir að gefa nokkra skýrslu, þá væri okkur kærl að fá að vita hvernig þetta atvikaðist. Maðurinn með augað virtist hressast lurðulega vel. — Jú, sagði hann og ló við að sigur- lireimur væri í röddinni. Tim gelck i gildr- una. Alveg eins og saklaust lamb. Hann varð dólítið vonsvikinn þegar hann fékk ekki að sjá neitt af sínu fólki, en við hugg- uðum hann með því, að enginn hefði vitað fyrirfram livenær liann mundi koma, og að fjölskylda lians og félagar væru inni i klúbbhúsinu. Við skröfuðum um alla heima og geima við liann meðan við fórum með hann að bifreiðinni, þar sem félagi Dubi- jenko hitti hann og sýndi lionum skipun- ina um að taka hann fastan. Það voru sett handjárn á liann formálalaust og ekið með hann á burt, en í því að liann var að fara varð hann alll í einu svo felmtraður. Eg liefi tvö börn með mér í flugvél- inni, sagði hann æstur. Þau hafa bjargað lífi mínu og ég liefi lofað að sjá þeim far- borða. Viljið þið láta föður minn vita að Ekki veit ég hverju Dubijenko svaraði til þessa. En við fengum skipun um að hirða krakkana og setja þau í gæsluvarð- hald. — Þetla var alls enginn hægðarleikur, lierra ofursti — eins og' þér sjáið. Þau öskr- uðu á Tim, þau hvæstu og fnæstu eins og' tígrisdýrakettlingar, já, þau svifu beint á okkur og neglurnar á þeim voru heittar eins og rándýrsklær. Við reyndum að lægja í þeim rostann með því að berja þau, en ])að hafði engin áhrif. Og áður en nokk- urn varði undu þau sér út úr klefanum og tóku á rás upp að birgðahúsinu og áður en við gátum litið við höfðu þessir drísi- djöflar klifrað upp eftir þakrennunni. Þó að við værum alvarlega særðir og illa til reika fórum við eftir strokuföngunum. En þarna var ómögulegt að komast upp seiga- laust. Svo að við sendum eflir slökkvilið- inu, og þá loksins urðu þessar vítiskreyst- ur að gefast upp, en þó ekki fyrr en bunan stóð á þeim. Þau skoluðust niður þakið og duttu eins og drukknaðar rottur í björg- unarnetið, sem hafði verið strengt undir veggnum. Ofurstinn hnyklaði brúnirnar. Eg ætla að vona að börnin liafi ekki rotast í fallinu, sagði hann þungbúinn. Þetta illgresi liefði svo sem ekki átl annað betra skilið, urraði G.P.U.-maður- inn og benti á augað á sér. Þau voru víst meðvitundarlaus þegar þau voru tekin upp, en að því er mér er sagl náðu þau sér aftur. Nú sitja þau hvort í sínum ldefa á slökkvistöðinni og orga livort á annað. En við skulum svei mér tala alvarlega við þessi illyrmi, undir eins og við eruni orðn- ir rólfærir aftur. — Það gerir þú ekki, félagi, svaraði ofurstinn hvass. Þið vitið að forstjóranum líkar vel börn, sem eitthvert mannsbragð er að. Gestirnir tveir biðu ekki svars. Þeir námu ósjálfrátt staðar i dyrunum. Lág vein heyrðust innan að. Læknarnir voru afl- ur farnir að eiga við útgengna augað og bitna eyrað. Það voru hinir ungu vinir Tims, sem þannig náðu fátæklegri hefnd fyrir hinn unga flugmann, sem nú var verið að flytja i ókunna gröf í einhverjum skugganum i Moskva. 1 fangelsinu. SERGEJ vaknaði i fangaklefa morgun- inn eftir. Hann horfði ringlaður kringum sig í hálfdimmum klefan- um. Þetla var alls ekki ólíkt ræningjahell- inum í Úralfjölhmum, og drengurinn bjóst á hverri stundu við að sjá Jegor standa fyrir framan sig. Jú, þarna kom hann. Það marraði svo einkennilega. Það varð hjartara i klefanum og nú sá hann betur gluggann, með jórnteinum fyrir. Sergej settist upp í fletinu. Hvar var hann eiginlega staddur? Hann þreifaði var- lega kringum sig með höndunum. En hann fann ekkert. Anna-María var horfin. Og

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.