Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1946, Blaðsíða 3

Fálkinn - 19.07.1946, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Iíitstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-fi Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSpre/i/ Dönsku knatt- spyrnumennirnir um borö í Drottn ingunni. Mynd- ina tók Þorsteinn Jósepsson. SKRADDARAÞANKAR Heimsókn danska landsliðsins Reykjavik liefir l'engið skilyrði lil þess að verða ein þriflegasti bær í heimi, laus við versta óvin allra bæja, kolareykinn. En samt vantar mikið á að Reykjavík sé hreinlegur bær ennþá. Aurinn á götunum í rigningartíð hefir verið náma þeirra ólireininda, sem berast inn í lnisin og eru versti óvínur allra þrifinna húsmæðra. Og liitt er ekki hetra þegar þessi ójjverri þornar og fer að fljúga um stræt- in og fyllir vil vegfarandans mold og skit og sóttkveikjum. Moldrokið og kolarykið frá hafnarbakkanum eru versti óvinir þrifnaðarins í höfuðstaðnum, og það sem gestir hneykslast mest á. Vitanlega fer rykið minnkandi eftir þvi sem ómalbikuðu götunum fækkar. En það eru aðrar ryknám- ur til, sem starfræktar eru með fullum krafti, og þær eru í kring- um mörg húsin í Reykjavik. I nýju hverfunum liefir fólk séð sér fyrir görðum og grasi kringum húsin, en fyrrúm var lítt hugsað um þetta og lnisagarðurinn var troðið svað. Það hefir enn ekki verið gerð her- ferð gegn þessum bæjarbrag, en nauðsynlegt að gera það hið fyrsta. Það er enn margt fólk í Reykjavík, sem leggur mikla alúð við að gera híbýli sín sem vistlegust hið innra, en er furðu hirðulítið um hvernig umgengnin er kringum liúsin eða að húsabaki. Og þrátt fyrir ösku- tunnur og sorphreinsun lendir mik- ið rusl í húsagarðinum. Þá finnst mörgum það sjálfsagt að gatan eigi að vera bréfakarfa. Bréfaruslið á götunum í Reykjavik er ómenningarvottur, sem þarf að hverfa, þó að það geri ef til vill ekki heilsu manna mein, eins og moldrykið með öllu sem þvi til- heyrir. Það var mjög misráðið er kola- höfn bæjarins var sett svo að segja irih i miðjan bæinn. Mikið af þeim kolum, sem kemur á land i Reykja- vík er látið um borð i skip aftur, og þessi umskipun veldur kolaryki í bænum þegar norðanátt er, þó að kolareykurinn sé að mestu liorfinn. Kolahöfnina þarf að flytja á ein- hvern fjarlægari stað — það verð- ur nóg að gera við austurhafnar- bakkann þó að öll kol hverfi þaðan. Þann 15. júlí koni hingað lil lands danskt knattspyrnulandslið með „Dronning Alexandrine“ og á það að keppa hér þrjá leiki við islenska knattspyrnumenn. í liðinu eru alls 17 menn; 11 að- almenn og G varamenn, en auk þeirra eru ýmsir forystumenn knatt- spyrnuíþróttarinnar í Danmörku, svo sérii formaður danska knatt- spyrnusambandsins (Dansk Bold- spill Union), Leo Fredidksen, sem jafnframt er fararstjóri liðsins. Ennfremur er með liðinu norskur knattspyrnudómari, Th. Kristensen og dæinir hann milliríkjaleikinn, en Guðjón Einarsson og Sigurjón Jóns- son verða dómarar í hinum leikjun- um. Danska landsliðið er skipað mörg- um liinna öfluguslu leikmanna Dana, og sex af aðalmönnum liðsins hafa leikið tvo síðustu landsleiki bæði við Svía og Norðmenn, og sigraði danska liðið báðar nágranna þjó.ð- irnar. Af l>essu má marka, að hér er um að ræða eitt fræknasta knattspyrnu- landslið Evrópu, og eiga íslenskir knattspyrnumenn nú að þreyta leiki við það. Þegar þetta er skrifað lief- ir enginn leikjanna l'arið fram, en þeir verða jjrír eins og áður segir. Sá fyrsti miðvikudaginn 17. júlí og er það milliríkjakepþni; annar leik- urinn fer fram föstudaginn 19. ]). m. og keppa Danirnir þá við ís- landsmeistarana, Fram, og sunnu- Jóh. Grimur Guömiuidsson, verkstj., liakkastig 5, varö .55 ára lh. þ. m. daginn 21. fer síðasti leikurinn fram og er hann milli Dana og úr- vals úr knattspyrnufélögunum i Reykjavík. Mikil.l undirbúningur hefir verið hér undir heimsókn dönsku knatt- spyrnumannanna og hafa kappliðs- menn okkar. æft af mesta kappi, en íslenska landsliðið var valið fyrir nokkrum vikum og hefir æfl undir stjórn bresks þjálfara, Mr. Steele. Daginn sem danska knattspyrnu- liðið kom til landsins, hafði borg- arstjóri boð inni fyrir það kl.,3 og bauð það velkomið. Um kvöldið kl. <S heilsuðu íslenskir knattspyrnu- menn hinum dönsku gestum með boði að Gamla-Garði, en þar búa knattspyrnumennirnir meðan þeir dvelja hér. Brynjólfur Jóhannesson leikari, formaður móttökunefndarinnar bauð gestina velkomna, en fararstjóri dönsku knattspyrnumannanna, Leo Frederiksen þakkaði fyrir hönd knattspyrnumannanna. Margar fleiri ræður voru fluttar í samkvæminu. Daginn eftir komuna, var knatt- spyrnumönnunum sýndur bærinn, og um kvöldið sátu þeir boð lijá „Det Danske-Selskap". A fimmtu- daginn áttu knattspyrnumennirnir að fara i boði ríkisstjórnarinnar til Þingvalla, með viðkonni við Kald- árhöfða, Olvusárbrú og í Skíðaskál- anum í Hveradölum, og þegar til E. 0. Asberg, kaupm. i Keflavík, verður 55 ára í dag (19. þ. m.). bæjarins kemur sitja þeir boð hjá félaginu „Dannebrog“. Laugardag- inn 20. júli, býður svo bæjarstjórn Reykjavíkur knattspyrnumönnunum að Gullfossi og Geysi og á heimleið á að skoða Sogsvirkjunina við Ljósa- foss. Daginn eftir að knattspyrnumenn- irnir hafa keppt hér sinn síðasta leik, heldur móttökunefndin kveðju- dansleik að Hótel Borg, en miðviku- daginn 24. júlí halda Danirnir héð- an heimleiðis og munu fara með flugvél til Stokkhólms. Koma hinna dönsku knattspyrnu- manna til íslands er með merkustu iþróttaviðburðum sem hér liafa gerst. Leikurinn, sem lram fór þann 17. júli er fyrsta opinbera milli- ríkjakeppnin í knattspyrnu, sem íslendingar taka þátt i, því að þótt fyrr hafi erlend knattspyrnulið sótt okkur heim, og þótt íslenskir knatt- spyrnumenn hafi farið utan, þá hafa þeir aldrei keppt í opinberri millirikjakeppni fyrr. Það er þvi ekki að undra þótt islenskir íþróttamenn og aðrir ís- lendingar hafi beðið þessarar merku heimsóknar með nokkurri eftirvænt- ingu, lil að geta metið gildi knatt- spyrnumanna okkar. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri i Keflavik, varð 75 ára 16. þ. m.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.