Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1946, Blaðsíða 6

Fálkinn - 19.07.1946, Blaðsíða 6
(i FÁLKINN - LITLA SAGAN - Marcel Serano: Hittu mig í kvöld r 'C’G var ekki nema tvítugur þetta sumar, sem cg dvaldi í Crötoy ásamt foreldrum mínum. Þai' varð ég ástfanginn í fyrsta sinn. Eg sá liana standa á járnbrautarstöðinni þegar við komum, og i sama augna- bliki stóð hjartað í mér i björtu báli. Hana vildi ég eiga, en enga aðra. Og nú var um að gera að kynnast henni. Þetta reyndist verða mjög erfitt. Hvar sem liún fór og hvar sem hún stóð var jafnan feit negrakerling í för með henni, með handleggi og fætur eins og símastaura. Eg varð æfur út í þessa kerlingu. En þó varð ég að viðurkenna, að fegurð drauma- dísar minnar varð enn meiri í ná- vist þessarar ljótu kerlingar. Eg mætti þeim að minnsta kosti tíu sinnum, ýmist i fjörunni eða í veitingasal strandhótelsins, köku- búðinni eða álíka stöðum, og oft reyndi ég að nálgast stúlkuna undir ýmiskonar yfirskini. En alltaf kom þá kerúb hennar, svo kallaði ég svörtu kerlinguna, vaðandi, og góndi á mið stikilsberjaaugunum þangað tii ég glúpnaði og fór að súpa hveljur og stama, varð eldrauður eins og tómat og lagði á flótta, eins og lnind- ur með rófuna milli lappanna. Það eina, sem mér vannst á, var bros frá stúlkunni — en það var heldur ekki iítið. En mér datt ekki i hug að gefast upp, því að eg var handviss um að hamingjan mundi verða mér hoil að lokum. Eg var ungur og sigur- viss og efaðist ekki um, að livaða stúljui sem vera skyldi litist á mig. Þegar rétta augnablikið kæmi mundi hún fleygja sér um hálsinn á mér og iiiiisla hrifin á ástarjátningar mínar. Einn sunnudag var ekki annað sýnna en l>etta ætlaði að takast. Eg hafði eins og svo oft áður gengið í iiumátl á eftir stúlkunni, sem mun hafa liugsað sér að fara í kirkju þennan dag. Þegar ég kom þangað sá ég autt sæti bak við hana, og var auðvitað ekki seinn á mér að setjast þar. Undir ræðunni reyndi ég að fá hana lil að líla við, ineð því að koma svolítið við bakið á henni, en það liafði ekki áhrif. Messan var að enda og þá afréð ég að láta til skarar skríða. Eg reif í flýti blað úr úr vasa- bókinni minni og hripaði á það nokkrar línur. Svo braut ég það inn í 20-franka seðil og stakk þvi í hramminn á kerubinum, sem liafði tekið eftir tilraunum mínum og leit á mig manndráparaugum. A þessum ástarbleðli reyndi ég að túlka helgustu tilfinningar mínar: „Madame! Síöan ég sá yður fyrsta sinn hafið þér ekki horfið mér úr huga eitt augnablik. Segið mér hvar ég get hitt yður, svo að ég fái tæki- færi til að fleygja mér fyrir fætur yðar og verða sælastur allra manna. — Með djúpri virðingu kyssi ég liendur yðar. Þegar messugerðinni var lokið fór ég í lnimátt eftir þeim, og hjarta mitt hoppaði af yndi þegar kerúb- inn gaf mér merki um að elta. Þær hurfu inn í hús eitt, og eftir dálitla stund opnaðist gluggi og miða var fleygt til mín. ,,Bíðið í kvöld klukkan 2ð við litlu dyrnar í garðmúrnum", stóð á miðanum. Eg þrýsti honum að vörum mér og fór, iðandi af yndi yfir því að nú skytdu vonir minar loks vera að rætast. Aldrei hefir nokkur sunnudagur verið jafn óendanlega langur. Mín- úturnar dröttuðust áfram, vísarnir lireyfðust varla. En loks kom kvöld. Eg fór að dubba mig upp klukkan 9. Minnsta kosti fjórtán sinnum skifti ég um hálshnýti, þó að ég gæti sagt mér sjálfur, að það stæði alvcg á sama í hverju ég væri, því að það mundi ekki sjást í myrkr- inu. Til þess að vera svo aðlaðandi sem unnt væri, helti ég lieilu glasi af vellyktandi í hárið á mér, og fór svo af stað. Ekki veit ég hvernig þessir tveir tímar liðu, ég veit bara að mér var afar órótt innanbrjósts. Loks heyrðust tólf slög frá kirkju- turninum, en svo leið víst heill stundarfjórðungur þangað tit dyrn- ar opnuðust. Enginn kom út svo að ég fór inn i garðinn. Þarna var svo koldimmt undir lauftrjánum að ómögulegt var að sjá handa skil, og það var ekki laust við að ég væri myrkfælinn. Hugsum okkur að verið væri að ginna mig í einhverja gildru? hver vissi nema kerúbinn hefði afhent röngum viðtakanda bleðilinn. Þessi staður var tilkjör- inn til að drepa mann á! Nei, jiessu var nú ekki samt svo háttað. Nú tók mjúk hönd i mig og dró mig citthvað lengi-a inn í dimmuna. Allt í einu var numið staðar, handleggjum vafið um háls mér og kossi smellt á varirnar, og jafnframt fann ég að mér var ])rýsl inn að gríðarstórum líkama. Og nú varð mér Ijóst livernig i ölln lá: Eg var að kyssa svarta kerúbinn! Hún hafði lialdið, að það væri hún sjálf, sem ég var hrifinn af. Fyrr má nú rota en dauðrota. Hafði hún aldrei séð sjálfa sig i spegli, kerlingar- herfan? Eg braust um eins og óður maður og reyndi að losa mig úr faðm- lögum þessarar kyrkinöðru, og ]>eg- ar mér loks tókst j>að og lagði á flótta, rak ég tærnar i eitthvað og datt, stóð upp aftur, rakst á tré og fékk kúlu á ennið, en hljóp á- fram bölvandi .......... Innan úr myrkrinu heyrði ég rödd kerúbsins: „Komdu aftur, gullið mitt! Hvað gengur að þér? Komdu!“ Loks komst ég að múrnum og gat þreifað mig áfram út að dyrunum. Þá fyrst nam ég staðar til að draga andann. Eg var með margar kúlur á enninu, fötin mín voru rifin i tætlur og hárið eins og á flókatryppi — að maður ekki minnist á hálsbindið, |)ví að það var nú horfið. En þetta skifti minnstu máli, bara að ég kæm- ist á burt — ekki úr garðinum, heldur frá Crotoy. Eg laug ein- hverju í forcldra mína og lagði af stað í býtið morguninn eftir. Sjátfs- traust mitt liafði orðið fyrir slæmu áfalli, og ég hugsaði ekki um kven- fólk lengi á eftir. ***** Theodór Árnason: Merkir tónsnillingar KABALEVSKY f. 1904. Þess var getið nýlega í erlendum blaðafréttum, að eitt aðaltónverkið, sem flutt var á hátíða-hljómleik- um, sem haldnir voru í Covent Garden í London hinn 3. júli þ. á., i tilefni af (iO ára hljómsveitarstjóra- afmæli hins heimsfræga italska tón- snillings, Toscaninis, þar sem liann sveiflaði sjálfur sprotanum yfir hinni voldugu hljómsveit, — liafi verið tónsmíð eftir eitt liinna merk- ustu, núlifandi rússnesku tónskálda, Dimitri Kabalevsky. Er það vottur þess, að hinum juautreynda, gamla hljómsveitarstióra þykir nokkuð til um tónskáldið og mikið i sjálfa tón- smíðina spunnið, og mikið liggja við að kynna hvorttveggja í Norður- álfu, þar sem liann velur einmitt þessa hátíða-hljómleika sína til þessa. En tónskáldinu mun lítill gaumur hafa verið gefinn, fram að ])essu í Norðurálfu, utan Rússlands, og það er jafnvel ekki ýkja langi síðan að hann vakti á sér athygli þar. Vestan hafs hafa verið flutt stórbrotin verk eftir hann hin síð- ari árin og farið að skipa honum þar á bekk með hinum stórbrotn- ustu tónskáidum, sem nú eru uppi, — og ekkert tillit tekið til þess, að hann mún vera eða liafa verið lireinræktaður kommúnisti og mik- ill aðdáandi hina rússnesku leiðtoga t. d. Lenins. Auðvitað á þetta svo að vera. Dimitri Kabalevski er fæddur í Pétursborg hinn 30. des. 1904. Tón- listarmenntun sina hlaut liann að- allega á hinum gamla tónlistarskóla í Moskva. Þar lagði liann stund á pianóleik, tónsmíðagerð og æðri hljómfræði hjá hinum bestu kenn- urum, Goldenweiser og Miaskovsky, en hinn síðarnefndi ei' i heimalandi sín talið ]>að tónskáldið, sem lik- legastur sé til að hefjast til vegs og vaxandi þróunar rússneska symfóni- tónlist. Það mun hafa vakað lyrir Kabal- evsky frá uppliafi, að gerast tónskáld í „stóru broti“ og við það var menntun hans miðuð. Síðan hefir þroska lians verið þannig háttað, að hann er fyrst og fremst þjóð- legt rússneskt tónskáld nútímans. Hinar fyrstu tónsmíðar hans voru: Sónata fyrir píanó, nokkur sönglög og loks all stórbrotið verk fyrir kór og hljómsveit, sem hann nefndi „Baráltuljóð.“ Með þessu verki vakti liann lyrst á sér verulega athygli heima í Rússlandi. Þá samdi hann tvo ,,konserta“ fyrir píanó, ýmsar kvikmyndatónsmíðar, kórverk o. fl. Og loks fara svo að koma hin stóru verk, — symfóníurnar. Hann var uppalinn á byltingarárun- um og liefir aflaust tekið virkan þátt í baráttunni er hann stálpaðist. En barn var liann að aldri þegar sjálf byltingin gerðist og hefir sjálfsagl verið heillaður af mönnum og mál- efnum. Hið fyrsta stóra verk hans ber vott um það, en það er 1. sym- fónía hans, sem samin er í tilefni 15 ára afmælis byltingarinnar (1932) og fléttuð um kvæði eftir Gussev: „Öreigar allra landa sameinist!“ Önnur symfónía er lýriskt verk og djúphugsuð. Telja sumir það vera einskonar „sjálfslýsingu“, en það er álitið sérkennilegasta verk hans. Þá er þriðja symfónían (1933) en hún er Requiem (sálumessa) fyr- ir kór og hljómsveit í minningu um Lenin. Loks hefir Kabalevsky svo samið óperu, sem á ensku er nefnd „The master of Clamecy“ og er efni tekst- ans byggt á skáldsögu eftir Romain Rolland, „Colar Bregnon“. Frumsýn- ing var á þessari óperu í Leningrad 1938 og vakti mikla hrifningu. Og nú er það einmitt forleikurinn að þessari óperu, sem Toscanini valdi sem eitt aðalviðfangsefnið á hátíða- hljómleikum sínum. Væntanlega eiga menn nú eftir að heyra meira um þetta rússneska tónskáld í Norðurálfu og fleiri af verkum hans. — Þakka þér fyrir, vinur — gættu nú að þegar þú ferð yfir götnna aftur. — Og svo, viðvíkjandi liftrygg- ingunni, frú Jensen. Fáisl þér við flug, köfnn eða sprengiefni?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.