Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1946, Blaðsíða 5

Fálkinn - 19.07.1946, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 lei'öa meira en nægði lieimil- inu, en sauðfjárstofninn jók hann úr 100 upp í rúmlega 400 á sinum fáu búskaparárum. Þar var söluframleiðslan, sem átti að vega á mói aðkeyptum nauð- synjum. Hann tók mikinn þátt í sveit- ar- og héraðsmálum, réð fram úr vandamálum, s'ætli deilur og benli á nýjar leiðir þar sem gamlar urðu ófærar. Varð bér- aðshöfðingi sem allir virtu, vegna þess að allir fundu að bann bafði meira til brunns að bera en aðrir, og af því að enginn gat borið bonum á brýn að hann væri hlutdrægur eða óréttsýnn. En þó að það væri aðalstarf hans að fræða þá var bann þó sjálfur í skóla þarna í Stein- nesi. Frá þessum árum stafar sú bagnýta reynsla, sem bann tvinnaði við bókþekkingu sina á svo mörgum málum, en sá samruni vai'ð lil þess, að síðar gat síra Eirikur jafnan talað um búnaðarmál af þeirri þekk- ingu og viðsýni, sem aðeins fá- ir áttu meðal hans samtíðar- manna. II. Sumarið 1880 verður sú hrevl ing á bögum sóknarprestsins í Steinnesi að bann er skipaður 2. kennari við Prestaskólann í Reykjavík. Mun þessi brevting bafa verið ráðin nokkru áður, þvi að haustið 1879 fer síra Eirikur utan til þess að leggja stund á heimspeki í Kaupmanna höfn, en þaðan fór hann til Þýskalands og Englands áður en heim kæmi. En beimspekin varð ein aðalkennslugrein lians i prestaskólanum og útskrifaði liann stúdenta í forspjallsvís- indum eftir það í 31 ár, til 1911, er Háslcólinn lcomsl á stofn. Þetta starf eilt nægði þó engan yeginn hinum mikla iðjumanni. Kenndi hann líka trúbrögð í Latínuskólanum og stundum einnig stærðfræðina. Og auk ]>essa liafði hann nú ljetri tima en áður lil að sinna sínum mörgu hugðarmálum, sem ým- ist vissu að þjóðinni allri eða Reykjavík sérstaklega. Hann var kosinn á l>ing af Húnvetningum liaustið 1880 og sat á þingi fyrir þá til 1891. En tíu árum síðar varð liann kon- ungkjörinn þingmaður og sal í efri deild til 1915, að stjórn- kjörnir fulltrúar á Alþingi voru afnumdir með stjórnar- skrárbreytingunni. Eftir það átti lnmn ekki sæti á þingi, enda orðinn rúmlega sjötugur. Mælskuljón var bann aldrei bvorki í stólnum eða þingsæl- inu. En það kom þegar í ljós á þingi, að hann vann þar meira verk en flestir aðrir, því að bæði var bann glöggskyggn og kunni skil á flestum málum. Ilann benti öðrum á firrur og fjarstæður þeirra, og sýndi öðr- um betur fram á bver kjarninn væri i liverju máli. Og í nefnd- um vann hann oft fvrir alla hina. Söfnunarsjóðurinn. Það var á liinu fyrra þing- setutimabili lians að hann kom á fól stofnun þfeirri, sem verð- ur ævarandi minnisvarði bans: Söfnunarsjóði íslands. Um á- stæður sínar fyrir því máli seg- ir hann sjálfur svo, í ritgerðar- korni, er bann birti i Andvara 1928: „Eg var þá á ungum aldri er mér fannst mikið til um, livað sjóðir geta vaxið og orðið að mildu gagni, ef við þá er ár- lega bætt töluverðu af vöxtun- um; snemma varð mér einnig ljóst, hve langt er frá að hér á landi sé til nægilegt fram- leiðslufé. Því meira sem ég lmgsa um þetta, því æskilegra sýndist mér, að komist gæti á stofn sjóðir, þar sem töluverðu af vöxtunum væri jafnan bætt við böfuðstólinn, en vöxtunum að öðru leyti varið til einhvers gagns: sjóðirnir mundu þá með tímanum vaxa svo, að mikið gæti munað um vexti þá, sem árlega yrðu útborgaðir, og jafn- framl gæti í landinu safnast stórfé, sem lána mætti til nyt- samra framkvæmda Mér kom og til hugar, að ef menn settu fé á vöxtu, sem erfingjar þeirra fengju bálfa vöxtu af, en binn helmingurin legðist stöðugt við lvöfuðstólinn, þá mundi fé á slíkri erfingjarentu geta orðið svo mikið, að fátæka afkom- endur ]>eirra munaði um styrk af því, jafnframt því sem það smám saman dreifðist út til þjóðarinnar." Það var síra Eiiikur, sem undirbjó stofnun Söfnunar- sjóðsins, samdi fyrir bann lög og reglur, safnaði að sér mönn- um til að gerast stofnendur bans og fékk Alþingi lil að setja lög um hann. Sira Arií- ljótur Ólafsson revndi að bregða fæti fvrir málið i Efri deild, en beið herfilegan ósigur. Söfnunarsjóðurinn varð stað- reynd og óx og dafnaði, þó að bægt færi, framan af. Og það fór að verða föst venja að ávaxta þar sjóði, er aldrei mætti skerða og innan aðal- deildar sjþðsins var stofnuð sérstök deild fyrir erfingjarentu, báða þeim sérstöku fvrirmæl- um, sem síra Eiríkur bafði lagl svo mikið upp úr í upphafi, að jafnan skvldi lielmingur vaxt- anna að minsta kosti verða lagður við höfuðstólinn. Aðrar greinar ávöxtunarstarfsemi befir Söfnunarsjóðurinn tekið upp og nú þykir það sjálfsagt, að honum séu faldir lil geymslu allir þeir sjóðir, sem bestu tryggingar skuli njóta, og sé meiri áhersla lögð á að féð glat- ist ekki heldur en liitt, að það beri sem liæsta vexti. Söfnun- arsjóðurinn hefir elfst og liefir eigi aðeins sýnl að hann er merk og nauðsynleg slofnun, heldur er bitt og ljóst orðið nú, að hugur þess manns, sem skóp bann, var langt á undan sínum tíma. Og svo var um margar aðrar Imgmyndir þessa sérstæða gáfu- manns og ihuganda. Það er stundum verið að taka til ]>ess að maður, sem elst upp í ís- lensku fámenni, geti látið sér delta margt i bug, sem synir binna stærri þjóða geta ekki. En er þetta ekki ofur eðlilegt, að einmitt fámennið verði lil þess að dýpka lnigsunarferil einstaklingsins? Menn segja, að menningin verði að liafa fjöl- menni til þess að geta dafnað, en gleyma þá liinu, að fjöl- mennið og dægurþrasið eyðir tíma, sem annars yrði stundum varið til þess að glíma til sig- urs við margar þær gátur, sem ávallt verða óráðnar vegna þess að næði vantar til að ráða þær. Síra Eirikur, en svo var hann lengstum kallaður, þó að hann væri sæmdur prófessorsnafn- bót löngu áður en farið var að nota bana til gamans, var for- stöðumaður Söfnunarsjóðsins f v rs ta a 1 d arf j ó rð u ngin n lengst af án nokkurrar þókn- unar. Og þessi stofnun var jafn- an uppáhald lians, bún var hans skilgetið barn, og bonum auðn- aðist að sjá, að hún mundi ná tilgangi sínum. Sama ár og síra Eiríkur gerð- isl presfúr að Steinnesi kvænt- ist hann Guðrúnu dóttur Gisla Hjálmarssonar lækins Austfirð- inga og varð þeim fjögra barna auðið, en tvö dóu í bernsku og dóttir þeirra dó uppkomin en ung. Eftir lifði lil manndóms- ára sonur Jieirra, Eggert Briem óðalsbóndi i Viðev og um skeið formaður Búnaðarfélags ís- lands. Rak bann á sínum tíma mesta slórbúið í nágrenni Reykjavikur. Iljá bonum og Sig- urði bróður sínum dvaldi sira Eiríkur mest bin síðari ár ævi sinnar, en konu sína liafði hann misst árið 1893. Hér að framan befir aðeins verið getið um fátt eitt af því, sem sira Eiríkur lagði liönd á um æfina. Ilitt væri of um- fangsmikið fyrir stutta grein, að rekja til nokkurrar blítar það, sem bann lét sig varða, því að svo iimfangsmikið var það. En i öllu gætti binna sönnt einkenna mannsins, sem vikið befir verið að i sambandi við þau mál, sem drepið hefir ver- ið á. Sira Eiríkur var mikill mað- ur að vallarsýn, góðmannlegur og böfðinglegur. Fremur ómann- Framli. á bls. l'i.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.