Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1946, Síða 8

Fálkinn - 20.09.1946, Síða 8
8 FÁLKINN Riddarinn á hvíta hestinum Harry liafði alltaf farið með mig eins og liann vildi. Þegar við vor- um lítil hafði liann til að segja: „Stattu þarna upp við þilið, Maja. Eg er Vilhjálmur Tell, og ætla að skjóta þig.“ Eg fór upp að þilinu, nær dauða en lífi af liræðslu. Hann skaut á mig af boganum, og stund- um hitti liann mig. Það var sárt. Þegar við urðum eldri hélt hann áfram að særa mig — en á annan liátt. Eg gleymi aldrei einu kvöldi, þegar við vorum úti að ganga — við vorum hálft í hvoru trúlofuð þá! Á heimleið hittum við nokkra kunningja Harrys úr íþróttafélaginu. „Gott að við hittum þig, Harry. Við eigum að fara að halda fund í klúbbnum, og þú verður að koma líka!“ Harry skotraði til min augunum rétti úr sér og sagði svo: „Allt í lagi. Eg kem!“ „En hvað verður þá um Maju?“ sagði einn piltanna. Hann hét Tor Dahl. „Hún bjargar sér ein. Hún er ekkert barn.“ sagði Harry kæruleys- islega. Og þó að Harry hafi sagt og gert margt ljótt gagnvart mér síðan þá gleymi ég aldrei hvernig mér leið, þarna sem ég stóð andspænis vinum hans, stimpluð sem stúlka er ekki þyrfti að taka tillit til — sem sama stæði um. Þessi broddur sat lengi i mér og særði mig dýpra en örvarnar, sem hann hafði skot- ið þegar við vorum börn. En litlu síðar fyrirgaf ég honum af heilum liug — þó að hann vitanlega bæði mig ekki um það. Hann var ekki vanur að auðmýkja sig. Svo frúlofuðumst við eitt vorið, og ég lifði í veröld æfintýra og fagurra drauma. Margir urðu til þess að vara mig við Harry, ekki síst hann faðir minn. En ég vildi ekki hlusta á öli heilræðin. Hvenær gera ástfangnar stúlkur það? Og nú voru tveir dagar til brúð- kaupsins. Gestunum hafði verið boð- ið fyrir löngu, gjafirar voru komn- ar og brúðarkjóilinn minn iá tilbu- inn á rúminu í gestalierberginu og margfalt lag af silkipappír breitt yfir. Eg hafði verið úti og kom heim hlaðin af bögglum. Harry ætl- aði að koma heim seinna um kvöld- ið og ég flýtti mér upp til að gera mig fallega áður en hann kæmi. Mamma mætti mér í anddyrinu, og ég bað hana að taka við öllum bögglunum. Hún tók pappaöskju, sem ég liafði undir hendinni og lagði hana á borðið, og þá sá ég að hendur hennar skulfu. „Heyrðu, mamma, hvað gengur að þér? Þú hriðskelfur! Hefir eitthvað komið fyrir — eða ertu veik?“ „Maja, lofaðu mér þvi að vera styrk og stillt. Eins og hetja!“ „Hvað er að, mamma?“ Hún tók handleggnum utan um mig og dró mig i'ast að sér. „Það er viðvíkjandi Harry. Hann „Er hann dáinn? O, segðu það fljótt. Hvað hefir komið fyrir?“ „Nei, hann er í fuilu fjöri, fúl- mennið. En hann hefir slitið trú- iofuninni. Hann símaði til mín og bað mig að segja þér það, og jafn- framt var hann eitthvað að tauta um að hann ætlaði að giftast Margit Wal- man í staðinn.“ Eg hvorki æpti né féil í ómegin. Hægt en ákveðið losaði ég mig úr faðmi móður minnar og fór að taka af mér liattinn og kápuna, og svo gekk ég upp í lierbergið mitt, eins og í leiðslu. Það var eins og ég væri þornuð. Eg fann hvorki til reiði né sorgar. Harry hafði sært mig svo oft að ég var víst orðin alveg tilfinningalaus. Eg stóð við gluggann og starði niður í garðinn, sem var með fegurstu litbrigðum haustsins. Hugs- aði alls ekki neitt, og þegar mamma gægðist varlega inn um gættina og spurði hvort hún gæti gert nokkuð fyrir mig, þá svaraði ég alveg til- finningalaust: „Þú verður víst að hjálpa mér að endursenda allar gjafirnar. Það verður inikið verk — og svo auð- mýkjandi!“ En svo brast stíflan í mér og ég fleygði mér grátandi í faðm móður minnar. Við áttum heima í smábæ, og allir vila kjaftasögurnar þar. Hvar sem ég fór var pískrað um mig sem brúðina, sem brúðguminn sveik á þröskuldi hjónabandsins. Margir hlógu að mér i laumi og sögðu að þetta væri inátulegt á mig. Aðrir vorkenndu mér og reyndu oft með klaufalegu móti að sýna mér með- aumkun. Mér fannst álíka leitt að taka á móti hvoru sem var: hlátr- inum eða samúðinni. En enginn hló að Harry. Og sið- ar, þegar hann giftist Margit, lá við að fólk dáðist að honum. Margit var nefnilega einkadóttir ríks föður, og auk þess skrambi lagleg. Almenn- ingsálitið á stundum ekkert skylt við réttlæti. Eg var eins og einbúi um þessar mundir. Eg átti fáa vini, því að siðan ég var barn hafði ég verið með Harry. Eg liafði aldrei verið með neinum karlmönnum öðrum. All ir höfu vitað, að Harry átti mig með húð og hári, svo að öðrum piltum hafði aldrei dottið í hug að bjóða mér í bíó eða dansleik. Nú varð ég að fara þangað ein. Það var víst heldur enginn, sem kærði sig um að vera með súlku, sem allur bærinn benti á og hló að. Svo var það eitt kvöldið þegar ég hafði farið með bréf í pósthúsið fyrir pabba og var að flýta mér heim aftur, að ég lieyrði að kallað var til mín. Það var Harry. Við höfð- um ekki liittst síðan það skeði. Eg vissi ekki livað ég átti að gera eða segja, en eins og vant var tók liann stjórnina. „Bíllinn minn er hérna við horn- ið. Komdu með mér. Eg þarf að tala við þig! Það var engin auðmýkt eða ðir- un í röddinni. Hann notaði sama myndugleikatóninn sein liann hafði alltaf beitt gegn mér. Eg laut liöfði í undirgefni og gekk áleiðis til lians. Þá kom allt i einu ný persóna á sviðið. Langur, dökkhærður, ungur maður, skarpleitur: Tor Dahl. „Halló, Harry!“ heilsaði liann laus- lega í þá áttina, en svo sneri liann sér að mér og sagði: „Gott kvöld, Maja. Þú ert stundvís eins og klukka. Fyrirgefðu að ég hefi látið þig bíða!“ Hann tók liiklaust undir hand- legginn á mér, og áður en ég vissi af vorum við komin á stað niður götuna og skildum Harry eftir. Þeg- ar við voruirt komið úr talfæri við liann, sagði Tor og brosti afsakandi: „Þú mátt ekki reiðast mér, en ég þoli ekki að liorfa upp á hvernig hann reyndi að læsa i þig klónum aftur. Fyrirgefðu mér hreinskilnina. Og svo er hann líka giftur.“ Eg var dálítið gröm í fyrstu. Máske ekki við Tor að sama skapi og við sjálfa mig, því að ég vissi vel, að ef hann hefði ekki skorisl í leikinn og hindrað mig, liefði ég farið með Harry i bílnum. Og hversu lygilega sögu sem hann liefði komið með um það hvernig á því stæði að hann liefði flúið til min frá Margit, þá hefði ég víst tekið hana fyrir góða og gilda vöru og sagt að allt væri gleymt og fyrirgefið. Þvi að Harry hafði svo mikið vald yfir mér að ég varð eins og vax í höndunum á honum. En Tor gekk þarna áfram við hliðina á mér og leiddi mig enn. Við þögðum á leiðinni heim. Nám- um staðar við hliðið og nú fannst mér ég verða að þakka Tor fyrir þessa nærgætni. Þvi að þetta var fallega gert af lionum, hvað sem öðru leið. Hann fór hjá sér, þegar ég þakkaði honum, og reif sundur tóma vindl- ingaöskju á meðan. Svo leit hann á mig og sagði, eins og honum liefði dottið það i liug þá í svipinn: „Ást- in er að minnsta kosti undarleg til- finning.“ „Það er ekki ósennilegt. Og sár líka — það er að minnsta kosti mín reynsla. Góða nótt, Tor.“ Eg rétti honum höndina og hann tók fast í hana. „Heyrðu gætirðu ekki komið með mér á bió, eitthvert kvöldið?“ „Er þér alvara með það?“ „Hvort mér er alvara! mig hefir dreymt um það í mörg ár. Vissirðu það ekki?“ Eg varð vandræðaleg og fann að ég roðnaði. Tor var heiðarleg sál. Undir eins í bernsku hafði hann oft tekið svari mínu þegar Harry var sem ráðríkastur, en að hann bæri hlýhug í brjósti til min hafði mér aldrei dottið i hug. En þegar ég sá skær og trygg augu lians, fór mig að gruna, að ég væri meira en barn- dómsvinur. Nú hófst nýtt skeið í æfi minni. Tor fór með mig á allar skemmtan- ir, sem æskulýðurinn i bænum hafði upp á að bjóða. Minnimáttar- kenndirnar lirundu af mér liver af annari. Tor sá um það. Eg var liætt að imynda mér að ég heýrði hlátur og pískur á bak við mig, Þeir geta unnið! — Eins og kunnugt er, hafa stjórnarvöldin í Banda- ríkjunum látið sig miklu skipta, að framtíðarhorfur bæklaðra manna úr stríðinu verði sem bjartastar. Nú hefir verið komið á fót sýningu, þar sem sýnt er, að örkumlamennirnir geta alveg eins vel unnið að murgskonar verksmiðjuvirtinu og fullheilir menn. Atvinnurekendum hefir verið boðið á sýninguna, til b.ess. að þeir sjái staðreyndirnar með eigin augum. Myndin hér að ofan sýnir mann með gervihendur stjórna sög, sem gengur fyrir rafmagni, og blindan mann vinna með borvél.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.