Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1946, Blaðsíða 6

Fálkinn - 27.09.1946, Blaðsíða 6
6 Í'ÁLKINN - LITLA SAGAN - M. S.: Vinsældir Þessi skemmtun var öllum öðrum lík, fannst Ned. Clark Havener dró að sér athygli alls samkvæmisins. Hann var langur, svartliærður og slcrambi lögulegur í útliti. Þarna sat liann við píanóið og lék siná- lög, sem liann liafði búið til sjálfur. Hann söng undir, og liafði laglega rödd, og allt unga fólkið í Mason- ville sló hring um hann, og bað hann um að syngja og spila meira. ^Ned sat úti í liorni og liorfði hugsandi á fólkið. Honum fannst hann vera skelfing einmana þarna. Það skyldi alltaf vera svona. Clark var alltaf Ijónið í samkvæmunum. Aldrei var lialdið svo samkvæmi eða gleðskapur að hann væri ekki boð- inn þangað. Og ekki bara boðinn, — það var alltaf gert ráð fyrir að hann yrði hrókur alls fagnaðar. Og honum mistókst það aldrei. Ned stóð upp eftir dálitla stund og færði sig að píanóinu. Stúlka með rautt hár og blá augu leit hlæj- andi til hans. Það var Sandra Young, hún sem alltaf var i huga Neds, bæði í vöku og draumi. — Það er fallegt tunglsljós úti, hvíslaði hann að henni. — Við skulum fara dálítið út áður en við förum liéðan alveg. Hópurinn kringum pían.óið var farinn að syngja undir forustu Clarks. Sandra hristi höfuðið og hnyklaði brúnirnar. Ned sneri sér frá og fór svo burt. Hann beið nokkrar mínútur svo tók h’ann hattinn sinn og tókst að laumast út án þess að nokkur tæki eftir. Meðan hann var að aka heirn til sín þessa Ijúfu sumarnótt, og tungl- ið stráði geislum yfir voginn, liugs- aði hann með gremju um ranglæti heimsins. Hversvegna hafði hann ekki fengið sömu hæfileikana og Clark í vöggugjöf? Hversvegna var það ekkert, sem liann gat gert til þess að láta æskulýðinn í Mason- ville dást að sér? Mamma Neds var á fótum, eins og hún var vön, þegar hann fór út, og beið eftir honum. — Þú kemur snemma lieim, sagði hún. —- Hefir nokkuð komið fyrir þig? Er það Clark Havener, rétt einu sinni? — Það er ekkert út af Clark að sétja. Hann er sniðugur, sagði hann. — Það er engin furða þó að Sandra sé hrifin af -honum. Frú Sedgevick hristi höfuðið. — Clark er ekki sniðugur, sagði • hún. Hann er bara eðlilegum gáfum gædd- ur, en það verður aldrei maður úr lionum. Hann hefir ekki framkvæmd í sér til neins. Næstu mánuðina fékk Ned ástæðu til að efast um þessa staðhæfingu móður sinnar. Það var altalað í bænum að Clark hefði verið tekinn inn i leikliússkólann og að hann ætti að fara til Hollywood. Vin- sældir hans fóru sivaxandi, og að- dáun Söndru á honurn meiri og meiri. Ned hugsaði til hennar með beiskju. Hann reyndi árangurslaust að gera sig að hetju í augum henn- ar, hann útmálaði fyrir lienni hvern- ig framtíð sín mundi verða og hví- líkt mikilmenni hann mundi verða með tíð og tíma. En Sandra hló bara að honum og augu liennar vissu ekkert annað mark en Clark. Loks neyddist Ned til að fara á verkfræðingaskólann. Móður hans hafði tekist að spara svo mikið af peningum, að liún gat kostað hann þangað. Sandra hafði lofað að hitta hann kvöldið áður en hann færi úr bænum, en hafði alveg steingleymt því. í staðinn liafði hún farið í samkvæmi með Clark. Á næstu fjórum áruin gleymdi Ned að lieita mátti öllu því, sem viðkom Masonville, og var allur í náminu. Það eina sem tengdi hann við bæinn var tilhugsunin um Söndru. Hann hitti liana stundum þegar liann kom í bæinn, hún var vingjarnleg við liann, eins og hún væri að tala við sér minni mann. En nú þóttist Ned vera orðinn mað- ur fyrir sinn liatt líka. Enn gekk sú saga, að Clark mundi verða frægur leikari, en lengra var nú ekki komið enn. Hann var ekki annað en samkvæmishetjan í litla bænum, aðal „númerið“ í öllum samkvæmum, og var enn innanbúð- armaður í járnvöruverslun Taylors. Ned vgr alltaf skenmit þegar hann sá hofmóðssvipinn á Clark. Nokkru síðar tók Ned próf sitt og varð efstur í sinni deild. Hann fékk undir eins góða stöðu hjá verk- fræðingastofu inni í landi. Hann vann af kappi og hækkaði i tign- inni. Efir þrjú ár var hann orðinn hálaunamaður og kominn i álit. Skoðanir lians á ýmsum viðfangs- efnum voru ræddar í sérfræðiritum um tæknileg efni. Þetta sumar ákvað Ned að fara lieim. Með starfi sinu hafði liann náð því marki, sem liann liafði sett sér. Hann var orðinn frægur maður. Hann gat eklci stillt sig um að hlæja, þegar hann minntist samkvæmisljónsins Clarks. Svo liugs- aði hann til Söndru og þá sló hjart- að hraðar. Sandra mundi áreiðan- lega liafa lesið um frama hans, og eflaust taldi hún liann mikinn mann. Bærinn gvar alveg eins og áður, og fólkið lika. Áður en hann komst lieim að húsinu sínu liitti hann Wayne Fields. Þeir tókust innilega í hendur. Wayne sagði honum, að það ætti að • vera skemmtun um kvöldið. Ned mætti til að koma þangað og rifja upp gamlan kunn- ingsskap við fólkið. Hann lofaði að koma og lilakkaði til að sjá alla kunningjana aftur. Þarna var sama fólkið, kannske ofurlítið eldra, en það sama. Clark Havener sat við píanóið og naut vinsældanna. Þarna var Sandra og kom hlaupandi til hans og bauð hann velkominn. — Kæri Ned, sagðí hún, — en hvað þú varst vænn að koma. — Hvernig vissirðu þetta? Sagði hún mamma þin þér það? Clark er rétt búinn með lagið, svo að þá getur þú óskað honum til hamingju. Eg hafði óskað þess að þú gætir komið liingað í brúðkaupið okkar. STJÖRNUS PÁR EFTIR JÓN ÁRNASON Haustjafndægur 1946. — 23. sept. — Alþjóðayfirlit. Utanríkismálin verða mjög á dag- skrá í heiminum á næsta ársfjórð- ungi og umræður verða miklar um þau, því meiri hluti pláneta er í loftsmerkjum. — Sömíi plánetur eru í aðalmerkjum og bendir það á framkvæmdaþrek mikið í þessum efnum. — Sólin hefir afstöður góð- ar, þó að þær séu ekki sterkar og styrkir það þessi áhrif. — Nýja tunglið 24. sept. og samstæða Mars og Júpíters benda á jarðskjálfta, sem gæti átt sér stað um Panama eða á þeirri lengdarlínu eftir 8. okt. Hans gæti og orðið vart í vest- anverðri Norðurálfu, i Burma eða austan Nýja Sjálands. Lundúnir. — Fimm plánetur eru í 8. húsi og er Sólin næst sterkasta 'punktinum. Menn af liáum stigum gætu dáið. En með þvi að Sólin hefir góðar afstöður er líklegt að áhrifin verði góð fyrir lieildina. — Úran er i 5. luisi og liefir slæma afstöðu lil Satúrn. Sprenging gæti átt sér stað í leikhúsi eða í sk'emmti- stað. Kennslumál undir örðugum áhrifum og umræður um þau. Mörg ófyrirsjáanleg atvik geta borið á góma í þvi efni. — Satúrn ræður utanríkismálum. Þetta er ein af hinum örðugustu afstöðum. Örðug- leikar koma frá Frakklandi, Ítalíu og Rúmeníu o. fl. — Venus í 9. liúsi. Siglingar og viðskifti við ný- lendurnar ættu að vera góðar undir þessum áhrifum. — Heildarafstaðan nokkuð stöðug og sterk. Berlín. — Tunglið ræður utan- ríkismálunum og hefir fremur góð- ar afstöður, en þó geta breytingar nokkrar átt sér stað í þeim efnum. Dánartala gæti hækkað nokkuð, því Mars er i 8. húsi. — Satúrn i 6. liúsi. Er þetta slæm afstaða fyrir verkamenn og vinnandi lýð. — Úran er í 4. liúsi. Ráðendur í Þýskalandi munu eiga von á örðugleikum nokkr- um og vandkvæðum i sambandi við námurekstur og sprengingar gætu átt sér stað í opinberum byggingum. — Allar plánetur eru nálægt vestur- sjóndeildarhring og verður því frek- ar seinlæti í framkvæmdum. Moskóva. — Neptún ræður utan- ríkismálum. Afstaða Jiessi bendir á bakmakk og undanbrögð í þess- um efnum. Örðugleikar í giftingar- málum og vandræðamálum, sem birt- ast í réttarsölunum. Mars og Júpíter eru einnig í 7. liúsi. Gæti bent á styrjöld og aukinn styrjaldarhugsun- arhátt. — Tunglið er i 0. húsi og liefir góðar afstöður. Þrátt fyrir það mun þó bera á nokkurri ó- ánægju meðal almennings og það gæti gert vart.við sig í sjóher og flota. — Úran er i 3. liúsi. Spreng- ingar og önnur vandkvæði gætu komið til greina í síma, póststarf- senii og útvarpi. — Heildarafstaðan er veik, því megnið af plánetunum eru undir sjóndeildarliring. Tokijó. — Heildarafstaðan er veik, jiví að allar plánetur eru undir sjóndeildarliring nema Úran. — Samgöngumálin munu mjög á dag- skrá í Japan, því Sólin er i 3. húsi og ýmislegt mun gert til úrbóta. Mars og Júpter eru í 4. húsi og hafa slæma afstöðu til Satúrn. Liklegt er að ráðendurnir eigi við ýmsa örðug- leika að etja og liarða andstöðu. — Satúrn í 1. húsi. Liklegt er að al- mennir örðugleikar og tafir, órói og slæmt heilsufar komi til greina. — Úran í 11. húsi. Örðugleikar í þinginu og áhrif iBandarikjanna sterk. Washington. — Allar plánetur yf- ir sjóndeildarliring og bendir á sterka afstöðu. Stjórnin og afstaða hennar mun mjög á dagskrá. Tungl- ið ræður liér mestu og hefir góðar afstöður og er í 10. liúsi. Ágæt afstaða fyrir stjórnina. — Neptún i 11. húsi. Baktjaldamaklc mun eiga sér stað i þinginu og stjórnin gæti fengið meirihluta mótatkvæða í ein- hverju máli. Óvænt, óþægilegt atvik mun koma í ljós. — Úran í 8. liúsi. Ifátt settur maður gæti látist. Island. Sólin er í 8. liúsi. — Hefir hún góðar afstöður, svo að lieppni ætti að vera með þjóðinni á þessum tíma. Þó gæti hátt settur embættis- maður látist. Satúrn og Tunglið eru einnig í húsi þessu og bendir á að fyrrverandi stjórnarembættismaður muni deyja. 1. hús. — Júpíter ræður húsi þessu. — Eru afstöður lians ekki góðar. Örðugleikar vegna viðskipta og siglinga og fráfall eldri manna. 2. hús. — Satúrn ræður liúsi þessu. — Örðugleikar ýmsir viðvíkjandi fjármálum og viðskiftamálum bænda. Tafir á aðgerðum í þeim málum. 3. hús. — Mars ræður húsi þessu. — Hætt er við að örðugleikar og vandkvæði eigi sér slað i umferða- málum, slys og’ íkveikjur. Vandkvæði í sambandi við þá, sem vinna í þeim greinum. 4. hús. — Venus ræður liúsi þessu. — Góð afstaða fyrir bændur og veðurfar ætti að vera gott. 5. hús. — Venus ræður einnig húsi þessu. — Hagkvæm afstaða fyrir leikliús og skemmtistaði. Góð afstaða fyrir kvenþjóðina og barns- fæðingum mun fjölga. fí. hús. — Merkúr ræður liúsi þessu. — Góð afstaða fyrir verka- menn og þeir munu æskja aukinnar menntunar. 7. hús. — Úran er í húsi þessu. — Hefir slæmar afstöður frá Satúrn. — Örðugleikar í utanríkismálum og áróður gæti komið til greina gegn ríkinu. 9. hús. — Neptún er húsi þessu. — Hefir hann góðar afstöður. And- leg mál og andatrúarstarfsemi undir góðum áhrifum. 10. hús. — Venus er í liúsi þessu. — Góð og heillarik afstaða fyrir stjórnina. — Gifting meðal liátl settra manna. — Opinberir starfs- menn undir góðum áhrifum. 11. liús. — Mars ræður húsi þessu. — Umræður verða miklar og ágrein- ingur um ýms mál í þinginu. Eitt- hvað gæti eigi að siður orðið að gagni, því að góð er afstaða milli Mars og Sólar. 12. hús. — Engin pláneta var í húsi þessu og mun því bera lítið á áhrifum þess. Heildarafstaðan er nokkuð sterk, því að allar pláneturnar eru yfir sjóndeildarhring, en þó eru þær allar nær vestursjóndeildarhr.ing en austur og þvi gætu einhverjar tafir orðið á framkvæmdum. Ritað 3. sept. 19kfí.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.