Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1946, Blaðsíða 12

Fálkinn - 27.09.1946, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN Övre Richter Frich: 2o Þöglu börnin frá Úral sælan pólfara að taka sér hvíld — langa og góða Iivíld. En áður en ég sofna.... hvað heitirðu, félagi? — Sergej. — Sergej, ekkert meira en Sergej ? — Nei, Hinn deyjandi maður reyndi að lyfta liöfðinu af úlfagærunni, en varð að hætta við það. — Einkennilegt, muldraði hann .... ég er með kveðju til þín .... frá hvíta engl- inum. Það er ung stúlka, sem situr í út- varpsturni við Mackenziefljótið. Þú getur f.indið einkennisstafina liennar í bókinni þarna. Við heyrðunr hara röddina hennar — en livílík rödd! .... Eg elskaði hana, við elskuðum hana allir í virðulegri fjar- lægð. En hún endaði alltaf spurningar sín- ar með því að segja: Kemur Sergej ekki biáðum? Það varð grafliljóð í kompunni. — Og nú er Sergej lcominn, hvíslaði sjúki maðurinn og rétti hinum nýja félaga smum liöndina. Hún var ísköld. Svo leit hann við og lokaði fallegu, barnslegu augunum. Sergej lagðist fast að sjúka manninum o,g slökkti ljósið. Honurn var einkennilegt innanbrjósts. Gegnum gat á þakinu sá hann hjarta stjörnu. — Anna-María, hvíslaði liann .... — Anna-María heyrðist eins og lágt hergmál, frá manninum, sem lá í faðmi hans. Þegar Sergej vaknaði var loftskeytamað- urinn liðinn. Það var fallegt bros á ungu andlitinu. Hvíti eng-illinn. ANGT norður með Mackenziefljóti, þar sem freðmýrar heimskautaland- anna og þéttvaxinn barrskógur skift- ist á, hefir á síðari árum risið upp dálítil trúboðsslöð, þar sem pater Mikjáll er sálna- * hirðirinn. Þetta er frómur gamall prestur, sem hefir reynt sitt af hverju í loftslagi, þar sem aðeins elgurinn o,g lilfurinn geta veitt sér lífsbjörg yfir veturinn. Harðast kemur veturinn niður á Indí- ánafjölskyldunum, sem hafa sest að á fljótsbökkunum og draga fram lífið á laxi og þurrkuðu elgsketi. Þegar drottinn er verulega góður við þær og sendir þeim það sem þær þurfa til lífsins viðurlialds, liður þessum Indíánum sæmilega vel. Þeir svelta ekki í hel á meðan. Canadiska stjórn in hefir líka vakandi auga á þegnum sín- um fyrir norðan heimskautsbauginn. Og ef farsótt kemur upp meðal rauðu barn- anna þá sér útvarpið um að lærðir læknar komi fljúgandi með allslconar meðul og nærandi mat. Og gamli síra Mikjáll hlífir sér lieldur ekki þegar eittlivað amar að sóknarbörn- III. hluti: Hetjan frá Tsjeluskin um lians, sem láta sér hugarhaldið um að láta skíra börn sín og unga fólkið gefið saman með þeim tilburðum, sem nauð- svnlegir eru til að tryggja því farsæla framtíð. Hinum gömlu heiðingjum finnst líka sjálfsagt að láta jarða dáið fólk að kristnum sið, þó að þeir liafi líka i heiðri allskonar gamla útfararsiði og yfirlestur, til þess að tryggja það að hinn látni fái að koma inn i hinar eilífu veiðilendur. Nýi tíminn er kominn til þeirra. Allt sumarið var sifeldur hávaði yfir liöfðinu á Indíánunum, frá undarlegum dýrum, sem voru kölluð flugvélar. Þær fluttu með sér ýmiskonar varning og fóru hurt með ýmiskonar varning, og svo fóru að rísa upp hús og hlöður á bökkum fljótsins mikla. Gullgraftarmenn með sín einföldu tæki voru ekki lengur i tísku. Nú komu stórar sveitir af lærðum mönnum, sem settu saman stórar vélar og boruðu eftir málmum langt ofan í jörðina. Það var slórfenglegt að sjá þetta, en gömlu Indíán- arnir brostu meðaumkunarhrosi að þess- um hlægilegu borvélum hvítu mannanna. Og samt — það kom einhver hreyfing á allt með þessum verkfræðingum, þetta \oru allra mannlegustu menn, og hlust- uðu með aðdáanlegri þolinmæði á lyga- sögur rauðskinnanna um hvar gullið væri eiginlega hélst að finna. Og verkfræðing- arnir borguðu vel fyrir sig, þeir liöfðu Læði eldvatn og nóg af mat. Og þegar kuldarnir komu- söfnuðu þeir öllum tækjum sínum í hrúgu og flugu suður. Eftir urðu ekki aðrir en nokkrir veiði- menn, sem ráku verslun sína og veiddu loðdýr upp á gamla mátann. En í skógarliolti, sem bar hátt yfir mýr- arnar hafði um sumarið verið reistur turn með mastri og allskonar stálprjónum og vírstögum. Það var rétt svo að Indíánarn- ir gátu séð þetta gálgaverk frá tjaldbúð- um sínum, og fannst það alls ekki eiga þarna heima. Rauðskinnarnir gerðu sér enga grein fyrir, livaða gagn væri að þessu. En í síðustu heimsókn sinni hafði paler Mikjáll sagt þeim, að þetta væri út- varpsstöð, sem sljórnin hafði látið reisa, til þess að hægt væri að hafa fréttasam- band við þá, þarna norður frá. Þar sat ung stúlka, með hlustir fyrir eyrunum og. heyrði allt sem sagt var bæði í suðri og norðri. Eiginlega var það franskur Canadamað- ur frá Montreal, sem stjórnaði þessari stöð, æfintýramaður af gamla skólanum, sem var kominn af hinum frægu coureurs des bois. Nafn hans var vel þokkað bæði af Englendingum og Frökkum. Hann hét Samuel de Champlain. Sá, sem hefir fylgst með í sögu Canada veit hvaða þýðingu þetta nafn hefir haft fyrir fyrsta þroska þessa merkilega æfintýralands, fyrir nokkr um öldum liðnum. Champlain var ágætur verkfræðingur, en það var flökkumannablóð í æðum hans.Hann var í flokki þeirra, sem aldi'ei geta haldið kyrru fyrir til lengdar á sama stað í stórborgunum, en urðu að fara eitt- hvað út í buskann, lielst þangað sem eyði- legast var og minnst af fólki, og þar sem hægt var að upplifa æfintýri og maður varð að leggja mikið á sig. Það voru margir i Montreal, sem furð- uðu sig á því að þessi roskni verkfræðing- ur skyldi leita á burt úr samfélagi siðaðra manna, því að liann liafði verið mikill samkvæmismaður og mjög vel látinn með- al kunningja sinna. En þessir gömlu Canadamenn voru ekki allir þar sem þeir éru séðir. Þegar útþrá- ir kviknar í þeim er ómögulegt að tjónka við þá. Norðrið kallar á þá: Vötnin miklu, fljótin löngu, hinir freistandi ómar tundr- unnar, akstur á hundasleðum yfii: hjarn- ið, veinandi úlfavæll einverunnar í jaðri snjóklæddra barrskóga. Jú, Samuel de Champlain lokaði skrif- stofunni sinni og tók við forstjórastöðu fyrir útvarpsstöð norður í öræfum. En sú sem ýtti mest á eftir honum að lirinda i framkvæmd þessu áformi um að einangra sig að fullu, var bróðurdóttir lians, undarleg ung stúlka, sem enginn gat orðið klókur á. Anna-Mai'ia Champlain álti fortíð, sem fáir þekktu. Það voru margir ungir menn i Montreal, sem glaðir hefðu viljað fórna aleigu sinni og enda meiru fyrir að fá eitt bros hjá þessari ungu stúlku. En hún hrosti ekki við neinum. Hún gekk i sínum eigin draumum.Fegurð hennar var þess eðlis, sem gerir rómantíska unglinga angurværa. Þögul og fálát gekk liún sínar eigin götur. Fljótið milda var vinur hennar, og skóg- arnir miklu áttu ekkert leyndarmál, sem hún vissi ekki. Hún var ekki eins og aðrar stúíkur í hinni léttúðugu heimsborg á bakka Sl. Lawrencefljótsins. Þó að frændi hennar væri sterkefnaður maður tók hún engan þátt í samkvæmislífinu. Henni var það bein viðurstyggð. Hún spilaði livorki tennis né bridge og drakk ekki te eða coetails tíu sinnum á dag. Og hún. dansaði ekki heldur við ungu mennina, eða var til sýnis á baðfjörunum. Nei. — Þetta var ein- kennileg ung stúlka, villikvistur á göml- i<m aðalsstofni. En hinn virðulegi frændi hennar hafði aldrei verið eins sæll og þegar örlögin sendu liana lil lians fyrir nokkrum árum. Hún var eirikadóttir bróður lians — þessa bróður, sem skvndilega hafði horfið aust- ur í Úralfjöllum og hafði orðið fórn rauna- legra örlaga og livíldi nú í hinum ókunna grafreit æfintýramannanna. Það var eilt- hvað óstýrilátt við hana. Það var fært í frásögur hve liamslaus hún yrði þegar henni fannst einhver lcoma of nærri sér. Hún hafði reynt margt. Það vissu allir. Hún kom austan úr Rússlandi. Líldega loddi eitlhvað af bolsjevisma við hana. Og hinurn siðavöndu fjölskyldum í Mont- real fannst það skrítið, að tiginn maður eins og Samuel de Champlain, sem átti milcið í banka( og var aðlaðandi maður,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.