Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1946, Blaðsíða 10

Fálkinn - 27.09.1946, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN VHCS/VU U/KN&URHIR 21. Eftir eina umfer'ðina enn var hann orðinn nr. 2. Enginn fyrir framan liann nema rauði vagninn. Hann kreisti hendurnar að stýris- lijólinu, en ekillinn í rauða vagn- inum hafði séð að John var að koma og ók eins og óður maður. Nú var ekki nema ein umferð eftir af brautinni og enn var sá rauði á undan. Þá afréð John að komast fram úr keppinautnum í næstsíðustu beygjunni. 22. í beygjunni var „Eldingin“ hálfri vagnlengd á eftir rauða vagn- inum en John smádró inn á hann. Og nú skeði það! Eitt lijólið á vagni Wades hafði losnað, og vagninn veltist svo að hann lá á hvolfi og skrikaði eftir brautinni með ferlegu braki og brestum. Lausa hjólið varð inn að sementsgirðingunni........ ***** 23. Nú var brautin auð handa John og eftir nokkrar sekúndur ók hann yfir marklínuna með köttinn sinn í fanginu. Fólkið ætlaði að slíta hann sundur af skelfingu, en John flýtti sér inn í læknistjaldið til þess að spyrja hvernig keppinautn- um liði. Hann hafði sloppið furðan- lega vel við meiðsli. ***** 24. Og svo kom herra Morton með girnilega samninginn, sem John und- irritaði. Blaðaljósmyndararnir höfðu nóg að gera, og nafn Johns var á allra vörum. Hann sá aldrei Wade framar. Því að hann hafði tekið þann kostinn að hverfa á burt af vettvanginum. — Upp frá þessu ók John aldrei nokkurn spöl án þess að hafa köttinn með sér. ENDIR. Veðhlaupakötturinn Barnasaga með myndum Þær voru að tala um trúlofun Ragnars. — Hefirðu óskað honum til hamingju? Nei, það hefi ég ekki. — Og henni ekki heldur? — Nei. — Hversvegna ekki? — Eg þekki hana ekki og get þessvegna ekki óskað honum til hamingju. En hann þekki ég, og þessvegna get ég ekki óskað henni til hamingju. — Hvar eigum við að vera í sum- arfríinu? — Eg verð að vera heima. Eg hefi pantað hraðsamtal við New York. Theobald Hansen, sem er stundum meinlegur, hittir Carstensen full- trúa á götunni og vindur sér að lionum: — Svo að þér ætlið að fara að gifta yður, hefi ég heyrt! Flest hjón lifa saman eins og hundar og kettir. — Það eru nú líka til hundar og kettir, sem kemur ágætlega saman. — O, svei! Reynið þér að binda þá saman og sjáið svo livernig fer! — Edinborgarblaðið „The Scots- man“ hefir nýlega birt langa grein, þar sem það ræður eindregið frá þvi að kaupa nýja landsuppdrætti handa skólunum, þangað til útséð sé um hvort nýtt strið komi. Adamson veiðir S'k r Brúðkau pstertan. Madsen prófessor byrjaði kennslu- stundina með því að tilkynna, að hann ætlaði að tala um „afstöðu uppeldisins til lygarinnar" og hélt svo áfram: — Hve margir af ykkur hafa ann- ars lesið þrjár fyrstu kaflana af bólc- ítlur Via n — Æ, já, bara að ég vœri með tréfótl — Nú, hversvegna? ■— Vegna þess, að þá væri mér ekki kalt á tánum. inni minni, .með þessu nafni? Allir stúdentarnir réttu upp hönd- ina. — Ágætt! fyrirtak! Þið hafið gefið mér gott efni til að byrja með. Eg hefi nefnilega alls ekki skrifað neintj bók um þetta.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.