Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1946, Blaðsíða 11

Fálkinn - 27.09.1946, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 í greipum Grænlandsísa Framh. úr siðasta blaði. Hjálparleiðangrarnir. Það fór illa um þá þar sem þeir lágu í kös inni í vélarbúknum. — Eftir aS O’Hara kól á fótunum voru þaS tveir sjúklingar, sem lágu i vélarbotninum, og þeir urSu aS skríSa kringum þá. Þeir fikruðu sig varlegá áfram og handfestu sig viS vélbyssuskeftin, og í hvert skifti sem þeir stigu niSur fæti í myrkrinu spurSu þeir O’Hara og Spina: — Er þetta gott? Hvernig líSur þér? Kemst ég hérna? En á fimtánda degi gleymdu þeir allri varkárni er þeir urðu þess varir aS stór C-54-flugvél flaug yfir þeim með Bernt Balchen ofursta um borS. Undir eins og heyrSist í flugvélinni þustu þeir allir út. Spina sagði aS þeir gengi á sér, en hann setti þaS ekki fyrr sig. Honum var eins innanhrjósts og öllum hinum. Þetta var liinn 24. nóvember. Fyrst lét flugvélin ýmsar vistir detta til þeirra i fallhlif. En öllum til vonhrigSa var stormurinn svo mikill að hlífin lagðist ekki saman þegar niður kom heldur verkaði eins og segl, og alla bögglana rak úr augsýn.*Sá spölur, sem þeir gátu náð til vista á, var mjög takmark- aður og framanvert við flugvélina. Einn af piltunum gat náð i einn böggulinn og ætlaSi að hramsa hann en fallhlífin dró hann áfram með sér þangað til hann var kominn fram á sprungubrún og þorði ekki annað en að sleppa. Flugvélin flaug í hring, lækkaði sig niður í 70 metra hæð og fleygði nú niður bögglum fallhlífarlaust. í þeim var matur, prímus, heimskautafatnaður og svefnpokar. Flest af þessu lenti þar sem liægt var að ná til þess. En vegna stormsins náðist ekki nema litið af þvi þann daginn. Daginn eftir var lygnara og þá fpru þeir út sem ferðafærir voru, bundu sig sam- an og gátu náð ýmsu. Það kom á daginn að prímusinn gat ekki brennt blý-bensíni, en annað höfðu þeir ekki. Siðar var hreint bensín látið detta niður til þeirra, en brúsarnir rifnuðu. Þeir fundu böggul með tei og sykri, sem hafði blandast samau í einn lirærigraut. Síuðu þeir þetta í sundur í flugnaneti. Nú hafði staða flugvélarinnar ver- ið ákveðin og var nú hafist handa um björgunartilraunirnar. Það kom á daginn að þeir höfðu lent um 40 km. frá einni veðurathugana- og björgunarstöðinni, sem sett hafði verið upp i jaðri landissins, og það virtust horfur á að hægt væri að ná til þeirra, þó að dagurinn væri ekki nema fjögra tima langur. Það var reynt að komast til þeirra á hundasleðum, en snjórinn var svo djúpur og fingerður, að liundarnir gátu ekki dregið. Sumstaðar liafði skarinn lilaðist i garða, margra metra háa, sem ómögulegt var að koma slcðum yfir. Margir af sleð- unum ultu og brotnuðu og hundar drápust, svo að hætt var við þessa tilraun. Undir eins og staður flugvélar- innar hafði verið ákveðinn héldu tveir æfðir Grænlandsfarar, Max H. Demorest og Don T. Tetley af stað. sinn á hvorum mótorsleðanum og hvor með sinn sleðann aftan í. Tet- ley hafði séð Grænlandsisinn í fyrsta sinn í ágúst en síðan hafði hann fengið æfingu. Þessir tveir munu vera þeir fyrstu, sem farið hafa um Grænlandsjökla að vetrarlagi. Þeir gátu ekki tekið beina stefnu á flugvélina en urðu að fara marga króka vegna jökulsprungnanna. — Fyrir það var leiðin lengri. Þeir fóru bægt, bæði vegna þess að færi var þungt og vegna þess að þeir vildu fara sem varlegast. Demorest fór á undan á skiðum til að kanna Ieiðina, en Tetley kom á eftir og ók fyrst fram öðrum sleðanum og gekk svo til baka til að sækja hinn. Samtímis hélt strandvarnarskip með Grumman-flugbát um borð i lægi, sem aðeins var nokkra kíló- metra þaðan, sem flugvirki Monte- verdes hafði strandað. Það var eins og björgunin væri að koma úr öll- um áttum. Hinn 29. nóvember var merkis- dagur. Varðskipið hafði kastað akk- erum við ströndina skammt frá, og þeir höfðu samband við það. Svo kom C-54-vélin stóra í annað sinn og varpaði niður vistum, þar á meðal niðursoðnum kjúklingum, bjúgum, súpu og sykruðum ávöxt- um. Og í loftskeyti var þeim sagt að sleðar væru á leiðinni til þeirra. Frá skipinu lögðu upp þeir John A. Pritchard yngri og loftskeyta- maðurinn .Benjamín A. Bottoms á Grummanflugbát með hjólin undir. Þeir flugu yfir þeim, létu detta orð- sendingu um hvernig væri að lenda og livort þeir ættu að reyna það. Það var raun fyrir piltana að geta ekki beðið þá um að lenda, en þeir vissu hvílik hætta var samfara þvi, og auk þess sáu þeir að hjólin á vélinni höfðu verið sett niður. Monteverde svaraði: — Reynið það ekki. Ómögulegt að lenda með hjólin niðri. Samkvæmt skipun Pritchards svar- aði Bottoms: — Komum samt! í djúpum snjó stingast hjól á landflugvél á kaf og vélin steypist kollhnýs. I ýtrustu neyð getur svona flugvél gert magalendingu án þess að áhöfnina saki, en þá er vissa fyrir að loftskrúfurnar eyðileggj- ast, að minnsta kosti. Flotliolt og bolur á sjjóflugvél geta stundum dugað sem skíði, þegar lent er á snjó. Pritchards hafði mikla reynslu i jökulflugi. Það er ekki enn ljóst liversvegna liann hafði hjólin niðri við þetta tækifæri — í fyrsta sinn. Hjólin rákust í snjóinn, og það var með mestu erfiðismunum að honum tókst að liindra að vélin steyptist. Bumban af vélinni tólc af versta fallið og það bjargaði. Það var ekki annað sjáanlegt en að slys væri yfirvofandi og þeir sem á liorfðu stóðu á öndinni þangað til vélin staðnæmdist á réttum kili. Frá lendingarstaðnum hélt Pritc- hard svo gangandi til strandmanna. Hann reyndi fyrir sér með staf til að forðast sprungurnar. Eftir fimm kortér kom liann að eyðilögðu flug- vélinni. Þrátt fyrir allan varnað var hann nærri þvi kominn i sprung ur hvað eftir annað, en bjargaði sér jafnan á síðustu stundu. Monteverde sagði við hann: — Þér hefðuð ekki átt að lenda. Það er ekki sagt að þér komist upp aftur, Pritchard svaraði: — Eg geri ráð fyrir að verða hérna kyrr. Monteverde: — Það kalla ég hug- rekki! Hvorki O’Hara né Spina gátu geng- ið til flugvélarinnar og það hefði orðið magnþrota piltunum ofraun að bera þá. Pritcliard stakk upp á að Monteverde lcæmi með honum vegna þess að hann var svo kalinn að telja mátti hann örkumla, en Monteverde neitaði því. Hann sendi Tucciarone og Puryear, duglega pilta, sem hann vildi ógjarnan missa. En þetta var forsvaranlegt; þeir þurftu báðir á læknislijálp að halda, en voru liinsvegar svo á sig komnir, að þeir gátu gengið að Grumman- flugvélinni. Þessir tveir og Pritcliard fóru svo ásamt Spencer. Þegar þeir komu að flugvélinni var hún fros- in föst í snjónum, svo að Spencer þurfti á öllum sínum kröftum að halda til að losa liana. Svo tókst Pritchard að létta fyrirhafnarlítið og flaug liann með farþega sína til lierskipsins, þar sem þeim var vel fagnað. Nú liafði tveim fyrstu mönnunum verið bjargað, eftir tutt- ugu daga bið. — Demorest og Tetley héldu áfram með sleða sína allan daginn. Eftir að nóttin kom var stjörnubjart og stillt veður, og þeir héldu áfram og notuðu vasaljósin sín. Demorest var á undan með sinn sleða þegar þeir komu að breiðri sprungu, þar sem nýsnjórinn lét undan. Monteverde og hans menn áttu von á þeim og sendu upp flugelda, svo að þeir skyldu sjá að ekki væri langt eftir. Þeirn tókst enn að halda áfram uns þeir komu að nýjum sprungum, um 3 km. frá flugvélaflakinu. Þaðan héldu þeir áfram á skíðum og koma á leiðarenda á miðnætti. Þeir hittu þar alla vakandi og í besta skapi. Kjúklingaketið stóð tilbúið handa þeim. Demorest at- hugaði úlnliðinn á Spina og kal þeirra hinna, og batt um það á ný. Þeir sleðamennirnir færðu þeim góðar fréttir af stríðinu. Innrásin í Norður-Afríku var nýlega hafin þegar þeir lögðu upp og margt hafði skeð síðan þá. Sleðamennirnir ráku fljótt aug- un í að vistarveran þarna i flug- vélarbúknum var mjög óþægileg, en þeir höfðu komið sér vel fyrir og lært að lifa á jökli, eins og Tetley komst að orði. Þeir liöfðu lært að komast hjá kali á fótifm með því að taka af sér stígvélin og vefja fallhlífarsilki utan um fæturna. Það varði gegn gulda og blóðrás- in gat lialdist óliindruð. Flugmenn virðast leggja stéttvíst liatur á að ganga í öðru en silkisokkum, en nú höfðu þeir fengið ullarsokka og kunnu að meta þá. Þeir höfðu vanist að skilja hanskana sína eftir úti, þannig að isinn á þeim bráðnaði ekki og gegnbleytti hanskana og frysi svo á ný; þeir höfðu lært að þeir máttu ekki orna sér á fingrun- um yfir eldi heldur þvert á móti láta kuldann leika um þá til að venjast. Það var afráðið að Demorest og Tetley skyldu hverfa aftur til stöðv- ar sinnar til að sofa, og koma aftur morguninn eftir kl. 10 (um sólarupp- komu). Þá ætluðu piltarnir i flug- vélinni að hafa morgunverð tilbú- inn handa þeim. Þeir Demorest fóru til sleða sinna um kl. 1 um nóttina. Þeir vissu að auðvelt mundi reynasl að aka að flugvélinni eftir slóðan- um, sem þeir höfðu látið eftir sig, Grumman-vélin mundi koma aftur, einangrunin var rofin, tveir menn höfðu þegar verið fluttir um borð og bráðum mundi þessu æfintýri lokið. Framh. í næsta blaði. Frá ölpunum. — Þessi mynd er frá lithi þorpi í svissnesku Ölpunum, þar sem fólkið lifir í friði oy ró, laust við allar erjur heimsins og kjarnorku-áhyggjur. Nautin eru að slökkva þorstann í vatnsþró þorpsins.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.