Fálkinn


Fálkinn - 06.12.1946, Blaðsíða 7

Fálkinn - 06.12.1946, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 IÉÍ11II1 : ''"í. v ■■ '•■ ' ■ ■ Verkfall í Hollywood. Hollywood virðist vera bær verk- fallanna. Og þó að ekki sé hægt að bera verkföllin þar saman við hin áhrifamiklu verkföll í höfuðat- vinnugreinum Bandaríkjanna sem svo mikið hefir borið á á þesim ári, þá eru þessar vinnustöðvanir þó alvarlegar, þar sem geysimikið fé hefir verið lagt í kvikmynda- iðnaðinn, og truflanir á lionum valda ifmisskonar fjárhagsörðug- leikum. — Myndin sýnir verkfalls- menn stöðva bíl, sem er í akstri fyrir kvikmyndavinnustofu. — \ Stríðsuppfinning í þjónustu land- búnaðarins. — Radio-plógur nefnist eitt hinna nýju tœkja, sem farið er að nota í landbúnaðinum eflir stríð. Útbúnaður hans byggist á uppfinningum, sem gerðar voru meðan á syrjöldinni stóð, en nú er sem óðast verið að reyna slíkar uppfinningar á sviðum friðsam- legs atvinnulífs. — Það virðist espa hundana, að enginn maður stýrir plógnum. Frá Haifa. — 1 óeirðum, sem urðu í sambandi við það, að skonnortan „Palmach“ reyndi gegn banni Breta að koma með Gyðinga til Palestínu, var einn Gyðingur drepinn. / mót- mælasjcyni gegn þe:ssu stofnuðu Gyðingar í Haifa til útifunda og hópgangna um borgina. Hér sést einn slíkur hópur, með æðsta prest- inn í brjósti fylkingar, ganga gegn- um borgina. Bresku liersveitirn- ar urðu að dreifa mannfjöldanum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.