Fálkinn


Fálkinn - 29.08.1947, Page 6

Fálkinn - 29.08.1947, Page 6
6 FÁLKINN Myndasaga: ¥e§aling:arnir Victor lliigo Copvfigh) P. I. B. Box 6 Copenhage* Madeleine sneri sér nú a'ð vitn- unum þremur. Við hinn fyrsta sagði hann: Þú gekkst alltaf með nokkr- ar einkennilega fléttaðar ólar.“ Við annan: „Þú reyndir að svíða brenni merki þitt af, en það heppnaðist ekki.“ Og við þann þriðja: ,,Á hand- legg þinum er „tattóveruð“ dagsetn- ing landgöngu Napoleons, 1. mars 1815. — Lyftu erminni upp!“ Vitnið gerði eins og Madeleine sagði og tölurnar sáust greinilega. Það varð dauðaþögn í salnum. Allir furðuðu sig á hinni drengi- legu framkomu Madeleines. „Nú efast líklega enginn lengur um að ég sé Jean Valjean, og fyrst enginn sýnir snið á sér til að hand- taka mig, hcld ég leiðar minnar. Þið vitið, hvar mig er að finna.“ Þvínæst gekk Madeleine hindr- unarlaust út úr salnum. Klukkutima síðar kom ákærði út um sömu dyr," — hann hafði verið sýknaður. Madeleine tók póstvagninn til Montreuil og skundaði síðan til sjúkrabeðs Fantine. Húkrunarkonan rak upp stór augu, þegar hún sá borgarstjórann koma inn, gráan fyrir hærum. — Fantine spurði á- kaft eftir Cosette mitt í óráðshjali sínu. Allt í einu reis hún upp og starði lil dyra. Inn kom Javert. Hann stikaði nú inn gólfið og sagði erindi sitt: Hann hafði fengið hrað- boð frá Arras um að handtaka Madeleine. Andlitssvipurinn lýsti sjálfsánægju. Grunur hans hafði nú loksins verið staðfestur. Athurðir ])essir fengu svo á Fantine, að inn- an stundar slokknaði síðasti lífs- neistinn og hún lá nú liðið lik á sjúkrabeðinu. Copyright P. I. B. Box 6 CopenhageTi Handtaka Madeleines olli uppnámi í Montreuil. En ])egar það spurðist að hann hefði áður verið galeiðu- þræll, fylltist borgarlýðurinn við- bjóð og gremju. Velgjörðir þær, sem bærinn hafði hlotið frá Made- leine, gleymdust lika fljótlega. Madeleine sat ekki lengi í fang- elsi þetta sinnið. Ilann braut glugga- rimlana, sem svo oft áður, og um morguninn var hann horfinn úr bænum. Frelsið stóð þó ekki lcngi. Hann var fljótt gripinn og hlaut lífstíð- arfangelsi í Toulon með fanganúm- erinu 9430. Áður en Madeleine var hanitek- inn i síðara ski])tið, hafði hann grafið fjármuni sína og þar á með- al silfurstjakana tvo. í október 1823 kom skipið „Ori- on“ í Toulonhöfn til viðgerðar eft- ir strand. — Á hafnarbakkanum var saman kominn fjöldi manns, sem urðu áhorfendur að spennandi sjónleik um borð. Háseti, sem var að gæta að seglútbúnaðinum uppi í reiða, hafði misst jafnvægið, en gripið í kaðalspotta um leið og hann féll. Nú dinglaði hann í spottanum og hrópaði á hjálp. Einn galeiðuþrælanna, sem unnu við höfnina bað um leyfi til björg- unartilraunar. Verkstjórinn gaf leyfi sitt og galeiðuþrællinn var settur um borð, eftir að fjötrarnir höfðu verið leystir af fótum hans. Fimur sem köttúr klifraði hann upp i reiðann setti reipi fast og seig niður til hásetans. Á siðasta augnabliki kom hann hásetanum til hjálpar og hóf sig upp með hann. Fjöldinn á hafnarbakkanum, sem liafði fylgst með atburðinum, liróp- aði nú af fögnuði og heimtaði, að galeiðuþrællinn yrði náðaður. Hinn kattfimi björgunarmaður tók sér iirlitla hvild uppli á ránni, áður en hann tók að klifra niður. Er hann var koriiirin riókkuð niður kaðlana fékk hann aðkenningu af svima og féll útbyrðis. Næsta rlag fluttu blöðin í Toulon ])á fregn að lífstíðarfangi nr. 9430 hefði drukknað í höfninni eftir vasklega framgöngu við björgunina, Líkið hefði ekki fundist. Nú víkur sögunni til krárinnar hans Thénardier. Cosette óx ])ar upp en var illa haldin. Hún lirædd- ist bæði húsbóndann og húsmóður- ina, sem létu hana gera ýms erf- iðustu verkin á bæ.num Eitt af verkum hennar var að sækja vatn í lind, sem var inni i skógi, kipjjkorn frá veifingahúsinu. Kvöld eitt bar ferðalang að garði og vildi hann fá vatn handa hesti sínum. Gosette varð að sækja vatn- ið, en þó kveið hún fyrir ferð- inni, því ])að var bæði dimmt og kalt. Frú Thénardicr rétti henni líka 15 súur fyrir brauði, sem hún átti að kaupa á leiðinni. Án þess að mæla orð frá vörum, hélt Cos- ette af stað.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.