Fálkinn


Fálkinn - 29.08.1947, Qupperneq 7

Fálkinn - 29.08.1947, Qupperneq 7
FÁLKINN 7 Vandasamt val. — 7 enska þorpinu Cassington 'i Oxfordhéraði var valin fegurðardrottning í sambandi við hátíðahöld á staðnum. Dómarastörfin félla í hlut nokkurra starfsmanna frá B. B. C. Ekki virðast þeir samt mjög ánægðir með hlutverk sín, og vafalaust vildu þeir hafa þátttakendurna ofurlítið snoppufríðari, svo að ekki væri nú talað um að þær væru á sund- bot, því að þá fgrst mumlu þeif gegna hlutverki sínu af lífi og sál. Stella Horne bar sigur af hólmi. Iiún er h. frá hægri. Hér sést mijnd af Patricíu, dótt- ur Mountbattens varakonungs, og Brabourne lávarði í gifl- ingarskrúða. Þau voru gefin sam an í Ramsey Abbey og giftinga- veisluna sátu bresku konungs- hjónin. Brúðurin er 22 ára gömnl. 1 vetur var haldin sýning á brúðum i Caxton Hall í Lund- únum. Voru þar til sýnis brúð- ur frá flestum löndum heims, og þótli litlu stúlkunum því ósköp gaman að koma þang- að inn. Hér sést fjögurra ára Evudóttir leika sér með nokkr- um sýningarbrúðumim. Breska hvalveiðaskipið „Bala- ena“ sést liér á höfninni í Sout- hampton, áður en það héll til suðurhafa. Með því fóru nokkr- ir vísindamenn til þess að rann- saka gildi hvalkjöts til mann- eldis. Truman talar gegn kynþáttahatrinu. — Mynd þessi var tekin á útifundi við Lincoln-minnismerkið, þar sem Truman flutti ræðu um stöðu svertingja í Bandaríkjunum. Taldi hann það hlut- verk stjcrnarinnar að reyna á alla lund að útrýma kynþátta- hatrinu og bæta hag negranna. — Fjöldi manns hlýddi á þessa ræðu forsetans. — Truman sést á miðri myndinni, undir fán- anum. Washington-súlan er í baksýn. Miguel Aleman, forseti Mexico, hefir verið í heimsókn í New York. Var honum sýndur þar allskonar sómi. Hér sést hann taka við einu mektarskjalinu af mörgum, sem hann hlaut. Wiltiam O’Dunyer, borgarstjóri, afhendir honum það á ráðhús- tröppunum. Eranskar fermingarstúlkur að kotna frá Sacre-Coeur kirkj- unni í Parísarborg.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.