Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1947, Síða 4

Fálkinn - 17.10.1947, Síða 4
4 F Á L K I N N Jón Dúason: Landkönnun Frcgnin um liið furðulega land, sem þeir Snæbjörn höfðu fundið, víg þeirra Snæbjarnar, nauðungar- eiðarnir, hefndirnar og afdrif jieirra Styrbjarnar og Hrólfs hlýtur að bafa flogið eins og eldur í s:nu um land allt á örskömmum tíma, eftir komu skipsins í Vaðil á Barða- strönd. En svo fylgdi þessari fregn það, að Jietta nýja land væri fullt af marg'skonar veiðidýrum, er lítt ótt- uðust manninn og iiægt væri að leggja að velli svo að segja eftir vild. Og sum Jiessara kvikinda voru dýrustu konungagersemar, er ekki voru aðeins verðar of fjár, lieldur og „gjaldeyrir“, er kaupa mátti fyrir hylli og vináttu mestu stórhöfðingja heimsins. Höfðingjarnir við Breiða- fjörð höfðu besta aðstöðu til að sannprófa livað liæft væri í sögun- um um Jietta Eldóradó. Það varð að gera lit skijj og menn til að kanna þetta nýja Jand. Ei- ríkur rauði í Öxney mundi vel fall- inn og fús til slíkrar farar. Hann hafði frá engu að liverfa, var van- ur ísum og veiðiskap, Jjví að hann var fæddur og uppalinn i Dröng- um á Ströndum. Nú átti hann í málaferlum við Þorgest á Breiða- bólsstað. Er Eiríkur gekk fyrir breiðfirsku höfðingjana, tóku Jieir margir vel í liðsbón hans en spurðu líklega á móti, hvort liann mundi vilja takast á hendur ferð til hins nýja lands í vestri, er Snæbjörn, frændi Þjóðhildar konu hans, hafði J'undið, og var Eiríkur fús þeirrar farar. Á Þórsnesjiingi sóttu jieir Þor- gestur hinn gamli og synir Þórðar gellis Eirík hinn rauða um vig Þorg'estssona, er látist höfðu um haustið, ])á Eirikur sótti setstokk- ana á .Breiðabólsstað, og var ])ar þing allfjölmennt. Þeir höfðu áður haft setur fjölmennar. Eiríkur bjó um þingið skip sitt til liafs í Ei- ríksvogi í Öxney, og veittu þeir Eiríki Þorbjörn Vífilsson og Víga- Styrr, og synir Þorbrands úr Álfta- firði og Eyjófur Æsuson úr Svin- ey; en Styrr einn var á þinginu lið- veislumanna Eiriks, og dró hann alla menn undan Þorgesti, þá er hann mátli“. Hvað hafast hinir iiðveislumenn Eiriks að, fyrst þeir eru ekki á þinginu? Þeir eru að búa skip handa Eiríki. Þeir leggja Eiriki, er var eignalaus, til skip, menn og all- an búnað. Á þinginu tekst Styrr að ónýta málin fyrir Þorgesti, máske með því, „að bjóða andstæð- ingum sínum iög“, sein kallað var, bjóða þeim hólmgöngu eða einvígi. Eiríkur verður aðeins sekur fjör- baugssekt, líklega fyrir einhverja þingsafglöpun, en synir Þorgests féllu ógildir. Þeir Styrr og Þor- björn og' Eyjólfur Æsuson fylgdu líiríki á ferjum út um eyjar. Iívödd- ust þeir félagar þar með kærleikum, og hét Eiríkur ])ví, að reynast þeim Iil. Breiðfirðinga á Grænlandi 982-985 ekki ver en þeir höfðu til lians gert. Við þeim Eiriki blasti nú fram- undan heimshafið, ímynd frelsisins og hinna miklu möguleika. Hann sá í anda landið mikla, sem hann fór til að kanna, land hafísa og jökla. En mikið mátti það vera, ef sunn- an á þvi eða á vesturströnd þess fyndust ekki byggileg svæði. Þar hlaut að biða lians fjörður eða dalur, þar sem hann, kotungurinn með höfðingslund og höfðingsblóð í æð- um, mundi nema og reisa sér frægt höfuðból, höfuðból, er skyldi verða ævarandi sögulegt minnismerki og eggjun íslensku þjóðarinnar, til framsóknar í vestur. Dáðir lians og liöfuðbólið hans skyldu sí og æ vera logandi vitar, vitar, er lýstu íslendingum til dáða og íslenskum skipum leið í vesturátt. En þetta var ekki hugur Eiríks eins, heldur allra skipverja. Allir átlu þeir í huga sér slík höfuðból; Þeir voru landnámssinnar, höfð- ingjar, sem vantaði höfuðból, — og draumar þeirra allra áttu eftir að rætast. Eiríkur rauði var ekki einhleyp- ur eins og Snæbjörn. Göfug starfs- mikil og þrautseig kona af ágætum ættum stóð við hið lians. Þá er mönnum síður brothætt. Nú, þegar á lá og' leggja skyldi út í svaðilför, vildi luin ekki láta bónda sinn vera einan -og' yfirgefinn. Hún gekk á skip með honum með þrjá sonu þeirra unga, Leif, Þorvald og Þor- stein, er allir urðu síðar landkönn- uðir og frægir menn. Skólann fengu þeir líka ungir í þessari för og úti- legu, er átti að vara i þrjá vetur. Þessir piltar voru enn of ungir til ])ess að hægt væri að hefna á þeim. En dveldist förin fyrir Eiríki eða yrðu ])eir 12 vetra, var ekki hyggi- legt að eiga ])á eftir heima á íslandi tmdir eggjum Þorgests á Breiða- bólsstað. Engin sjón er jafntignarleg, jafn- fögur og máttug og Snæfellsjökull á fögru og sólbjörtu vorkvöldi, er spegilslétt vaggandi lognaldan seiðir og magnar, dregur og laðar til þess að leggja út, út til liafs, vestur á Vínlandsleiðina fornu, er altlrei hef- ir gleymst. Þegar sannleikurinn keiiiur i ríki sitt, verður Snæfells- jökull viðurkenndur tignarlegasta, fegursta og frægasta fjall í heimi. Þeir Eiríkur stýra nú vestur und- an Snæfellsjökli stefnu þá, sem síð- ar var við Eirík kennd. Þetta gerist vorið 982. „Eirikur sigldi undan Snæfells- jtikli; hann fann landið og kom að Miklajökli |)ar, sem liann kallaði Miðjökul; sá heitir nú Bláserkur. Bláserkur er beint vestur af Breiða- firði og Faxaflóa. Hann er fyrir stinnan Krosseyjar (Angmagsalik) á Grænlandsströnd og næsta íslauss svæðis þar fyrir sunnan, er kallað var í fornöld Millum jökla“. Þaðan fór liann suður með landinu að leita ef þar væri byggjandi landið. Hann var hinn fyrsta vetur í Eiríksey nærri miðri liinni eystri byggð; um vorið fór liann til Eiríkfjarðar og tók sér þar bústað". Fyrsti bænda- bærinn á Grænlandi, .Brattahlíð, er þannig reistur 983. Þar sest Þjóð- liildur að með syni sína. „Hann fór það sama liaust i Vesturbyg'gð og gaf víða örnefni. Hann var ann- an vetur i Eiríkshólmum við Hvarfs- gnípu. En hið þriðja sumar fór íiann allt norður til Snæfells og inn í Hrafnsfjörð .... Hvarf hann þá aftur, og var hinn III. vetur í Ei- ríksey fyrir mynni Eiríksfjarðar“. Sumarið þar á cftir fór Eiríkur og meginhluti tiðs hans til Islands og koma í Breiðafjörð. Þjóðhildur, syn- ir hennar og liklega einhverjir liðs- manna Eiríks, sátu eftir i Bratta- lilið. Hvað sagði Eiríkur af tandi þvi, er hann hafði kannúð? Ein lieiinild- in segir eftir honum: „Hann kall- aði land ]>að, er liann liafði fundið, Grænland, því að hann kvað það nuindi fýsa menn þangað, ef landið héti vel“. Annað liandrit segir: „Hann sagði landið mundi vel gefast niönnum, og sagði marga ágæta kosti og gagnauðgan af landinu, veiðiföng nóglig allra handa, bæði sela og hvala og rostunga, bjarndýra snjóhvítra vala og margra annara kvikinda, og vildi |iann veg fýsa menn þangað með sér til landsins“. Hefði Eiríkur rauði borið oflof á Grænland, mundu þeir menn, er með honum fóru síðar að nema land ið, liafa talið hann hafa gabbað sig og orðið óvinir bans þaðan í frá. En það var svo fjarri því, áð þeir, sem til Grænlands fóru, teldu sig verið liafa blekkta, að Eiríkur var meira virtur en nokkur annar maður á Grænlandi. Annars var Eiríkur ekki einn til frásagnir um Grænland. Öll skips- höfn Eiríks var til frásagnar um það. En hvað sáu Breiðfirðingarnir á Grænlandi. Þeir sáu jökulskjöld yfir öllu miðbiki landsins, Miklajökul. Þeir sáu ísbelti fram með austur- strönd Grænlands, er lokaði hcnni nicstan hluta ársins. Þeir sáu rek úr þessum ís verður um suðurodda Grænlands og norður með Eystri- byggð og jafnvel lieldur lengra norð- ur með vesturströndinni á fyrsta helmingi ársins (frá ])ví í febrúar og fram í júli). Þar fyrir norðan var vesturströndin hálfislaus og án lagísa allt árið. Ekki sáu þeir það fyrir, að við þessa íslausu firði og hafnir á Vestur-Grænlandi inundu einhverntima í enn ókominni tíð rísa upp hafsiglinga- og heimsversl- unarborgir, milljónaborgir. Og varla niunt þú lesandi góður trúa mér, þótt ég segi þér það satt, að þetta niuni verða fyrr eða síðar. — Satt get ég sagt þér, en ekki gefið þér greind. Þeir Breiðfirðingarnir sáu hafið við Grænland mora af allskonar fiski. Þeir sáu þar ógrynni af hval, rostungi og sel, sæg af óstyggðum sel í látrum. Þeir sáu mikið af fugli og mikil varplönd. Þeir sáu hverja ársprænu fulla af fiskum. Þeir sáu land, þar sein hvergi var flag eða melur. Þar sem bergið var ekki allsbert út við haf var landið allt vafið gróðri, lyngi eða kjarri af birki, víði eða fjalldrapa. Lyngið var blátt af berjum, og inni í fjörð- uiiuin voru fögur sólskin og úrkoma mjög litil. Litbrigðin i náttúrunni voru fögur og einkennileg. Þetta var dýrðlegt land. Um þessi héruð gengu stórar hjarðir óskirrða hreindýra, er leggja mátti að velli með lítilli fyrirhöfn. Þarna voru og öll þau dýrmætu dýr, koiningsgerseinár, er ég hefi áður nefnt. Maður, sem eins og Auðtinn vestfirski náði sér i grænlenskan hvítabjörn gat fyrir dýr það hlotið vináttu voldugs kon- ungs og of fjár. Uni sumt er Grænland nú breytt frá því, sem þá var, en í aðalatrið- ununi er það enn hið sama og þá. Það hefir ekki lilaupist á brott, eii bíður enn islenskra landnámsmanna. KOSS FRÁ SIGURVEGARA. Franska meistarakeppnin í dýf- ingum kvenna fúr fram í Tourell- es fyrir nokkru. Sigurvegari varð Michelina Moreau, sem hér gefur skœðasta keppinaut sínum koss í sárabœtur. He 4e :je $ $ Br unabótafélag Islands. vátryggir allt lausafé (nema verslunarbirgðir). Upplýsingar í aðalskrifstofu, Aiþýðuhúsi (simi 4915) og hjá umboðsmönnum, sem eru í hverjum hreppi og kaupstað,

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.