Fálkinn


Fálkinn - 05.02.1948, Qupperneq 10

Fálkinn - 05.02.1948, Qupperneq 10
10 FÁLKINN YH0S9V LES&HbURHIR Míla - „Mile“ - Sjómíla Hvort viltu heldur ganga danska eða sænska mílu? jafn löng í SvíþjóS og Danmörku og því síður að enslc míla sé lík þeim. Hér koma nokkur lengdarmál, sem gott er að vita um. Það er best fyrir ykkur að Jæra þau utanað, eða skrifa þau hjá ykkur í vasabókina. í bókum og blöðum sjáum við þrá- faldlega orð yfir stærðir, sem erfitt er að átta sig á. Við lesum um skip, sem fari 15 „knob“ eða hnúta á klst. — en hvað er knob? Hvalurinn sást 2 „kabellengdir“ frá skipinu. Hvað var það langt? Milan er ekki 1 dönsk mila er . . 1 sænsk eða norsk 1 ensk nhla (mile) 1 rússn. werst .... 1 „kabellengd“ ... 1 knob eða sjómíla 7532 metrar 10000 metrar 1609 metrar 1067 metrar 185,2 metrar 1852 metrar Danska mílan var áður notuð hér á landi, en síðan metrakerfið var telcið upp liggur beinast við að nota metra- míluna (10 km.) eins og Svíar og Norðmenn gera. Þegar talað er eða skrifað um enskar mílur verður að taka það fram, en ekki að láta nægja að nefna aðeins mílu, því að það get- ur valdið misskilningi. Og svo verðið þið að muna að enska mílan og sjó- mílan eru ekki jafnlangar, og að „kabellengd“ er tiundi hlutinn úr sjómílu. Fárviðris-veiðarar Á loftskeytastöð flugvallarins er til- kynnt að fárviðri sé i aðsigi, og vél- arnar á vellinum fá boð um að forðast veðrið og fljúga framhjá þvi. En aðr- ir fugmenn, fárviðrisveiðararnir, eru hinsvegar látnir fljúga beint inn í veðurofsann. Fárviðrisveiðarar am- eriska hersins fljúga til þess að rann- saka hvcrnig veðrið hagi sér og hvert það stefni. Þetta er hættuleg atvinna. Vélin kastast og hristist og flugmaður- inn verður að hafa sig allan við að halda henni á réttum kili, en radar- maðurinn mælir vindstyrkinn, lirað- ann og hitann í fárviðrinu. Þessi sveit fárveðursveiðara var stofnuð á stríðsárunum en kom þá að svo góðum notum, að þessum rann- sóknum hefir verið haldið áfram. Það er mikilsvert yfir Caraibahafi, því að þar koma upp fárviðri þau, sem köll- uð eru „tornado“ og „liurricane“. — Hurricane myndast i liitabeltinu við að heitur sjórinn myndar rakt loft, sem hringar sig upp á við og myndar einskonar hnúta, sem berast svo um loftið. Þeir fara um 16 km. á klukku- stund. „Tornado" getur hinsvegar far- ið með 160 km. hraða, en nær að jafnaði yfir miklu minna svæði. — „Hurricane" getur hinsvegar náð yfir mörg þúsund ferkílómetra. Það eru ekki nema duglegir flug- menn, sem geta orðið „fárviðrisveið- arar“. Nei, nei. Eg er alis ekki veiöi- maöur. En hann sonur minn ekur bifreið. — Hafið þér nýjustu bœkur um súlfræöilegt líf foreldra og barna? Adamson beygir sig á réttum tíma. TIJMDIIRDUFLIÐ 1. Þeg'ar stríðinu lauk 1945 voru flestar siglingaleiðir þaktar tundur- duflum, svo að samgöngurnar biðu stóran hnekki við. Segulmögnuð dufl, dufl sem lágu tjóðruð á hafs- botni, voru hvarvetna sem dauða- gildrur. — Sjómennirnir á tundur- duflaslæðurunum unnu mikið og hættulegt starf við hreinsun þess- ara óvætta af siglingaleiðum. 2. Rekdufl, eða með öðrum orð- um dufl, sem rak fyrir vindi og stráumum á yfirborði sjávar, voru eyðilögð við skothríð úr rifflum. Aðrar tegundir tundurdufla voru lika eyðilagðar. Brátt urðu samgöng- ur aftur greiðari um höfin, en stöð- ugt eru tundurduflaeyðararnir að verki og sjómennirnir á þeim eru í sifelldri hættu. Hér skuluð ])ið heyra sögu, sem skeði í stríðslokin, þegar ennþá var liættulegt hvar- vetna á siglingaleiðum. Framhald i nœsta blaði. Allt iiisö íslenskum skipnm!

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.