Fálkinn - 20.02.1948, Qupperneq 2
2
FÁLKINN
Gleypir í sig blöðin. — Það er
kallað að gleypa í sig blöðin,
þegar maður les þau í flug-
hasti með morgunkaffinu. En
þó gera menn það ekki jafn
bókstaflega og geitin hár á
myndinni. Geitur éta margt
skrítið, og hafa til dæmis mikl-
ar mætur á munntóbaki.
★ * ★ * *
— Ekki veit ég' hvað gengur að
manninum mínum, María, sagði frú-
in við vinnukonuna. — Hann tísti
eins og fugl þegar hann fór að
lieiman i morgun.
—• Æ, það er allt mér að kenna.
Eg tók hænsnabygg í misgripum
þegar ég sauð hafragrautinn í morg-
un.
Leopold konungur fer í ferðalag. — Leopold fyrrverandi
Belgíukonungur hefir farið í ferðalag lil Havanna á Kúbn.
Mynd þessi var tekin á flugvellinum í Geneve við brottförina.
Frá vinstri: Mme Ferrier, forseti golfklúbbs Geneve, Chav-
lotte prinsessa. Baudoin prins, de Rethy prinsessa og Leo-
pold konungur. — Charlotte prinsessa varð eftir í Lissabon,
en Leopold, de Rethy og Baudoin fóru til Havanna. Charlotte
ætlar að ferðast til Mexíkó.
PENICILLIN VIÐ KYNSJÚKDÓMUM
Herlæknar, sem höfðu undir hönd
um 75 sjúklinga með syfilis, liafa
komist að þeirri niðurstöðu, að með
þvi að sprauta sjúklingana með
pencillíni einu sinn á dag í átta
daga samfleytt, verður árangurinn
betri en með því að sprauta sjúkl-
inginn átta sinnum sama daginn.
Og það er hentugra, því að með
fyrri aðferðinni getur sjúklingurinn
gengið að vinnu.
I ráðuneyti Schumans, sem
myndað var í nóvemberlok, er
ein kona ráðherra. Það er heil-
brigðismálaráðuneytið sem hún
stendur fyrir, og gengur hún
að starfi sínu með oddi og egg.
Hér sést frúin vera í skoðunar-
ferð á barngheimili í París og
er með hvítvoðung á handleggn
um. Frúin heitir Poinsol-Cha-
pyus.
Egils ávaxtadrykkir
H raðf rysti hús
Útvegum og smíðum öll nauð-
synleg tæki fyrir hraðfrystihús.
2-þrepa frystivélar
1-þreps — — —
hraðfrystitæki
ísframleiðslutæki
flutningsbönd
þvottavéiar.
Umboðsmenn fyrir hinar lands-
kunnu ATLAS-vélar.
H.F. HAMAR
REYKJAVlK
Símn.: Hamar. Sími: 1695 (4 lín.)
Barnið yðar getur líka fengið
fallega hrokkið hár, með því ein-
ungis að nota
Nestol
Yfir 30 ár liefir þetta undursam-
lega efni verið notað víðsvegar
um heim af þúsundum mæðra
sem með hjálp NESTOL liafa
fengið barnshárið hrokkið, þykkt
og áferðarfallegt.