Fálkinn - 20.02.1948, Side 3
FÁLKINN
3
Menn, sem talað er nm:
Rúgbrauðsgerðin h.f.
byrjar framleiðslu rúgbrauða
í iðnaðarhverfinu inn við Borg-
artún er nú risið geysimikið stór-
liýsi, þar sem framleidd munu verða
rúgbrauð og hrökkbrauð i svo stór-
um stíl, að það fullnægi eftirspurn-
inni i Reykjavík og Hafnarfirði og
öllum nærsveitum og þorpum. Það
er Rúgbrauðgerðin li/f, sem þar er
til húsa. Er hrökkbrauðsgerð ])egar
hafin, en rúgbrauðsgerð getur ekki
hafist undir eins, þar sem eitthvað
vantar af stykkjum í vélarnar.
Hrökkhrauðsgerð er alger nýjung
í iðnaði hér á landi. Framleiðslunni
er þannig hagað i stórum dráttum:
Rúgmjölið fer beint frá mylnu á
efstu hæð hússin's í „silo“, sem
opnast niður i vinnslusalinn fyrir
neðan. Er það látið í kör, sem deig-
ið er búið til í. Með sjálfvirkum vél-
um er deigið svo sogað inn í vél,
sem fiytur deigið út og mótar það.
Þar tekur stúlka við brauðinu og
setur það í hefskáp, þar sein jiað
er um 20 mínútur. Flyst það á
bandi, sem flytur það inn í hök-
unarofninn. Þaðan flyst það með
sjálfvirkri vél í þurrkofn. Það tek-
ur 3 klst. frá því brauðið er sett í
hefskápinn, uns jiurrkofninn skilar
þvi fullunnu til pökkunar. Pökkun-
arvélarnar sjálfar eru ekki enn
komnar, og til bráðabirgða vinna
jiví nokkrar stúlkur að innpökkun.
Framleiðslumagnið kemur til með
að verða 3500 pk. á dag. í hverjum
pakka verða 16—17 hrökkbrauðs-
sneiðar og jiyngd pakkans minnst
230 grömm. Eru brauðin mjög Ijúf-
feng og holl, og þess má geta, að
hrökkbrauð er fyrirtak án smjörs,
ef síld er liöfð ofan á. — Allar
vélarnar eru fengnar frá Svíjijóð,
nema innpökkunarvélarnar. Þær
koma frá Danmörku. Bakarameist-
ari verður Kristinn Kristinsson.
Hefir hann unnið við líkan iðnað í
11 ár og kynnt sér sérstaklega
hrökkbrauðsgerð í Svíþjóð. En bæði
Danir og Svíar liafa framleitt hrökk-
brauð til útflutnings.
Umbúðirnar, sem hrökkbrauðið
er selt í, eru mjög fallegar öskjur,
búnar til hér á landi, og einnig
eru loftþéttar pappírsumbúðir um
hvern pakka. Einnig er liægt að fá
keypta stóra kassa með mörgum
litlum pökkum í. Er jiað lientugt
fyrir skip t. d. Og til jiess að gera
l>að tiltölulega ódýrara eru einungis
loftþéttu umbúðirnar um hvern
pakkann en skrautöskjunum sleppt.
Þær hrökkbrauðsneiðar, sem ó-
Iánlqgar verða í laginu eftir þurrk-
unina eru malaðar í rasp i sérstakri
vél. Raspurinn er síðan settur í
glæra, litla poka. Verða þeir seldir
i búðum, og mun sú nýjung liús-
mæðrum kærkomin.
J. Harold Wilson heitir verslun-
armúlaráðherra Breta, sá er tók
við því embætti þegar Attlee
gerði sir Stafford Cripps að
fjármálastjóra fíreta. Wilson
er talinn mikill dugnaðarmað-
ur. Hann er aðeins 31 árs og
yngsti maðurinn í stjórninni.
Áður var hann vararáðherra
utanríkisverslunarinnar.
Nýr lögreglustjóri
í Reykjavík
A ríkisráðsfundi 13. febrúar var
Sigurjón Sigurðsson skipaður i em-
bætti lögreglustjóra. Hefir Sigurjón
gegnt þvi embætti, frá þvi er fyrrv.
lögreglustjóri lét af embætti í ágúst
í fyrrasumar.
Sigurjón er sonur Sigurðar Björns-
sonar brunamálastjóra, 33 ára gam-
all. Embættisprófi í lögfræði lauk
liann 1941. 1. jan. 1944 varð hann
fulltrúi lögreglustjóra.
Joseph Cyrankiewicz.
Þetta er forsætisráðherra Pól-
lands, sem í vetur snemma
hvatti jafnaðarmenn og kom-
múnista til þess að ganga sam-
an í einingarflokk til þess að
berjast gegn „ameríkönskum
auðkýfingum og striðsæsinga-
mönnum". Þetta var um líkt
leyti og bændaflokksforingjarn-
ir voru að flýja frá Póllandi til
þess að bjarga lífi sínu, og geta
menn farið nær um, hvort það
voru, kommúnistar eða hæg-
fara sósíalistar, sem áttu að
ráða í þessum „sameiningar-
flokki alþýðu“ þar í Póllandi.
Douglas Fairbanks jr. lcvik-
myndaleikarinn alkunni liefir
nú gengist fyrir fjársöfnun til
bágstöddu landanna í Evrópu
og fengið fjölda kvikmyndaleik
ara í lið með sér.
MATVÆLI LOFTLEIÐIS.
Á surnura dönsku eyjunum og í
fjörðum Noregs er svo mikill ís,
að staðir hafa algerlega útilokast
frá umhciminum, jiví að skipagöng-
ur urðu óldeifar. Matarleysi varð á
sumum þcssum stöðum og liafa flug-
vélar verið sendar þángað og látn-
ar varpa niður pósti og ýmsum
lífsnauðsynjum. Ymsir innfirðirnir
í Sogni eru í hafnbanni sökum íss.
Konrad greifi af Praysing róm-
versk-kaþólski biskupinn í Ber-
lín hefir verið boðinn i heim-
sókn til Englands af erkibisk-
upnum af Westminster, Griffin
kardínála.
SKRIFFINNSKAN.
Það er flókið að vera Svíi. Á-
kvæðin, reglugerðirnar og eyðu-
blöðin cru orðin svo mörg að firn-
um sætir. Ef hjólreiðamaður er tek-
inn fyrir að hafa enga bjöllu á hjól-
inu, liá lendir þetta meir á lög-
regluþjóninum en hjólamanninum.
Hann sleppur nfl. með 5 króna sekt,
en lögrcglumaðurinn verður að út-
fylla fimmtán eyðublöð viðvíkjandi
málinu!