Fálkinn - 20.02.1948, Qupperneq 6
6
FÁLKINN
Myndaframhaldssaga
eftfr Kapteln Marryat:
Börnin í Nýjaskógi
Á fyrstu kránni, þar sem Edvard
fékk sér hressingu og gistingu á
leiðinni til Karls konungs, voru
þrír ófrýnilegir náungar, sem
reyndu að amast við honum á all-
an iiátt. Næsta- morgun þegar hann
lagði af stað aftur, sá hann, að
þeir þeystu burt frá kránni á hest-
um sínum. Það var því ekki óeðli-
legt, að Edvard skoðaði hyssu sína
og púðurbirgðir. Hann kynni að
þurfa á því að halda.
Er hann liafði riðið spölkorn á
veg, kom riddari þeysandi á gæð-
ingi sínum, og 3 menn eltu hann.
Þekkti hann þar aftur menhina frá
kránni. Skiptust þeir á nokkrum
skotum við riddarann, og' lauk því
svo' að einn féll af þremenning-
unum. Edvard greip ])á líka til
byssu sinnar og skaut annan lags-
bróður hans. Sá þriðji sneri á flótta.
Riddarinn þakkaði Edvard lið-
veisluna og tók hann tali. Kom þá
brátt á daginn, að þeir ætluðu báð-
ir á fund Karls konungs og samein-
ast iier hans.
Að undirlagi Chaloners, hins nýja
vinar Edvards, komu þeir við á
óðalssetri einu. Var þeim vel tekið
þar og veitt rausnarlega. Chaloner
hafði nóg af fallegum búningum
meðferðis og lét liann Edvard fara
i einn. Gaf það honum tigulegri
svip, svo að hann féll nú betur í
smekk heldra fólksins á óðalssetr-
inu.
Her Karls konungs var mílu veg-
ar frá óðalssetrinu, og snemma
næsta morgun gengu þeir Edvard
og Chaloner á fund framvarðanna,
tilkynntu nöfn sin og báðu þess að
verða leiddir fyrir konung. Edvard
var nú farinn að kalla sig Beverly-
nafninu, aðalsnafni föður síns. Karl
konungur var undrandi, en feginn.
að sjá elsta son Berverlys öfursta.
„Eg hélt að öll hörn Beverlys
hefðu farist í eldinum, þegar höllin
var brennd“, sagði hann.
Strax á næsta degi fékk Edvard
eldskírn sína. Iler konungs lagði
til orrustu við her Cromwells, en
beið ósigur. Kóngurinn varð að fara
í útlegð úr landi. Edvard og Calo-
ner ákváðu að leita hælis í Nýja-
skógi ásamt Grenville liðsforingja.
Til þess að leiða frá sér athygli
og verða ekki teknir til fanga, klætld
ust þeir i einkennisbúning lier-
manna Cromwells, og eftir ævin-
týralegt ferðalag komust þeir lieim
í skógarvarðarkofann í Nýjaskógi.
JEWISH AGENCY.
Framhald af bls. 5.
skyldi sjá J. A. fyrir skrifstofum og
skipa stofnuninni framkvæmdanefnd
og ráð.
Var Jewish Agency nú stofnað op-
inberlega, sem ráð Gyðinga undir al-
þjóðlegri vernd. Þær 52 þjóðir, sem
stóðu að þvi að Brelum var falin stjórn
Palestinu, áttu að hafa samvinnu við
Jewish Agency.
í 4. gr. Palestínu-umboðsins segir:
„Zionistahreyfingin skal viðurkennd
meðan skipulag hennar er í sama anda
sem umbjóðendurnir hafa viðurkennt.
í samráði við Bretastjórn skal hún
gera ráðstafanir til að tryggja sam-
vinnu allra þeirra Gyðinga, sem fúsir
eru til að aðstoða við stofnun þjóðar-
heimilis fyrir Gyðinga.
í dag er Jewish Agency fulltrúi allra
þeirra Gyðinga í heimi, sem vinna að
stofnun þjóðarheimilis fyrir Gyðinga
í Palestinu. Það er að segja fyrir rneiri
hluta allra Gyðinga. Það eru ekki að-
eins þær nær tvær milljónir Gyðinga
er meðiimir eru í World Zionist Org-
anization, sem standa að Jewish
Agency heldur öll hin stærri Gyðinga-
félög önnur, svo sem Board of De-
puties of Britisli Jews American
Jewish Committee o. fl. o. fl.
Gyðingafélögin víðsvegar um heim
kjósa meðlimina í J. A., en þeir njóta
alþjóðlegrar viðurkenningar, sem full-
trúar Gyðinga.
Allt það starf, sem unnið liefir ver-
ið fyrir Gyðinga i Palestinu hefir ver-
ið undirbúið af Jewisli Agency. Á síð-
ustu 30 árum hafa stórfelldar fram-
farir orðið í landinu: landbúnaður,
iðnaður, samgöngumál, menningar- og
heilbrigðismál er gerbreytt. — Hefir
Jewisli Agency haft hinn mesta sóma
af þessari viðreisn.
Starf J. A. er tvíþætt, annars vegar
fyrir því, að Gyðingum verði leyft að
koma til Palestínu, liinsvegar að
tryggja lífskjör þeirra, sem i landinu
húa. Þjóðsjóður Gyðinga (Keren Kaye-
meth Leisraeljkaupir jarðnæði handa
landnemum. „Fimm aura á dag i
hláu byssuna“ er viðkvæðið, og á
þúsundum Gyðingaheimila má sjá hláu
sparibyssuna með „merki Davíðs kon-
ungs“ hangandi á þilinu. Zionistafé-
lögin víðsvegar um heim senda menn
sína til að tæma byssurnar við og yið
og skila peningunum til Palestinusjóðs
ins.
Jewish Agency hefir líka annan sjóð,
nfl. endurreisanar- og nýbýlasjóðinn
(Keren Haysod). Þessir peningar eru
notaðir sem rekstursfé og til kaupa
á verkfærum, landbúnaðarvélum o. s.
frv.
Annars eru verkefnin margþætt. —
Jafnframt því að vinna að viðreisn-
inni og koma fram fyrir höndGyðinga
út á við, er Jewish Agency einskonar
framkvæmdaráð í Palestinu. Nýlega
hefir verið stofnuð fréttastofa fyrir
Gyðinga, Palcor Agency, sem hefir
samband við erlend blöð viðsvegar um
heim.
Aðalsetur Jewish Agency er i Jerú-
salem. Það starfar þar i eftirfarandi
deildum: Stjórnmál fjárhagsmál, land-
búnaður, innflytjendadeild, verkamál
verslun og iðnaður, liandverk og smá-
iðnaður, hagfræðirannsóknir, tækni,
hagskýrslur og blaðaútgáfa. Útibú er
í Lundúnum og smærri skrifstofur
í New York og Genua.
Zionistafélögin halda þing annað-
livert ár. Fulltrúarnir eru kosnir af
Frh. á bls. Í4.