Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1948, Qupperneq 7

Fálkinn - 20.02.1948, Qupperneq 7
FÁLKINN 7 Sir Oswald Mosley, hinn enski fasistaforingi og fyrrverandi kommúnisti, sagði blöðunum frá því snemma í vetur, að eftir ný- árið ætlaði liann að stofna nýf,- an stjórnmálaflokk ——— ,ensk- an sameiningárflokk" kallaði hann hann. Vitanlega er þetta fasistaflokkurinn endurfæddur, en ekki virðast Bretar neitt liræddir við hann, því að þeir lofa Mosley að lialda fundi og prédika einræði núna, þó að vissara þætti að hafa hann inni á stríðsárunum. Má gera ráð fyrir að þessi „saméiningar— flokkur“ nái ekki meira fylgi en flokkur Quislings forðum, sem hét „National Samling“. Undanfarið hafa fylgismenn Mosleys ekki viljað sýna á sér réttan lit, en víðsvegar um land hafa verið starfandi 51 „lestr- arfélög", fyrir áhangendur hans. Nú verður myndað úr þeim eitt samband þegar „sameiningar- flokkurinn“ fæðist. — Hér er mynd af hinum enska páfagauk Hitlers og Mussolinis. Efni í peninga. — Þetta er ekki listaverk eftir surrealistiskan málara og heldur ekki nýtísku steinsteypubrú. Það er bara pappír, sem hangir til þurrks í pappírsgerð Fralcklandsbanka, en myndin tekin undir óveniu- legu sjónarhorni. Pappírinn á að notast í seðla. Attlee heiðursdoktor. Forsælisráðherra Englands, Clement Attlee, sést hér á hinni hátíðlegu stund, þegar jarlinn af Athlone út- nefndi hann heiðursdoktor við háskólann í London. Frá Jerúsalem. — Á þessu ári hverfur hin breska stjórn á burt úr Palestínu með her sinn, eftir að hafa haft umsjá með landinu síðan í fyrri heims- styrjöldinni, sér til mikils ama og skapraunar. Nú er það nefnd frá UNO, sem á að sjá um að skipting landsins fari fram með friði og spekt en að svo búnu eiga Gyðingar sjálfir að ráða sínum hluta og Arabar sínum. En því fer fjarri að nokkur lík- indi séu til að sú skipting geti farið fram vandræðalaust, því að báðir aðilar steyta hnefann og hóta öllu illu, einkum Arab- ar. Hefir það mátt heita dag- legur viðburður undanfarið, að Arabar hafi farið ránshendi um eigur Gyðinga, brennt og rænt hús þeira og því um líkt. Og Gyðingar hafa ráðist á arabisk hús í sínum borgarhluta í Jerú- salem. — Hér á myndinni sést kristinn Arabi mála arabisk merki á hús sitt, sem stendur í Gyðingahverfinu. 40 ár á konungsstóli. — Hinn 8. desember síðastliðinn voru kO ár liðin síðan Gustaf Svíakonung- ur tók ríki eftir föður sinn. fíæði Vilhelmína Hollandsdrottn ing og Hákon Noregskonungur hafa lengri stjórnmálaferil að balci sér, en Gustaf konungur er þeirra langelstur að árum, fíæði Englendingar og Skotar eru fastheldnir á gamlar venjur og þykir gaman að skrautsýningum á löngu liðnum merkisat- hurðum. Mynd þessi er frá hátíðahöldum í Arboath Abbey í Skotlandi, þar sem stæld er athöfnin, sem fram fór við yfirlýs- ingu um sjálfstæði Skotlands árið 1320. Barónar Róberts I. kné- krjúpa fyrir altari. —- Robert I. eða Robert the Bruce, eins og hann var kallaður, var skoskur aðalsmaður, sem eftir langvar- andi baráttu við Englendinga vann frelsi lands síns eftir orr- iistuna við Bannockburn árið 131k. því að liann var orðinn VJ ára er hann tólc ríki. En þrátt fyrir að hann var svo fullorðinn hef- ir honum auðnast að sitja leng- ur á konungsstóli en nokkrum öðrum sænskum konungi. Og annað met hefir hann: enginn þjóðhöfðingi í veröldinni hefir orðið eins gamall og hann. Sá sem næstur komst var Franz Jósep Austurríkiskeisari, sem varð 86 ára. En hann var aðe.ins 18 ára er liann tók ríki og sat því við völd í 68 ár.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.