Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1948, Page 14

Fálkinn - 20.02.1948, Page 14
14 FÁLKINN Samsöngur Tónlistarfélagskórsins Tónlistarfélagskórinn hefði söng- skemmtun í Austurbæjarbíó í síð- ustu viku. Söngstjóri var Victor Urbantschitsch. Húsfyllir var áheyr- enda og góðar undirtektir. Þessi lög voru á söngskránni: Anton Bruckn- er: Huggun í tónum; W. A. Mozart: Fagra land; Edvard Grieg: Hvad est du dog skjön; Sigfús Einarsson: Fjallkonan; Ólafur Þorgrimsson: Eg elska yður þér íslands fjöll; Hall- grímur Helgason: Kvöldljóð: Sig- fús Einarsson: Ofan gefur snjó á snjó; Sigursveinn Kristinsson: Amma raular í rökkrinu; Baldur Andrésson: Hart er lirafnabrjóstið; Jónas Tómasson: Kvöld; Björgvin Guðmundsson: Syng, frjálsa land; George .Bizet: Fjögur lög úr óper- unni „Carmen“. Baldur Páhnason, Svava Þorbjarn- ardóttir og Ólafur Magnússon sungu einsöngva við mikla hrifningu á- heyrenda. Maðurinn með tískuhattinn. — George Brackman heimtar fullt jafnrétti karla við kvenfúlk og þar á meðal að karlmenn megi skregta hatta sín á frumlegan hátt. Hér á myndinni er sýnis- horn af hatti, sem Brackman hefir skregtt handa sjálfum sér, og til þess að undirstrgka að karlmaður eigi að nota hattinn hefir hann sett á hann járn- brautarlest í stað blóma og annars kvenhattaskrauts. Heim af veiðum. Þó að ókgrrt sé í Indlandi og talsverðar við- sjár, síðan landinu var skipt milli Indverja og Múhameðs- sinna, láta hinir sjálfstæðu ind- versku furstar það ekki aftra sér frá að stunda uppáhalds- íþrótt sína, veiðarnar. Itér sést indverskur maharajah vera að koma heim af tígrisdgraveið- um, sem hann hefir verið í á bökkum Chambal-ár. Veiðin sést í skutnum á bátnum. Framhald af bls. 6. JEWISH AGENCY. öllum félögunum í heimi. A næst síð- asta þingi, sem lialdið var i Genua 1939 voru 573 fulltrúar. Siðasta þing- ið var haldið í Basel í vor. Á striðsárunum átti Jewish Agency samvinnu við bresku stjórnina, og liermenn af Gyðingakyni unnu mörg afrek i Afríkustyrjöldinni og við Dieppe. Hópur kvenna lét kasta sér út í fallhlífum i Mið-Evrópu og vann þrekvirki þar. Allar voru þær hand- teknar síðar og skotnar. Þetta voru allt ungar stúlkur. í breska hernum voru 25.000 Gyðingar frá Palestínu. Vitið þér . . . ? að 1400 milljón tonnum af kol- um er brennt á ári? Eti samt þarf ekki að kvíða kolaskorti, ef mennirnir fáist til að vinna þau. Því að áætlað er að kolaforði jarðarinnar sé 5— 7 billjón (5- 7.000.000.000.000) tonn og ætti hann því með líkri egðslu að geta enst í kOOO ár. En sennilegt er að innan þess tíma verði fyrir löngu hætt að nota kol. — Hér er mynd úr kolanámu. Það var borið upp á þingmanns- efnið, að liann beitti skoðanakúgun i stjórnmálum, við konuna sína. Þessu svaraði liann svo: ......... — í fyrsta lagi liefi ég aldrei reynt að hafa áhrif á skoðanir kon- unnar minnar; í öðru iagi hefi ég aldrei deilt um stjórnmál við hana; í þriðja lagi hefir hún enga skoðun á stjórnmálum og hefir aldrei á þau minnst; og í fjórða lagi hefi ég al- drei átt neina konu. GÓÐU EFNIN YÐAR! Þér sparið peninga með þvi að þvo hinn viðkvæma fatnað yðar með Lux. — Silkifatnaður, bómullarsloppar, ullartau, allt þetta endist lengur Sé þvotturinn öruggur i vatni, er honum óhætt i freyðandi Lux. X-LX 634-814 Tilkynning frá Húsaleigunefnd Reykjavíkur Með tilvísun til bréfs félagsmála- ráðuneytisins, dags. 30. f. m., um niðurfærslu húsaleigu, sem birt hef- ur verið almenningi, skal húsaleiga í þeim húsum, sem reist hafa verið eftir árslok 1941, svo og húsaleiga í eldri húsum, þar sem nýr leigu- samningur hefur verið gerður eftir árslok 1941, færð niður um 10%. Gildir þetta jafnt, hvort sem húsa- leigusamningar hafa verið staðfestir af húsaleigunefnd eða ekki, og einn- ig um munnlega samninga. Niðurfærslan gildir frá 1. janúar 1948, og er frá þeim tíma óheim- ilt, að viðlagðri refsiábyrgð sam- kvæmt húsaleigulögum, að innheimta hærri húsaleigu en að ofan greinir, og er afturkræft það, sem umfram kann að vera greitt. Jafnframt vill húsaleigunefndin vekja athygli á, að skv. 11. gr. húsaleigulaganna er skylt að leggja fyrir húsaleigunefnd, til samþykkt- ar, alla leigumála, sem gerðir eru eða gerðir hafa verið eftir 14. maí 1940. Reykjavík, 2. janúar 1948. Húsaleigunefnd

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.