Fálkinn


Fálkinn - 26.03.1948, Blaðsíða 4

Fálkinn - 26.03.1948, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Konfucianisminn er siðalærdómur en ekki átjrúnaður Kínverjar hafa eiginlega aldrei haft neinn átrúnað, í þeirri merk- ingu, sem við leggjum,i það orð, heldur hafa þeir keppt að þvi að lifa i samrœmi við þær siðareglur, er geymst hafa mann fram af manni í hinni ævagöndu menningu þeirra, og sem varðveist liafa i gömlum heimspekiritum og i fyrirskipunum ýmissa stjórnliöfðingja þjóðarinnar. Kong'futse (eða Confucius, sem hann hefir verið kallaður lengstum á Vesturlöndum, með þeirri orð- mynd, sem nafn lians fékk á latínu), gerir heldur ekkert til að vera trúarhöfundur eða hefir skapað nokkuð nýtt, heldur kallar hann sig ,,safnara“ og segir i ritum sínum að liann liafi umskrifað og safnað saman hinum fimm kínversku siða- lærdómsbókum, sem voru enn til frá tímum Tang-keisaraættarinn- ar, um 1700 árum f. Kr. ásamt öðr- um ritum er erfitt var að ná til og eru í fárra höndum, og raðaði liann þessu niður i fimm ritsöfn eða bindi. Hann lét lærisveina sína skrifa fjórða bindið, eftir ræðum sem hann hélt fyrir þá, og sjálfur skrifaði hann fimmta bindið. Þessi fimm bindi liinnar ,,endurskoðuðu“ kínversku siðfræði hafa að geyma allar liinar .svonefndu kenningar Konfuciusar. Jafnvel þó að „end- urskoðunin“ sé orðin 2400 ára gömul, er rit Konfuciusar í gildi hjá um 500 milljónum Iíínverja enn þann dag í dag. Enda er engin þjóð aft- urhaldsamari til í heiminum en Kinverjar. Konfucius fæddist árið 551 f. Kr. í kínverska fylkinu Shantung. Hann var af furstaætt kominn. Fað- ir hans var háttsettur embættismað- ur í hernum og var orðinn 71 árs þegar honum fæddist sonurinn, sem síðar varð frægastur siðbótafrömuð- ur Kínverja. Móðir lians var ung, og sá hún að mestu leyti um upp- eldi sonar síns, því að faðir hans dó skömmu eftir að sonurinn fædd- ist. Sem harn var hann afar fróðleiks- fús. Iiann langaði mikið til að læra sem flest og sem mest, og hafði á- gætar námsgáfur. Er hann hafði lokið hinum fyrirskipuðu prófum sínum varð hann kennari við æðri skóla. Þegar hann var nítján ára gekk hann í hjónaband og eignaðist marga syni-----enn í dag eru margir í Kina, sem geta rakið ætt sína í beinan karllegg til Konfuciusar, og eru þeir í liávegum hafðir. En ekki varð hjónaband Konfuci- usar farsælt, en svo vildi til að lög og reglur um hjónaskilnað voru þá þegar til i Kína. Konfucius skildi við konu sína, og eftir það gat hann gefið sig óskiptan að ritstörf- um sinum og fræðarastarfi. Óx liann brátt að áliti og metorðum fyrir visku sína og lögspeki, og varð brátt fremsti maður löggjafar og réttarfars í Kina. Segir sagan að ekki hafi hans notið lengi við fyrr en Kína var komið í tölu fyrirmynd- arríkja. En eigi verður sagt að öll- um liafi getist að kenningum hans. Áhrifamiklir menn reru öllum ár- um gegn honum hjá keisaranum og svo fór um siðir að liann var sviftur embætti. Upp frá því lifði hann öllum ó- háður og ferðaðist um og prédik- aði. Margir dáðu Jiann og virtu og elskuðu, en aðrir hötuðu hann og ofsóttu. Ilann dó árið 478, og varð þannig 73 ára gamall. Hann var vonsvikinn yfir árangrinum af ævistarfi sínu, eins og sjá má af þessum orðum, sem hann mælti á banasænginni: „Keisarinn vill eklci lilusta á kenningar mínar framar. Þess- vegna get ég ekki orðið neirium að gagni á jörðinni, og því er mál til komið að ég yfirgefi liana.“ Þegar Jiann var spurður livers liann vænti sér af næstu tilveru sinni, svaraði liann aðeins þessu: „Við vitum svo litið um þetta Jíf, livað getum við ]iá vitað um það næsta?“ Konfusianisminn er engin trúar- játning, en slær því föstu sem stað- reynd að „kenning meistarans drottni yfir fortíð og nútið.“ Þar segir að „Guð er uppliaf til himins þess, sem við sjáum yfir jörðinni, upphaf sólarinnar, tunglsins og stjarnanna, og Jiann talar til okkar í heimsskipuninni (lögmáli náttúr- unnar) og innri lögum mannanna (siðfræðilögmálinu).“ Þessi innri lög eru innifalin í liinum fjórum boðorðum eða fjór- um dyggðum sem Kinverjar kalla. Þau eru: Kærleikur til náungans. ltélt líferni. Rétt lífsskoðun, Tignun forfeðranna. Konfucius segir að ef maður lifi samkvæmt þessum boðum, muni maður fá að reyna livað sönn gæfa er, og' það er hrýnt teldð fram að þessi boð Guðs séu lög, réttur jarð- arinnar og slvylda mannsins. Guð er einnig kallaður „liinn al- máttugi lierra í uppliæðum“, sem sólin, tunglið, stjörnurnar og nátt- úruöflin verði fyrir innblástri frá. Við vitum ekkert um lífið eftir dauðann, segir þar, og meistari vor liefir heldur ekki kennt okkur neitt um það. Hinsvegar liefir meistarinn kennt eftirkomendum sinum ýmislegt um skyldur mannanna í þessu lífi. Þar seg ir, að frá himninum, upphafi allra liluta, gangi óslitin festi frá föður til sonar og frá móður til dóttur alla leið til hvers núlifandi einstaklings. Meist arinn hýður manninum að útfylla það rúm, sem lionum er ætlað i mann- félaginu þannig að þessi festi verði sterkari og sterkari með hverri kyn- slóð. Á sama hátt og himinninn hvelf ist tignarlegur yfir oss og sólin skapar líf í allri náttúrunni kring- um oss, eigum einnig vér mennirn- ir með iðni og útheldni, ró og virðuleik að fullgera það starf, sem oss er lagt á lierðar, og vera þess visir að himinninn gefur þeim góðu og ástundunarsömu farsæld og liam- ingju. Við verðum að leggja kapp á að vera réttlátir eins og himinninn er réttlátur, breyta gagnvart öðru fólki á þann liátt, sem vér óskum að þeir breyti við oss, og sýna öðr- um mönnum ástríki og góðvild. Á þann hátt eignumst við samhljóm við hina guðdómlegu einingu. Fimmta liókin, sem Konfucius liefir samið sjálfur, fjallar aðallega um afstöðu barnanna til foreldr- anna, en hún er lykillinn að öllu siðfræðikerfinu. „Látið það besta í hjarta barnsins liafa álirif á foreldra þess, og það mun óafvitandi halda áfram með kærleika til allrar fjölskyldunnar og síðan koina fram sem kærleikur og trúnaður við ættjörðina. Þá fyrst verður ríkið fullkomið, og þar verð- ur keisarinn keisari, ráðgjafinn ráð- g'jafi, faðirinn faðir, sonurinn son- ur og þjónninn þjónn“. Ennfremur segir svo lijá Kón- fuciusi að „kroppinn ásamt öllum útlimum, húð og liári höfum við fengið frá foreldrum okkar. Þess- vegna verðum vér að g'æta hans vel, eigi skadda liann eða skemma. Það er hið fyrsta sem við verðum að liafa liugfast.“ Að verða sér út um góða og virð- ingarverða stöðu í þjóðfélaginu og rata veg skyldunnar og láta eftir sig nafn, sem er foreldrunum til heiðurs, — er liið næsta sem öllum ber að keppa að. Að læra að þekkja og rækta akur- inn, að vera heiðarlegur og spar- samur, svo að maður g'eti alið önn fyrir foreldrum sínum, eru eigin- leikar sem her að þroska lijá hverj- um einstaklingi. Maðurinn á að byrja á að þjóna foreldrum sínum og halda áfram með þvi að þjóna yfirvöldunum og ættjörð sinni. „Þegar um er að ræða ranglátar athafnir, sem stríða gegn lögum himnanna, rétti jarðarinnar og skyldum mannsins, skal sonur al- drei láta hjá líða að verja föður sinn, né ráðherrann höfðingja sinn.“ f liinum endurskoðuðu bókum er

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.