Fálkinn


Fálkinn - 26.03.1948, Blaðsíða 7

Fálkinn - 26.03.1948, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 H. P. Blandy vara-aðmíráll og foringi Atlantshafsflota Banda- ríkjanna stj.órnaði nýlega æf- ingum sem fram foru í Miðjarð- arhafinu. Bróður Benesj vikið burt. — Vójta Benesj, eídri bróðir Benesj, forseta Tékkóslóvakíu, hefir í 30 ár setið á þingi lands- ins. Nú lxefir honum verið varpað á brott við hreinsunina. Iiér sést Vojta Benesj lxalda ræðu um stjórnmál. Þrenning. — skgldi vera hús- næðisleysi í dýraríkinu líka. Maður gæti ætlað það, úr því að hundur, köttur og kjúkling- ur eru > sömu körfunni. Við gröf Masaryks forseta. — Sjöunda mars ár hvert eru feiknin öll af blómum lögð á le.iði Masaryks, fyrrum forseta Tékkóslóvakíu, föður Jan Masaryk utanríkisráðherra, sem framdi sjálfsmorð fyrir skömmu. 1 ár hefði Thomas Masaryk orðið 98, ára. Klement Gottwald og fní sjást hér við gröf- ina á afmælisdaginn. Þau hafa lagt blómsveig á leiðið. England—Egyptaland. — Fjár- málasamningur var gerður í janúar milli Englands og Egyptalands. Samkvæmt samn- ingum þessum láta Bretar af hendi á þessu ári 21 millj. doll- ara. — A myndinni sést utan- ríkisráðherra Egypta, Ahmed Khashaba Pasha skrifa nafn sitt undir samninginn. Búdda-munkar í Róm. — Nokkr ir munkar af reglu Búdda hafa verið á ferðalagi um Evrópu og komu m. a. til Róm. Iiér sjást þeir við gröf ókunna her- mannsins, og þar lögðu þeir krans. Tengdasonur Trumans? 7 Bandaríkjunum gengur sií saga 7 ð Margaret Truman, dáttir forsetans, sé trúlofuð, og manns efnið sé Frank llandy, sonur ritstjóra eins i Michigan. Hér sést pilturinn. Ólvmpíu-bærinn. — Englendingar eru nú í óðaönn að reisa Ólympíu-bæinn fyrir keppendur á Ólympíuleikjunum. Er þetta töluvert mikill bær, og þar koma margir til með að gista á sumri komanda. Hér birtast myndir frá Ólympíu-bænum. Að ofan sjást húsasmiðir vinna að eldhúsbyggingu, en að neðan svefnherbergi. # HXESSANVf COLA DMKKUK (Spur

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.