Fálkinn


Fálkinn - 21.05.1948, Blaðsíða 12

Fálkinn - 21.05.1948, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN SKÁLDSAGA EFTIR DARWIN OG HILDEGARD TEILHET Tveggja herra þjónn 26 Hún kinkaði kolli hikandi og nagaði á sér þumalfingurinn i einliverskonar óða- goti. Allar þær skelfingar sem hún liafði upplifað rifjuðust upp fyrir henni. Var eitthvað að henni? Höfðu öll þessi tauga- áföll gert hana ruglaða? Hoot sagði við hana með þolinmóðustu rödd í heimi: „Það dugir ekki að setja það fyrir sig. Þú hefir engin gleraugu. Þegar þú þóttist sjá gestgjafann og Didon, þá er það víst af sama toga spunnið og liitt, að þú þykist alltaf vera að sjá svarthærðu stelpuna hvar sem litið er. Þegar þú ferð með lestinni núna á eftir þá verður víst alveg sama uppi á teningnum þangað til þú færð hvíld og góðan svefn. Farðu lil Rocamadour. Fáðu sjálfa þig til að treysta því að nú sé allt í besta gengi, og elclci hafi nokkur sál hugmynd um — ■—. Hann tók um herðarnar á henni. Hún beit i örvæntingu i þumalfingurinn á sér til þess að verjast því að fara að gráta. Ef til vill hefði henni skjátlast að því er þessa vatnslitamynd snerti. En liún hafði í -raun og veru séð Didon gamla og Justin Landoc í Brive. Og hún hafði séð svart- hærðu stelpuna oftar en einu sinni. Hoot gat ekki vitað þetta með vissu. Hann vildi ekki skilja. Þau sátu um liann þarna í Brive. Allir söfnuðust um liann hér. Morðingjar úr neðanjarðarlestinni á annan bóginn og franska heimavarnarliðið á hinn. Báðir að- ilar höfðu sama markmið. Skelfingin var að bera hana ofurliði. Ilann mátti ekki verða eftir þarna. Að þvi er hún gat best séð, voru þessir bófar, sem hún hafði séð, einmitt að ...... — IJoot, hrópaði hún, — geturðu ekki komið með mér? — Það er ógerningur. Það væri mesti háski fyrir þig. Þú ert miklu öruggari ein. — Jú, komdu með mér, gerðu það, sagði Cally veikróma. Nú var hún komin að nið- urlotum. Hann varð að styðja hana svo að hún dytti ekki. Hann skimaði i örvæntingu kringum sig. Hann virtist vera að liugsa sér eitthvert úrræði til þess að bjarga þeim báðum. En þesskonar úrræði var ekki til. Þeim var engrar undankomu auðið. Þau urðu að halda áfram og flýja. Allt í einu tók hann ákvörðun: — Jæja, reyndu þá að ná í tvo farmiða til Rocamadour. Hann þrýsti henni fast að sér. — Flýttu þér nú. Það væri lak- ara að ég sæist á járnbrautarstöðinni en þó að þeir sjái þig. Náðu í farmiðana. — Já, Hoot, sagði Cally lágt. — Og nú máttu ekki ímynda þér að þú sjáir neitt merkilegt þar, sagði Hoot ákveð- inn. — Jafnvel þó Didon gamli stæði svo nærri þér, að þú gætir togað i gráslceggið á honum, þá máttu ekki gera það. Þú kaup- ir bara farmiðana og annað ekki. Eg þori að sveia mér upp á að undir eins og þú hættir að vera æst og hrædd, þá uppgötvar þú að það er alls ekki Didon gamli lieldur einliver annar fauskur. — Já, Hoot, sagði Cally. Jæja, hann fór að lireyfa sig úr stað, — Og svo eru það farmiðarnir. Komstu nú af stað-. — Eg ætla bara að segja þér að ég ætla alls ekki að fara fram á hjónaskilnað. Eg var svo vonsvikin og æst að mig langaði mest til að drepa þig, en þá var miklu auð- veldara að gera mér til liæfis, með þvi að losna við þig á þann hátt. En ef þú vilt ekki skilnað sjálfur þá vil ég liann ekki heldur. — Hoot sagði: —Heillin mín, það hefði aldrei getað orðið neitt úr skilnaði, hversu mjög sem þú hefðir óslcað þess. Þú gast ekki fært fram eina einustu ástæðu. Það var einmitt þetta, sem Samúel gamli Hook átti að sjá um fyrir mig — sjá um að þér yrði ókleift að fá einhverja dómaranefnu til þess að veita skilnað, ef þú færir fram á það. Allt i einu varð hún fokreið og gleymdi þvi, sem hún hafði sagt og meint. Hún hrópaði: John Houten! Er það satt að þú hafir gert þetta?“ — Heillin mín, ég giftist þér til þess að eiga þig. Komstu nú af stað. Láttu allt ann- að eiga sig. Nú eru það farmiðarnir, sem um er að ræða. Og gæturðu ekki reynt að ná í dagblað um leið? Hún var komin áleiðis út að hliðinu. Hann kallaði á eftir henni: „Reyndu að ná í hlað frá Brive og lielst í eitlhvert Par- ísarblað lika. Hún leit við sem snöggvast og það var kominn meiri litur á freknurnar í andlit- inu á henni en verið hafði rétt áður. ■— Já, bófinn þinn, sagði hún og virtist vera auð- mjúk er hún sagði þetta, þó liún þættist vera allt annað en auðmjúk sjálf. Hún opn- aði hliðið út að götunni. Hún skágekk yíir götuna Avenue Jean Jaurés og bronsstytt- an af Jaurés leit niður til hennar og brosti til hennar, og liún brosti á móti og flýtti sér framhjá, og Brive var böðuð í sól og ljómaði eins og Brive er alkunn fyrir að vera í júní. Og þó undarlegt megi virðast var Cally ekki vitund hrædd eða kvíðin lengur. Franskan Iiennar var fullkomin, þegar hún kom að miðalúkunni. IJún hafði aldrei á ævi sinni talað frönsku svona vel. Mað- urinn fyrir innan tók ekki einu sinni eftir henni. Hann stimplaði tvo miða og sagði að lestin suður ætti að fara klukkan tiu mínútur yfir ellefu. En hún fór ekki til Rocamadour. Þangað fóru engar lestir. IJún ætti að fara með lestinni til Gramat og þaðan með áætlunarbifreið til Padirac. í Padirac átti hún að fara úr þessum vagni og i annan, sem flytti hana síðustu sjö kílómetrana til Rocamadour. Farmiði á þriðja farrými fyrir þessa ferð kostaði 28 franka og 3 sous. Svona einfalt var þetta. Hún sá ekki vott af Didon gamla. Nei, hún varð yfir- leitt ekki neins vör. Hún fór að lialda að kannske liefði Hoot rétt fyrir yér. Það var Imgsanlegl að þetta væri ekki nema ímynd- un. Áður en hún fór aftur til Hoots gerðist hún meira að segja svo djörf að fara inn á þá deild á stöðinni, sem er merkt „Konur og börn.“ Ilún tók af sér hattinn og þvoði sér liendur og andlit. Hún reyndi að laga svolítið á sér hárið. Spegillinn i snyrtiklef- anum var afleitur og ekki bætti það úr hve nærsýn hún var. Henni virtist ásjónan á sér ferleg. Stormar og rigning síðuslu daga og það sem enn var eftir af sólbrunanum frá-California sameinaðist um að gera hana að hálfgildings zigauna. Hún óskaði þess innilega, að liún gæti verið sæmilega útlít- andi í viðurvist IJoots, þó ekki væri nema einn dag. Þegar lnin kom aftur út í garðinn, spurði hann hranalega: — Hvar i skrattanum hef- irðu blöðin? Hún settist á bekkinn. — Þeim glej'mdi ég alveg. — Gleymdurðu þeim? — Get ég að þvi gert þó að ég gleymdi þeim? spurði hún. — Hoot, segirðu það satt að þú hafir heðið Hook um að sjá um að ég gæti ekki fengið skilnað? — Á ég að segja þér nokkuð. Þú er hann- sett norn. Hefirðu gert þér það ljóst? — Já, Hoot. — Eigum við ekki að hiðja dr. Mathias að hjálpa okkur þegar við kom- um til Rocamadour? Hann á marga vini. Eg er viss um að hann getur gert eitthvað fyrir okkur, heldurðu það ekki? Þú mátt ekki fara aftur til París, ællarðu að gera það? Ef þú ferð aftur til París þá vil ég vera með þér. Hoot leit á klukkuna. Lestin ætti að koma eftir tuttugu mínútur. Yið getmn keypt blöð á stöðinni. — Eigum við að hætta á að kaupa okkur mat? — Ef þú ert ekki að deyja úr liungri, sagði Iloot, — þá verð ég að segja að það væri ótrúlega miklu öruggara að við sæl- um hérna á bekknum. Þar sem enginn sér okkur, i skjólinu bak við trén. Hérna get- um við setið þangað til lestin kemur. Og hérna gætir þú meira að segja lofað mér að taka utan um þig. -— Eg er ekki mjög soltin. Og ef til vill getum við fengið mat i lestinni. En ertu nú alveg viss um, að við séum örugg hérna á þessum beklc? —• Víst erum við það, sagði hann og skimaði aftur kringum sig. — ekki nokk- ur lifandi sál — —. — Nei, ég átti ekki við það,'sagði hún um leið og hún settist — ég átti við að nú eru liðin fimm ár síðan þú hefir tekið utan um mig. — Hm, sagði Iloot og settisl Iijá henni. Eftir að hafa etið nokkrar hrauðsneiðar og drukkið svart og rammt kaffi, sofnaði Cally vært, með höfuðið upp að öxl manns- ins síns, í lestinni sem brunaði suður. Hún vaknaði ekki fyrr en síðdegis. Það var ekki margt fóllc í þessum Ill.-flokks

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.