Fálkinn


Fálkinn - 08.10.1948, Side 16

Fálkinn - 08.10.1948, Side 16
FALKINN 16 SJO NÝJAR BÆKUR FRÁ ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJU Sögur ísafoldar, 2. bindi Af öllum neðanmálssögum urðu sögur ísafoldar vinsælastar. Fór þar saman gott val sagna og frábært mál á þýð- ingu. í fyrra kom út fyrsta bindi af sögum Isafoldar. Þar voru íslensku sagnirnar, sem birtust neðanmáls í fsa- fold, og nokkrar þýdaar úrvalssögur. í bindinu sexn nú er að koma, eru meðal annars sögurnar L’Arrabiata, eftir Heyse. Snarræði af stúlku. Bréfa- stuldurinn, eftir Edgar Poe. Sögukorn frá Svartfjallalandi. Vemundur drottinskarl. Perlan frá Tóledó. Presturinn á Bunuvöllum. Miss de Bombell. Mikil glæfraför. Piltur og stúlka. Giftusamleg leikslok. Hin dásam- lega saga: Öll fimm, eftir Helene Stöckl. og margt fleira. — Sögur fsafoldar eru skemmtilegar. Þær veita öllum á heim- ilinu óblandna ánægju. Bernskan. Eftir Sigurbjörn Sveinsson. Hver er sá, sem kominn er á fullorðins- ár, og man ekki eftir Bernskunni. Bernsk an markaði tímamót í lesbókum ís- lenskra barna. Þau gerðust sjálf þátt- takendur i binuin græskulausu leikum og störfum sem lýst var í Bernskunni. Myndirnar juku á hugmyndaflugið og glöddu augað. Bernskan var ákjósan- leg barnabók. Hún er skrifuð fyrir börn, af einlægum barnavini. Atburð- irnir eru sóttir í líf og heim barnanna. Frásagnirnar eru margþættar og fjölbreyttar. Bernskan er gædd því sönnunartákni góðra bóka, að lesendur hennar verða að loknum lestri betri og sælli en áður. Úr byggðum Borgarfjarðar. Eftir Kristleif Þorsteinsson. Kristleifur Þorsteinsson er fylgdarmað- ur lesenda sinna. Hann fer með þá um byggðir Borgarfjarðar, — víðlent, fagurt og kostaríkt hérað. Hann sýn- ir þeim Borgarfjörðinn eins og hann var og er og hann kynnir fyrir þeim hina gömlu, sérkennilegu og skemmti- legu menn og konur, sem þar hafa lifað og starfað, menningu þeirra, störf og áhugamál. Samfylgd Krist- leifs er ógleymanleg, sökum kunn- leika hans og ratvísi. Líffræði. Eftir Sigurð Pétursson. Þetta er fyrsta kennslubókin í líffræði á íslensku. — Hingað til hefir verið notast við danskar bækur. Yfir Ódáðahraun. Eftir Kára Tryggvason frá Víðikeri. í þessari litlu, l'allegu ljóðabók eru milli 30 og 40 ljóð. Ljóðin eru fáguð og fögur og ólík mörgu þvi, sem stungið hefir upp kollinum á síðari árum. — Sofðu litla, ljúfa stúlkan mín, ljóssins engill vakir dimma nótt. Ef þú byrgir bláu augun þín, brosir bann svo angurvært og rótt. Og hann leiðir þig við hægri liönd heim i svefnsins björtu draumalönd. I bókina hefur Barbara Árnason teiknað nokkrar fallegar myndir. Litli forvitni fíllinn. Eftir Rudyard Kipling. Kipling er einn af vinsælustu liöi- undur siðari alda. Bækur lians eru fallegar og lærdómsrikar. Má þar uefna Sjómannalíf, sem hefir venð marglesin hér á landi. Litli forvitni fíllinn, er ein besta barnasaga Kiplings. Hún er skrifuð fyrir yngstu börnin, skrevtt stórum og fallegum myndum. Spænsk lestrarbók. Eftir Þórhall Þorgilsson. Spænska er talin ganga næst ensku að útbreiðslu. Spænska er fagurt mál og ekki þungt. Þeim fjölgar ört hér á landi, sem læra spænsku, en kennslubækur eru af skorn- um skammti. Þessi lestrarbók Þórhalls bætir stórmikið úr þeim skorti. Bókaver slun ísafoldar

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.