Fálkinn


Fálkinn - 12.11.1948, Side 5

Fálkinn - 12.11.1948, Side 5
FÁLKINN 5 Munkalýðveldið á Atos-fjalli — Eftir dr. Paul Lemerle JALLIÐ ATOS er ekki auð- gengið. Fyrst verður maður að fara í griska utanrikisráðu- neytið og fá sérstakt leyfi til að stiga þar fæti sínum. Og þegar að fjallinu kemur verður mað- ur að fá sérstakt vegabréf til þess að fá að fara lengra. Síðan verður maður að fá aðgöngu- leyfi ábótans eða munkaráðs- ins í hverju klaustri, sem mað- ur kemur að, og gera þá hlið- holla sér, en þeirri hollustu er erfitt að ná og jafn auðvelt að missa hana. En án þessa vel- vilja er ekki hægt að sjá nema það sem allir geta séð tilsýnd- ar. Svo verður maður að sigr- ast á ólund og andúð einstakl- inga sem á vegi manns verða, og á því að fæstir skilja það sem maður segir, og á ýmisskon- ar hjátrú og vera án allra þæg- inda. Loks skal það tekið fram að aðgangur er aðeins leyfður fullorðnum karlmönnum, „skeggjuðum“ 'stendur í reglun- unum. Börn og kvenfólk og öll kvenkyns dýr eru hannfærð á þessum slóðum og hafa verið Jiað í tíu aldir. Auðveldast er að fara til Atos sjóleiðis. Sé farið frá Saloniki að kvöldi kemur maður til Atos að morgni. Áhrifamikil sjón er 77/ hægri: Minningardagur í Grikklandi. — Grikldr liöfðu nýlega hátíða- höld til minningar um þann dag er Jjeir drógust inn í síðari heimsstyrjöldina. Eftir mikla her sýningu og minningarguðsþjón- ustu í dómkijrkiunni í Aþenu, var konungsfjölskyldan við- stödd mikla lier- og skrautsýn- ingu. — Myndin er tekin af konungsfjölskyldunni við þetla tækifæri. Frá vinstri: Páll kon- ungur, Friðrikka drottning, her- toginn af Aosta (frændi kon- ungs) og börnin, Soffía, Kon- stantín krónprins og lrena. það, er maður nálgast Daphni og sér svart fjallið ganga þver- lmýpt fram í sjóinn. Þegar mað- ur liefir sýnt lögreglunni vega- bréf sitt og leigt sér asna ríður maður af stað til Karyes, höf- uðstaðarins. Áður en maður nálgast þennan klausturbæ verður maður að fara af baki, því að það þykir ekki hlýða að láta munkana í klaustrinu sjá sig ríðandi. Vitanlega má mað- ur ekki lieldur reykja á götunni né syngja eða leika á hljóðfæri. Þetta er mjög eyðileg gata, þar sem ekki sést annað en skugg- ar af munkum, sem forða sér í skjól. Gesturinn er ömurlega einmana. UM fjallið eru engir vegir og ekkert samgöngutæki nema múlasninn. Ekkert rafmagn, ekkerl sem minnir á veröld nú- tímans, engin þægindi og ekk- ert fólk nema þessir sex til sjö þúsund munkar i klaustrunum. Bvggingar, stofnanir, klæðaburð ur, lifnaðarhættir — allt er þetta með sama sniði og það var fyrir mörg hundruð árum, allt stendur kyrrt, svo að þetta er eins og maður sé kominn í lifandi forngripasafn. Jafnvel timareikningurinn er frá bys- antskri öld, timinn er talinn frá sólaruppkomu. En annars er hugtakið tími eiginlega ekki til þarna. Og það er frekasta ó- kurteisi að láta á sér sjá að maður þurfi að flýta sér, þegar maður er hjá þessum munkum, sem liver dagurinn er öðrum líkur hjá, eins og perlur á festi og einhlína inn í eilifðina frá morgni til kvölds. í Karyes eru nokkrar versl- anir, sem selja helstu nauðsynj- ar. Það eru munkar sem reka þær. Karyes er verslunarstaður fyrir öll klaustrin. Og þar situr landstjórinn. Hann hefir ekki yfir neinu að segja nema sex vopnuðum lögreglumönnum og gerir ekki annað en láta sér leiðast í stóra húsinu sem liann á heima í, með vanhirtum garði í kring. KARYES er höfuðborg Atos- lýðveldisins, sem telur sig vera elsta lýðveldi í heimi. Af klaustr unum tuttugu er eitt rússneskt, eitt serhneskt, citt búlgarslct en 17 grísk. Nefnd skipuð tuttugu munkum, einum frá hverju klaustri, sem kosin er til eins árs i senn, er einskonar þing lýðveldisins. En úr þessum tutt- ugu eru svo kosnir fimm menn í framkvæmdastjórn — eins- konar ráðuneyti — og nefnast Jjeir „epitropar“ og liver ferða- maður sem til Karyes kemur verður að ganga á fund þeirra þegar í stað. Fær hann þar um ferðarleyfi hjá þeim og þegar það er sýnt tekur dyravörslu- munkurinn á móti gestinum og tekur af honum stafinn hans, ef nokkur er. Því að þarna má enginn ganga með staf nema ábótinn, — stafurinn er heið- ursmerki. Síðan sýnir gesturinn skilríki sín, og ef þau þykja vera i lagi er manni boðið inn í gestastofu klaustursins. Komi maður síðdegis verður maður að hiða lengi i stofunni, því að munkarnir sofa miðdegisblund- inn sinn. En komi maður að morgni til, eftir morgunmess- una er ekki ólílclegt að maður fái að tala við ábótann undir eins. EF þú biður um að fá að sjá bókasafnið eða skjalasöfnin er reynt að fá þig ofan af því. Skjalasöfnin, sem eru afar um- fangsmikil og merkileg eru geymd í læstum klefum, og munkarnir koma þar nærri þvi aldrei. Og þeir leita allra bragða til að komast undan áleitni gest- Frh. á bls. Í4. v . ■ ' ' ! Síðan á 9. öld hafa sögur farið af Atos-fjalli í Grikk- landi. Þá álwað Leo keisari klóki að fjallabúar skyldu ekki háðir annarra lögum, og árið 875 var stofnað klaustur í fjallinu, við Karyes. Nú eru klaustrin or.ðin 20. Þau hafa öll munkareglu St. Basiliusar og eru undir grískri stjórn síðan 1923.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.