Fálkinn


Fálkinn - 12.11.1948, Síða 6

Fálkinn - 12.11.1948, Síða 6
6 FÁLKINN r——•— ---*-*—'—•—'—— ----------— ---------------------7 NOSTRADAMUS - SPÁMAÐURINN MIKLI Alla langar til að vita fyrir óorðna hluti. Spádómsgáf- an þykir eftirsóknarverð gáfa og þar hafa margir ver- ið kallaðir en fáir útvaldir. Það er nóg til af fals- spámönnum. En hitt kemur líka fyrir að menn koma fram, sem sjá hlutina svo vel fyrir, að þeir vekja heims- athygli. Frægastur þeirra allra er Nostradamus, sem hér verður sagt nokkuð frá. Um hann hafa verið rit- aðar langar bækur. M. a. liefir danskur dulspekingur skrifað um hann bók, sem fræg hefir orðið um víða III. Hjól örlaganna. (Úr almanaki, útgefnu í Praha 1490). I bréfi til Henriks konungs II. kemur Nostradamus fram meS spá- dóma, sem virðast snerta nútímann og framtíðina. í bréfinu segir með- al annars: „Síðan munu báðar þjóðirnar taka við liinni ófrjóu konu, sem reynd- ist liinni yfirsterkari. Hið mikla riki Antikrists liefst, eins og innrás Húna eða för Persa til Grikklands, og nær svo miklu fylgi, að iiinn heilagi andi, sem kemur frá 48. breiddargráðu tekur til starfa til að hrekja hinn viðurstyggilega Antikrist sem um skeið heldur uppi stríðé gegn hinum konunglega ríkisstjóra Krists og gegn kirkju hans og ríki. Og þá kemur fyrst sólmyrkvi sem er svartari en nokkur annar, sem komið hefir síðan Kristur dó á krossinum. í októbermánuði verða mikil umskipti, svo gagnger að menn munu halda að jörðin hafi breytt sínum eðlilega gangi. Um vorið verða miklar breytingar á stjórnarfari, og jörðin mun skjálfa er þetta verður, og hin nýja Babyl- on, sem hefir styrkst við viðurstyggð hinna fyrstu blóðsúthellinga, mun þenjast út. En það stendur aðefns 73 ár og 9 inánuði. Þá mun koma af stofni, sem lengi hefir verið ó- frjór, maður, og liann kemur frá 50. breiddargráðu og mun endur- nýja alla kristnina. Og mikill friður mun verða saminn milli sumra þjóð- anna, sem eru afvegaleiddar og og hefir verið sundrað af stjórn- um sínum, slíkur friður, að sá sem var upphafsmaður og foringi liern- aðarflokksins og notaði sér mismun- andi lnigarfar, verður bundinn í neðstu hyldýpum; og það ríki sem tilheyrir þeim brjálaða er leikur vitfirringinn, verður sameinað hin- um. Og löndin borgirnar og hér- uðin, sem hafa yfirgefið uppruna- lega vegu sína til að öðlast frelsið, munu uppgötva að þau lineppast æ fastar í þrældóm, og þeim mun fara að gremjast að hafa misst frelsi sitt og fullkomna trú og fara að berjast gegn vinstriflokkunum og snúa aftur til hægri.“ — —- Með nafninu Antikristur virðist Nostradamus ekki meina á- kveðna persónu heldur byltinga- skeiðin, er baráttan gegn kirkjunni var sem áköfust. Fyrsta skeiðið var 1789 til 1815. Annað byrjaði með byltingunni 1848 og stendur vænt- anlega ennþá. Það sæði sem sáð var þá mun þroskast og fá næringu frá liugmyndunum frá 1789 (fyrsta blóðsúthellingin) og miðbikið fyrir viðburðina verður París (hin nýja Babýlon). . Siðar á svo að koma mikil bylt- ing, sem slítur öllum tengslum við fortíðina og leggur nýjan grund- völl að þjóðfélagsþróuniiiní. Höfund- ur hennar verður mikihnenni, sem Nostradamus kallar „hinn heilaga anda“. Hann á að rísa upp i Norð- ur-Frakklandi og vera af gamalli ætt, sem talin var aldauða. Hann endurnýjar hina gömlu Evrópu. Friður og eindrægni kemst á, þjóð- irnar rjúfa þröskuldana, sem stjórn- irnar hafa sett á milli þeirra og sameinast yfir landamærin. Hern- aðarflokkurinn er yfirbugaður og jafnvel það land, sem brjálaður maður stjórnar, sameinast hinúm löndunum. Eftir hernaðar- og byltingaskeið- ið sem nefnist Antikristur annar kemur langt friðartímabil. Siðan hefjast enn styrjaldir, hernaðar- ribbaldar rísa upp, þjóðirnar rísa upp gegn lögum og reglum og Aust- urlönd ná valdi yfir Evrópulönd- um. Þessu skeiði, hinum 3. Antikristi er lýst þannig: „Loks munu í síðasta sinn öll riki kristninnar og lika þeirra vantrú- uðu skjálfa um 25 ára skeið, og styrjaldir og onustur verða harðari en nokkurntima áður, borgir og hallir og allar aðrar byggingar eyði- leggjast, blóð renna í lækjum, ung- börn niarin udir múrunum og svo margt illt ske, með Satans hjálp, að öll veröldin virðist úr greinum gengin og ætla að leggjast í auðn. En eftir að þetta er umliðið mun koma ný gullöld og Guð mun heyra neyðarkall jijóðar sinnar og lilekkja Satan í iðrum jarðarinnar. Mun verða almennur friður milli Guðs Frh. á bls. U. VITIÐ ÞÉR . . . ? aS í hernaði eru notaðar eldflaug ar til að leggja síma? Á myndinni sést hermaður albúinn til að skjóta rakettunni. Við hana er festur 100 metra lángur símavír. Þetta er fljót- leg aðferð, ekki síst þegar yfir vötn og torfærur er að fara. að hægt er að taka ljósmyndir af viðburðum, sem gerst hafa fyrir milljónum ára? / Hamilton-stjörnuturninúm í Kaliforníu var þessi mynd tek- tekin í sömu andránni og stjarn an, sem örin bendir á, sprakk. Fjarlægð stjörnunnar i Ijósárum var kunn, svo að hægt var að reikna út að sprengingin hafði gerst fyrir 4 milljön árum, en þrátt fyrir hraða tjóssins var fyrst núna hægt að sjá spreng- inguna hér <í jörðinni. að í egypskum pýramída hafa fundist verksummerki eftir inn- brot, sem framið hefir verið fyr- ir þúsundum ára. Við egypsku pýramídarann- sóknirnar, sem nú fara fram eftir tín ára áætlun nppgöt'vað- ist þessi klefi og sást þar að múrveggur hafði verið brotinn niður, ennfremur körfur og reipi, sem grafræningjar liafa skilið þarna eftir fyrir þúsund- um ára. Ræningjunum tóksl ekki að finna grafhýsið og það hefir vísindamönnum síðustu alda ekld tekist heldur. En gengið cr að því vísu að þar muni miklir fjársjóðir geymdir. að maurabúin í hitabeltinu eru svo sterk, að hægt er að gera þrep í þau og ganga um þau án þess að sökkva í? Þessir maurar byggja sér bú sem geta orðið margra metra há, úr leir og tré. Venjulega eru engar holur á þessum bú- um, en maurarnir skríða út um göng, sem koma upp úr jörðinni marga inetra frá bú- inu. Myndin er af maurabúi í Congo,- og hefir verið byggður sólskáli á toppinum. að við strendur Ameríku lifir hornfiskur, sem getur orðið yfir tveggja metra langur? Það er svonefndur alligator- fiskur. Hann er óætur en étur sjálfur mjög mikið af fiski.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.