Fálkinn - 10.12.1948, Blaðsíða 3
FÁLKINN
3
Finnbm/i Helgason, bóndi að Hit-
ardal í Mýrasýslu verður sjötugur
á aðfangadag jóla.
Ný rnynd frá Bikini
Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna
liafa nú leyft birtingu á fleiri mynd
um af atómsprengjutilraununum við
Bikini en gert var í fyrstu. Eins og
menn muna, þá var tilraunin gerð
25. júlí 1946, og allar þær myndir
sem liingað til hafa birst af spreng-
ingunni, eru teknar eftir að strók-
urinn hefir tekið svepplögun.
Myndin sem iiér birtist er tekin áð-
ur, alveg í því augnabliki, sem
spréngingin varð og „svepphattur-
inn“, sem er svo greinilegur á öðr-
um myndum, hefir ekki ennþá mynd
ast. Örvarnar visa á herskipin, sem
höfð voru við tilraunirnar, til þess
að geta betur sagt um kraft spreng-
ingarinnar.
Frú Bodil Begtrup sendi
herra Dana á íslandi
Frú Bodil Beijtrup og Emile St. Lot frá Haiti á nefndarfundi i UNO.
Fyrsta konan, sem Danir skipa í sendiherrastöðu
sendiherra Dana í Moskva. Hefir
hann gcgnt fleiri ábyrgðarstöðum i
utanríkisþjónustunni, en samkvæmt
eigin ósk hefir hann nú dregið sig
i lilé.
Embætti þau og ábyrgðarstöður
sem frú Bodil Begtrup hefir liaft á
hendi eru margskonar. Árið 1939
var hún skipuð til að hafa eftiriit
með kvikmyndum, og vakti liún at-
hygli á sér við þau störf. Síðan 1929
liefir hún átt sæti i stjórn Danske
Rvinders Nationalraad. Varafor-
maður félagsskaparins varð hún
1931 og formaður 1946. Mikil störf
liggja eftir hana í þágu mæðrahjátp-
ar og barnahjálpar. Á erlendum
vettvangi tiefir hún dregið að sér
athygli með störfum sínum i þágu
Sameinuðu þjóðanna. 1 haust< tiefir
liún t. d. unnið mikilvæg nefndar-
störf á þinginu í París og verið for-
maður nefndar ]>eirrar er fjallar um
stöðu konunnar í þjóðfélaginu.
Fyrir stríð sat luin einnig 19. þing
Þjóðbandalagsins sem fulltrúi Dana.
Mörg önnur störf frúarinnar mætti
nefna, en liér skal látið staðar
numið.
ísendingar fagna þvi vissulega,
að þessi merkiskona skuli liafa ver-
ið valin til þess að gegna sendi-
herrastörfum Dana liér á landi.
Happdrætti Tónlistarskólans
Vegna vaxandi aðsóknar að Tón-
listarskólanum, liefir Tónlistarfélagið
orðið að afla sér aukins liúsnæðis, og
ráðist hefir verið í að kaupa liúsið
nr. 7 við Laufásveg. Til þess að
skólinn geti verið rekinn á sæmi-
legum l'járhagsgrundvelli, þá liefir
Tónlistarfélagið efnt til liappdrætt-
is fyrir skólann. Hafa flestir kunn-
ustu málarar bæjarins selt félaginu
stór og falleg málverk, sem verða í
happdrættinu. Auk þess verða 125
peningavinningar. Dregið verður
viku fyrir jól.
Hinn nýi sendiherra Dana á íslandi, frú Bodii Begtrup.
Danska stjórnin hefir nú skipað
frú Bodil Begtrup sendiherra á ís-
landi. Er þetta i fyrsta skipti, sem
Danir, skipa konu i slíkt embætti,
og telja dönsku blöðin, að frúnni
sé með þessu sýndur maklegur sómi
fyrir vel unnin störf i þágu danskra
mannúðarmáta og annarra þjóðfé-
lagsumbóta. 'Bertingske Tidende seg-
ir m. a.: „Val frú Bodil Begtrup í
embætti sendihcrra Dana í Reykjavík
er bæði óvænt og sjálfsagt. Óvænt,
þar sem danska utanríkisþjónustan
hefir liingað til eingöngu verið í
höndum karla og margir hæfir em-
bættismenn hafa liaft augastað á
sendiherrastöðunni á íslandi. Sjálf-
sagt og eðlilegt, þar sem frú Bodil
Begtrup hefir unnið störf sín i þágu
danskra innanríkismála svo vet og
leyst af hcndi svo mikið og gott
starf á sviði utanríkismálanna, að
engin gagnrýni kemst að.“ Politiken
og önnur dönsk blöð liafa svipaða
sögu að segja.
Frú Bodil Begtrud er 45 ára göm-
ut, fædd í Nyborg 12. nóv. 1903.
Hún lauk stúdentsprófi í Álaborg
og lagði siðan stund á hagfræði.
Cand. polit. varð hún 1929. Maður
liennar er Bolt Jörgensen, fyrrv.