Fálkinn - 10.12.1948, Qupperneq 5
FÁLKINN
5
Yngsta móðir í heimi,
LINA MEDIMA
Hiin eignadist son 5 ára gömul
Árið 1939 skeði sá undarlegi
atburður í Perú, að 5 ára göm-
ul stúlka, I.ina Medina, eign-
aðist barn. Um skeið var þetta
tíðræddur atburður víða um
heim, en féll fljótt í gleymsk-
unnar dá, og nafnið Lina Med-
ina heyrist ná sjaldan nefnt.
Fyrir íu-kkru birtist grein í
Life um atburð þennan og
undrabarnið. Höfundur hennar
er William Krehm. Fer hér á
eftir úrdráttur úr greininni.
Hálönd Perú byggja liarðgerðir
bændur. Bústaðir þeirra eru af-
skekktir, samgöngur erfiðar og
menning víða frumstæð. Fólkið er
kröfuhart við sjálft sig og tekur
heldur eklci ætið móðurhöndunum
á börnunum, sem alast því mörg
hver upp við harðrétti vorkunnar-
laust. — Það var vorið 1939 að
litil stúlka, Lina að nafni, dóttir
fátæks fjallabónda á þessum slóð-
um, kvartaði um það við foreldra
sína að sér liði illa. Hefði ekki út-
lit hennar borið þess ljósan vott, að
henni leið illa, mundi slík kvörtun
hafa verið tekin óstinnt upp. Það
var ekki laust við ugg í foreldrum
hennar og systkinum, sem voru átta
auk hennar, þegar þau urðu vör
við hið sífellda lystarleysi í Linu.
Auk þess var henni svimagjarnt og
svo gildnaði hún sí og æ. Að áeggjan
lögregluþjónsins i héraðinu fór fað-
ir hennar með hana til sjúkrahúss-
læknisins i Pisco, dr. Gerando Loz-
ada. Fljótt á litið liélt dr. Lozada
að hér væri um að ræða einhvers-
konar bólgu, en við nánari athug-
Máðir og sonur með brúður sinar.
Myndin er tekin 1939.
un komst hann að næsta ótrúlegri
niðurstöðu. Lina litla gekk með barn.
Dr. Lozada tók nú að afla sér
frekari vitneskju um bernsku Linu
Medinu. Hún fæddist 23. sept 1933,
og samkvæmt upplýsingum móður
hennar kom nú i ljós, að hún hafði
á ýmsum sviðum náð kvenlegum
þroska aðeins átta mánaða gömul.
Fregnin um atburðinn barst um
gjörvalla Perú eins og eldur í sinu,
og hinn 11. mai 1939, þegar ákveð-
ið var að gera keisaraskurð á Linu,
beið fólkið með öndina í hálsinum.
Margir voru þeir, sem töldu að sú
staðhæfing dr. Lozada, að Lina
væri barnshafandi, mundi nú verða
afsönnuð, en þeim varð ekki að
von sinni, þvi að innan stundar
tilkynnti læknirinn, að Lina hefði
fætt dreng.
Þó að móðirin væri aðeins 67
ensk pund að þyngd, vóg barnið,
sem var skírt Gerardo, um það bil
10 merkur og leit mjög hraustlega
út. Skv. ósk dr. Lozada var Lina
ekki látin annast barnið á néinn hátt,
og hún fékk alls ekki að vita, að
liún hefði eignast barn. Það var tal-
in affarasælasta leiðin.
Á sjúkrahúsinu í Pisco dvaldist
Lina lengi. Þar lærði hún að lesa
og skrifa og naut góðrar aðhlynn-
ingar. Blöðin minntust hennar oft,
og háværar kröfur voru uppi um
að senda hana til New York til þess
að sýna hana sem undrabarn. Dr.
Lozada reis öndverður gegn því og
hlaut ekki verulegar ákúrur fyrir
nema frá föður Linu, sem var fylgj-
andi förinni. Síðan lognaðist sag-
an um Linu út af, en hún hefir
dvalist hjá foreldrum sínum og er
nú orðin 15 ára.
Öll þessi ár hefir dr. Lozada fáar
sem engar fréttir haft af Linu, og
veldur reiði föðurins því. Það var
ekki einungis að honum þótti mið-
ur, að Lina skyldi ekki fá að fara
til New York, heldur kom fleira til.
Þau hjónin þóttust nefnilega sann-
færð um það, að þungun Linu hefði
orsakast af æðri máttarvöldúm, og
það urðu þeim þvi sár vonbrigð'i,
er dr. Lozada fullyrði, að allt væri
eðlilegt og mannlegt i þessu sam-
bandi. Það sem foreldrarnir töldu
kraftaverk varð hneyksli. Juan Barr-
era Jiminez, dómari héraðsins skýrði
William Krehm, greinarhöfundinum
frá því, að glæpalögregla ríkisins
hefði rannsakað málið, en árangurs-
laust.
Lina Medina veit ekki ennþá að
Gerardo er sonur hennar, og ólik-
legt að hún fái nokkurn tíma að vita
það. Hún heldur að hann sé bróðir
sinn.
SPURNING OG SKÝRING.
Don Kelly lögregluþjónn I San
Antonio i New Yorkriki fékk ný-
lega skannnir hjá lögreglustjóranum,
í fyrsta skipti í starfinu. Og hon-
um fannst þetta óréttlátt. Yfirboð-
ari hans ávitaði hann fyrir að hafa
ekki tekið í taumana er hann sá
karlmann og kvenmann vera að
spóka sig á götunni — bæði alls-
nakin. „Eg lét þau fara af þvi. að
þau liegðuðu sér prúðmannlega,"
sagði Kelly. „Þau gerðu engum mein
og höfðu engan hávaða.“
Islendingasögur,
Bysk upa sögur, Sturlunga saga,
Annálar og Nafnaskrá
20 bindi í góðu skinnbandi fyrir aðeins kr. 820.00
!
|
1
Þetta er ódýrasta,
besta
og þjódlegasta
útgáfa landsins
íslendingasagnaútgáfan
Haukadalsútgáfan
Pósthólf 73.
Sími 7508.
Túngötu 7.
Reykjavík.