Fálkinn


Fálkinn - 10.12.1948, Side 6

Fálkinn - 10.12.1948, Side 6
c FÁLIINN Vitið þér .. ? að á flugröllunum verðm að gera ráðstafanir gegn því að fuglar fljúgi á kastljósin. Fuglar sækja að sterku Ijósi og fá ofbirtu í augun af því, og til að hindra að þeir safnist fyrir liósin og dragi úr birf- unni er settnr krans af vírum, eins og sjá má á myndinni. — Nýjustu kastljós eru svo sterk að þau sjást gegnum 300 metra þykka þokubakka. að olíubrák á sjó drepur fugla? Á stríðsárunum varð þess , vart hér á landi að ýmsir sjó- fuglar drápust í stórum stíl, vegna oliu, sem kom frá kaf- skotnum skipum. Fiðrið kless- ist saman, af olíunni og augun blindast, svo að fuglinn getur hvorki flogið né áttað sig, en tærist upp smátt og smátt. Hér sést æðarfugl, sem bjargað hefir verið úr olíubrák. Iiann er ekki fallegur á fiðrið. ILLT EFTIRDÆMI. Prestarnir í Skotlandi liafa sent Attlee forsSetísraðherfa bréf, þar sem þeir kvarta undan því, að El- izabeth prinsessa fór á veðreiðar og kom í leikhús og náttkjúbb þegar hún var í París Með þessu liefir hún gefið enskum æskulýð illt for- dæmi, segja prestarnir, — og það má hún ekki gera. Samanber: „Hvað höfðingjarnir hafast að — hinir ætla sér leyfist það,‘“ eins og Hallgrímur Pétursson kvað forðum. Dvergbrúðkaupið mikla Þegar Lavinia og Þumalingur giftust MORGUNINN sem Lavinia Warren átti að giftast klæddi jnóðir henn- ar hana, eins og hún væri brot- hætt brúða. Pyrst kom hvitur sat- instakkur með örsmáum ■ silfur- spennum." Svo voru það sokkarnir, allir með siikiútfluri óg silkiskór með kn'ipplingarósettum og örsmá- um perlum. Sjálfur kjóllinn var úr hvitu silki með guðvef yfir og gat staðið einn, eins og kappþeyttur rómi. Vasaklúturinn var úr, knippl- ingum. Iiún var nleð . demantafesti um hálsinn, demanta um úlnliðina, í eyrunum og hárinu. Og síðast komu blómin. Stjörnuniyndaður vöndur úr rósum og kamelium fyllti fangið á Laviniu, og uin ennið var krans úr appelsinubómum. „Líttu nú á!“ sagði hióðir henn- ar. „Þú ert ljómiand'i!“ Lavinia leit á sig með velþóknún í speglinum og var sammála. Þetta var fyrirmynd- ar kjóll. Hún s'tóð' ög dáðist að kjólfaldinum og knipplingakragan- um. Henni fannst ótrúlegt að hún skyldi fýrir fimm árum hafa getað fórnað sér fyrir skóla'nn, aðeins 16 ára, sem kennari í þriðjá bekk i Middlebro í Massáchusétts. Og nú var hún 'hér, alsett rósum og dem- öntum. Klukkan hálf tvö, hinn 10. febriiar 1863, átti hún að giftást Cliarlie. Hanri var ríkur og falleg- ur. Hann elskaði Haná óstjórnlega og var 91 sentimetri 'á liæð. Það var kjörin hæð fyrir Láviníu, sem var 76 sentimctrar. Lavinía kallaði ástvin sinn Char- les Sherwood Stratton, en veröldin þekkti hann aðeins undir nafninu Þumalingur hershöfðingi. Barnum sirkuskonungur hafði. . skírt liann því nafni. Hinn frægi Pliineas T. T. Barnum hafði lieyrt, getið um sveitadreng, sem ekki var stærri fimm ára en hann hafði sjálfur ver- ið þegar hann var 7 mánaða. Hann , liafði þá viðdvöl í Bridgeport i Connecticut. Milljónum manna fór á 'sömu leið og Barnum í fyrsta skipti sem þær sáu Þumaling: fólkið ætlaði ekki trúa sínum eigin augum en vældi af undrun. Þetta "var manne'skja i smásjá. Barnum neytti allra sinna aug- lýsingaklækja til j>.ess að gera goð úr þessum dverg. Hersliöfðinginn féllst á það. Hann hafði eðlileg svipbrigði og meðfædda löngun til að sýna sig. Hánn elskaði að heyra kvenfólkið æp'a af undrun þegar hann kom fram á leiksviðið sem Amor. Eftir fyrslu sex vikurnar var allsstaðar húsfyllir ]>ar sem hann var sýndur. Um sama leytið sem Þumalingur sýndi sig í Egyptian Hall í London hélt frægúr málari, Bcnjamirí Hay-.. dori, sýningu í sfomu byggingunni. „Þumlalingur hafði 12.000 gesti síð- ustu v'iku — Benjamin Haydon 133 ö§ hálfari,“ skrifaði málarinn í dag- bók sína. „Það er fásinna, brjálæði! Ekki liafði ég trúað þessu um ensku þjóðina.“ Svo skar Iiann sig á háls og sálaðist. En Þuinalingsæðið i Englandi sálaðist ekki. Polkar og piparmyntur voru skírð Þumaling- ur.. Victoria tók þvjvegis- á móti honum í áheyrn og gaf honum blý- antshylki úr guíli. Árið 1845 rann litli skrautvagn- inn hans með tveimur smáhestum fyrir — þeir voru 86 sentimetrar á bóginn niður Champs Elysées i París. Smástrákur stýrði liestun- um og arinar sat hjá honum í þjónsbúningi, en sjálfur flatmagaði ,,géneralinn“ sig letilega í aftursæt- inu og gulu silkifóðrinu og fitlaði við gluggatjöldin. Hann gekk fyrir Louis Philippe konung. Hann hafði skemmt Englendingum með þvi að leika Napoleon níikla, en nú skemmti hann Frökkum með því að sýna sig sem enskan hefðarmann með einglirni fyrir augum. Þumalingur hafði í fyrstu verið leigður .Barnum fyrir ]>rjá dollara á viku, en siðar varð hann með- eigandi i fyrirtæki lians. Og siðar sýndi hann sig einn. Þegar lvann var 24 ára var hann orðinn flug- ríkur. Hann átti veðhlaupahesta, holl í Bridgeport og skemmtisnekkju. Hann hafði þyngst talsvert og lengst um 3 scntimetra og lét sér vaxa yf- irskegg. Hann var fulljjroska að öllu öðru le.vti en líkamsvéxtinum. Og nú langaði hann til að -eignast koríu. Það var engin furða þóað hann hrópaði í fyrsta skipti sém hann sá Laviníu: ,,Mr. Barnurii, jjetta er yndislegasti kvenmaðurinn sem ég hefi nökkurn'tíma séð! Eg liugsa að hún hafi verið sköpuð til j>ess að vérða konan min.“ Lavinia Warren hafði haft eðli- legan vöxt el'tir að hún fæddist, al- veg eins og Charles Stratton. For-. eldrar hennar höfðu eðlilegan vöxt, svo að hún hafði alist upp meðal risa. Ef þumalirigur hefði ekki gert dvergana vinsæla mundi 'Lavin- ía haf.a lifað alla sína ævi ,sem við- 'Uridur smájjorpsins. En nú frelsaði ; ,gerieralinn“ hana úr alögunum. Hún fór að heiman til að sýna sig á sýningabát á Mississippi. Og árið 1862 komst hún á liið svonefnda „Ameriean Museum" Barnums. Það var l>ar sem Þumalingur sá hana i fyrsta sinn. Þumalingur var ekki 'einn um liituna. Hann átti keppinaut sem var 17 ára og 74 sentimetrar og gekk undir nafninu ;,Cómmander Nutt“. Hann elskaði lika Laviníu. Hún liafði einu sinni gefið honum liring. Hvorn átti hún að kjósa, „Com- manderinn" eða „Generalinn?“ Eft- ir að „Commanderinn“ hafði slegið „Generalinn" niður með berum hnef unum hélt Barnum samkvæmi og bauð þessum þremur. Þumalingur og Lavinía koniu fyrst. Nú sýndi arskírteini sín og spurði hvort liún vildi verða konan hans. Hún varð orðlaus. Þetta kom svo óvænt, en ef móðir hennar féllist á það ]>á . . Það var vor og hiti brúðkaups- daginn. Um tólfleytið var allur Broadway alskipaður fólki frá Níunda Stræti og að Union Square. Lögrelguvörður varð að lialda fólk- inu í skefjum. En samkvæmt „Iler- ald“ var svo um eitt skeið, „að armbönd kvenfólksins virtust ætla að drepa lögregluna." í kirkjunni voru milljónamæring- ar og hefðárfólk. Þar var frú Yanderbilt og Burnside liershöfð- ingi og samskonar fólk var líka ■fyrii' utan kirkjuna. Allir höfðu sama erindið að glápa á dvergana. Loks komu þeir. Með Laviníu gekk Minna systir hennar, „ minnsta kona i heimi“. Nutt hafði nú gleymt allri afbrýðissemi og gekk með Þumaling. Gestirnir stigu upp á kirkjubekk- ina til að sjá betur. „Times“ skrif- aði, að „margir voru þeir, sem gleymdu að mannasiðir eru til.“ Það var á borgarastyrjaldarárun- um sem Þumalingur og Lavinía héldu brúðkaup sitt, og þjóðin var i vanda stödd. En ekki varð það séð á blöðunum daginn eftir. Frétt- irnar frá vígstöðvunum komu á öftustu blaðsíðu. Fólk flýtti sér að Ijúka við þær fréttir til þess að lesa skrána um brúðkaupsgjafir dverganna. Tiffany liafði sent silf- urliest og vagn, als'ettan rúbínum. Guther hafði sent hermelínkápu, og Barnum svissneska spiladós, hið mesta þing. Á Metropolitan Hotel hoppuðu brúðhjónin upp á píanóið til að heilsa gestunum, sem voru 2000. — Árið 1869 fór ÞUmalingur og frú, Minnie Warren og Nutt í heims- ferðalag, sem stóð þrjú ár. Á þessu ferðalagi kynnust þau fólki í Ástr- alíu, Indlandi og Japan. Siðan sett- ist Þumalingur að i Bandaríkjun- um sem kaupsýslumaður. Hann reykti stóra vindla ög sat frímúr- arafnndi. Og dó úr slagi, 45 ára. Eftir tveggja ára ekkjustand giftist Lavinia aftur ungum ítölskum dverg Primo Magrr greifa. Hann var aldrei kallaður annað en „maður- inn hénnar frú Þumalings". Þumalingur hafði sóað aleigu sinni. Ekkjan og maður he.nnar urðu því að vinna fyrir sér. Hún •för sýningarferðir og sýndi dverg- óperu og lék eihþáttung í verstu hafnarbæjunum. Þau komu fram á , heimssýningum“ i dverjabæjum. Sjötug var Lavinía orðin feit og skrafgefin kerling Hún var í gljá- andi, svörtum kjphlm og sagði frá ellefu forsetunum sem hún liafði tala.ð við, og að Lincoln hefði sagt að hún væri lík konunni hans. Hún átti stórar bækur með blaðaúrklipp- um og sýndi sérstaklega eina úr New York Tiines“, þar sem hún var kölluð fegurðardrottning. Hún dó 1919 og var graf-in í Bridgeport við liðina á frægasta dverg sögunnar, sem hafði legið þar undir 12 metra hárri, italskri marmarasúlu siðan 1883, en stytta af honum sjálfum í fullri stærð efst á súlunni. Á legstein Laviníu er ekki annað letrað en þessi orð: Konaii hans. HEILINN RÆÐUR segja læknarnir á Miehael Reese-spítalanum. Þeir segja að slæm matarlyst stafi alls ekki frá maganum heldur sé liún imyndun að kenna, eða réttara sagt að heilinn ráði henni. Tilraunafólkið á spítal- anúm var lálið svelta 12 tíma og síðan látið þefa af ýinsum meðul- um. Síðan var borin fram hesti mat- ur, en enginn hafði list á honum, og segja læknarnir að þetta stafi af lyktinni, sem fólkið hafði í nefinu. Með því að setja önnur lyktarefni i matinn er hægt að bæta lystina. Þumalingur liinni útvöldu lifsábyrgð matarlystinni

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.