Fálkinn - 10.12.1948, Síða 8
8
FÁLKINN
- —— ---— —— ------------— —— -----------— —■ ---- -----------— —------------
( ANTON TSJEKOV: j
^TEBKAR TlLFIAÍlAIMCÍAR
ÞAÐ seni hér verður sagt frá
bar við eigi alls fyrir löngu í
kviðdóminum í Moskva. Kvið-
dómendurnir, sem áttu að gista
i þinghúsinu fóru að tala sam-
an um sterkar tilfinningar. Á-
stæðan til þessa var sú, að í
málinu liafði komið fram vitni,
sem samkvæmt eigin fram-
burði hafði orðið málhaltur og
gráhærður á svipstundu við að
komast í geðshræringu út af
hræðilegum atburði. Kviðdóm-
endunum kom saman um, að
áður en þeir tækju á sig náðir
skyldu þeir hver um sig reyna
að rifja upp fyrir sér liðna
daga, og atlmga hvort þeir
gætu sagt einhverja sögu í
þessa átt. Mannslífið er stutt,
en samt mun sá maður tæplega
vera til, sem getur státað af
því að hafa aldrei lifað liræði-
legt augnablik.
Einn kviðdómandinn sagði
frá því er hann var að því
kominn að drukkna. Annar
sagði frá því að einu sinni á
næturþeli, þégar hann átti heima
í þorpi þar sem hvorki var lækn-
ir eða lyfjabúð nærri, drap
hann barn sitt á eitri í misgán-
ingi, með því að gefa þvi zinkvi-
triol i stað sóda. Barnið dó
ekki, en faðir þess var að því
kominn að verða vitskertur.
Sá þriðji, sem ekki var orðinn
gamall, en var mjög veilduleg-
ur, lýsti tveimur tilraunum
sínum til sjálfsmorðs: annað
skiptið hafði hann skotið sig
og i hitt skiptið fleygði hann
sér fyrir járnbrautarlest.
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM
Ritstjóri: Skúli Skúlason
Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested
Skrifstofa:
Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210
Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6
BlaSiO kemur út hvern föstudag
Allar áskriftir greiöist fyrirfram
HERBERTSprent
Sá fjórði, lítill og snyrtilega
klæddur kubbur, sagði eftirfar-
andi:
Eg var ekki meira en 22—
23 ára þegar ég varð ofsalega
ástfanginn af konunni minni,
sem nú er, og bað hennar. Núna
væri mér það sönn nautn að
kaghýða sjállan mig fyrir þá
flónsku, að giftast svona ungur,
en í þá daga veit ég ekki hvað
ég hefði lekið fyrir ef Natasja
hefði hryggbrotið mig. Þetta
var sönn ást, af því taginu sem
lýst er í skáldsögunum, al-
gleymings- ástríðu-ást og svo
framvegis. Eg var alveg ærður
af hamingju, og ég var í þann
veginn að gera út af við föður
minn, vini mína og vinnufólk-
ið með því að stagast sí og æ
á því hve skelfilega ég væri
ástfanginn. Það eru ekki leið-
inlegri skepnur til í veröldinni
en fólk í svoleiðis liamingju-
vímu. Og fólkinu fannst ósköp
leiðinlegt að hlusta á mig. Eg
skammast mín enn ofan í tær
þegar ég hugsa til þess ....
Meðal vina minna í þá daga
var maður, sem var nýbyrjaður
á málaflutningsstörfum. Nú er
hann kunnur um allt Rúss-
land, en í þá daga var hann
aðeins að byrja að komast
upp af jafnsléttunni, og liann
var hvorki orðinn svo ríkur
eða frægur, að hann gæti ver-
ið þekktur fyrir að látast ekki
þekkja gamlan kunningja þeg-
ar hann mætti honum á förn-
um vegi. Eg var vanur að koma
til hans einu sinni eða tvisvar
á viku. Þegar ég kom til lians
lleygðum við oklcur á dívan-
ana, hagræddum okkur og fór-
um að tala um heimspeki.
Einu sinni þegar ég lá þarna
ó dívaninum fór ég að leggja
út af því, að ekki væri van-
þakklátara starf til en mála-
flutningsmannsins. Eg reyndi
að sanna að þegar vitnaleiðslun-
um væri lokið þá gæti réttur-
inn verið án bæði sækjanda og
verjanda í málinu, því að báðir
væru óþarfir og gerðu ekki
annað en bölvun. Ef uppkom-
inn, andlega og líkamlega heil-
brigður kviðdómandi er sann-
færður um að þetta loft sé
hvítt á litinn eða að Ivanov sé
sekur, þá er það engum Demos-
þenosi fært að berjast við þá
sannfæringu og sigra hana.
Hver getur sannfært mig um,
að ég hafi rautt skegg, úr því
að það er svart? Þegar ég
hlusta á ræðumann getur hugs-
ast að ég komist við svo að
ég tárfelli, en eigin sannfæring
mín, sem fyrst og fremst bygg-
ist á sjálfsraun og staðreynd-
um, breytist ekki agnar ögn við
það. En málaflutningsmaður-
inn stóð á því fastar en fótun-
um að ég væri ungur og óreynd
ur ennþá, og það sem ég segði
væri bull og vitleysa. Hann hélt
því fram í fyrsta lagi að augljós
staðreynd yrði enn augljósari
þegar hún væri útskýrð af vitr-
um og sérfróðum mönnum. í
öðru lagi — sagði liann — væri
málaflutningsgáfan einskonar
frumorka, sem gæti mulið jafn-
vel steina í dust, að maður ekki
talaði um smámuni eins og
skoðanir smáborgara og kram-
ara og þesskonar fólks. Því að
máttvana mannskepnum væri
jafn ómögulegt að berjast gegn
spekinni eins og að horfa í sól-
ina án þess að depla augunum
eða stöðva rok. Einn einasti
venjulegur dauðlegur maður
snýr með mætti orðsins þúsund
heiðingjum til kristinnar trúar.
Odyssevs var sannfærðasti mað-
urinn í heimi, en samt varð
hann að lála i minni pokann
þegar hann hilli sírenurnar, og
svo framvegis. ÖIl mannkyns-
sagan morar í þessháttar dæm-
um, og í daglega lífinu hittir
maður þau hvar sem maður
fer. Og svona verður þetta líka
að vera, því að annars væri
vitri maðurinn ekki áhrifa-
nieiri en heimskir þorskar.
EG sat við minn keip og liélt
því fram að sannfæringin væri
öllum sérgáfum öflugri, þó að
eg verði að viðurkenna, að ég
gæti eiginlega ekki gefið ná-
kvæma skýringu á hvað í orð-
unum sannfæring og gáfa fæl-
ist. Eg geri ráð fyrir að ég
hafi aðallega talað til þess að
fá að tala.
— Taktu nú til dæmis sjálf-
an þig, sagði málaílutningsmað-
urinn. •— Þú ert eins og sakir
standa sannfærður um að unn-
ustan þín sé engill og að það
sé ekki nokkur manneskja til
sælli í öllum bænum, en þú
ert. En ég get sagt þér að ég
þarf ekki nema 10—20 mínútur
til þess að láta þig setjast þarna
við borðið og skrifa henni upp-
sagnarbréf.
Eg liló.
■— Þú skalt ekki hlæja, þetta
er alvara, sagði vinur minn. —
Ef ég kæri mig um þá verður
þú eftir 20 mínútur glaður yfir
því að hugsa til þess að þú
sleppir við að gifta þig. Eg
hefi ef til viU ekki af miklum
hæfileikum að státa, en þú ert
ekki sterkur á svellinu heldur.
- Jæja, það er þá best að
þú reynir, sagði ég.
— Nei, Hversvegna ætti ég
að gera það? Eg segi bara
svona. Þú ert besti maður og
það væri hrottaskapur að gera
svona tilraun á þér. Og auk
]>ess er ég ekki upplagður i dag.
Við settumst að kvöldborð-
inu og fórum að snæða. Vínið
og tilhugsunin um elskuna hana
Natösju fyllti mig sælli unaðs-
kennd og æskufjöri. Hamingja
min var svo takmarkalaus og
mér fannst málaflutningsmaður-
inn, sem sat beint á móti mér,
vera vesæll aumingi.
— Reyndu þetla, sagði ég
aftur. — Gerðu svo vel!
Málaflutningsmaðurinn hristi
höfuðið og fitjaði upp á trýnið.
Það var auðséð að hann var
orðinn leiður á mér.
— Eg veit. sagði hann, —
að eftir að ég liefi gert tilraun-
ina verður þú þakklátur mér
og kallar mig lífgjafa þinn, en
maður verður nú að taka tillit
til unnustunnar þinnar lika.
Ilenni þykir vænt um þig og
hún mundi verða vílandi af
sorg ef þú slitir trúlofuninni.
Og hún er svo geðsleg. Eg öf-
unda þig!
Málaflutningsmaðurinn and-
varpaði, sau]) teyg af víni og
fór að tala um hve lagleg
Natasja mín væri. Hann sagði
einstaldega vel frá. Gat teygt
lopann um augnahár og litla-
fingur á kvenfólki von úr viti.
Það var unun að lilusta á liann.
— Eg hefi séð margar konur