Fálkinn - 10.12.1948, Qupperneq 12
12
FÁLKINN
DENNIS WHEATLEY:
ÚT í OPINN
— Það verður vitanlega flogið með yður,
sagði sir Pellinore eins og af tilviljun.
Það kom ólundarsvipur á Gregory. —
Það mun þýða að eg verð að hoppa úr
vélinni í fallhlif. Eg hefi gert það einu
sinni áður, en þá væri eg lygari, ef eg
segði, að eg væri sólginn í að koma í óvina-
land með þeim hætti. Og alls ekki að nóttu,
þegar allt er myrkrað. Eg get lent beint í
fangið á lögregluþjóni í einhverju þorp-
inu.
— Það er of áhættusamt að nota fall-
hlíf. Flugvélin lendir á þýskri grund.
Gregory hleypti vinstri augabrúninni.
Gamla örið á gagnauganu kom greinilega
fram og undirstrikaði kölskasvipinn á
mögru andlitinu. — Það virðist hættulegt
að lenda á dimmum flugvelli.
— Eg hugsa að það takist vel, ef veðrið
er sæmilegt. Maðurinn sem flýgur með yð-
ur hefir farið þetta oft áður.
— Hann hefir varla lent í svartamyrkri?
■— Að vísu ekki. Sir Pellinore brosti. —
En við eigum hauk í horni hinumegin. Eg
geri ráð fyrir að þér fáið trygga lendingu.
— Gott. Hvar á svo að lenda?
— Það er nauðsynlegt að þér náið sam-
handi við Herr Julius Rheinhardt í Trab-
en-Trabach sem fyrst. Því miður er land-
ið fyrir sunnan Köln svo skógríkt og fjöll-
ótt að það reyndist ógerningur að finna
nokkra leynilendingu þar, svo að sæmilega
örugg væri. Næsti staðurinn, sem við gát-
um notað er á flatlendinu nokkra kíló-
metra norðaustur af Köln. Þér verðið að
fara gangandi inn í borgina. Þegar þang-
að kemur ætti yður að vera vandalust að
sigla upp Rín og inn Moseldalinn til Trab-
en-Trabach.
— Hverskonar gervi á ég að nota?
— Yfir helmingur allra karlmanna í
Þýskalandi er i hernum, svo að við telj-
um best, að þér séuð klæddur sem óbreytt-
ur hermaður.
— Eg kann ekki við það, sagði Gregory
og hristi höfuðið. — Það væri hugsanlegt
þegar lengur líður á stríðið og þúsundir
hermanna eru að ferðast í heimferðarleyfi
eða úr. En ennþá hefir varla nokkur her-
maður fengið leyfi. Óbreyttur liðsmaður
á það á liættu að hann sé stöðvaður þegar
minnst varir og spurður hvers vegna liann
sé ekki í herdeildinni sinni.
— Þér getið svarað, að þér séuð á leið-
inni þangað. Vitanlega fáið þér öll nauð-
synleg skírteini.
— Eg felli mig ekki við það, sagði Gre-
gory aftur. Einliver skyldurækinn foringi
kann að uppgötva mig þegar eg fer upp
Rín og lienda mér inn í fyrstu liermanna-
lest til Póllands. Þjóðverjar hafa nú þegar
yfir sjötiu herdeildir á austurvígstöðvun-
3.
DAUÐANN
um. Það eru miklar likur til að herdeild-
í'n, sem þið skráseljið mig í, sé ein af þeim,
Þér megið gjarnan vera venjulega
ldæddur, ef þér viljið, en......
Sir Pellinore liætti í miðju kafi, þvi að
þjónn kom inn i stofuna með krystalls-
flösku og tvö stór, víð glös. ■— Hæ, hérna
kemur þá koníakið.
Eigið þér ennþá leifar af þessum
Kiimmel yðar frá því fyrir stríð — ég
meina fvrir 1914? sagði Gregory.
— Ha, ekta Mentzendorff. Hversvegna
spyrjið þér að því?
—- Eg spyr af því að mér finnst það gott
koníak. Eg get fengið gott koníak viðar,
en það er svo að sjá sem þér liafið keypt
allt Kummel-koníak eldra en frá 1914, sem
til var í London.
Farið þér nú i heitasta, tautaði sir
Pellinore og straulc yfirskeggið. •— Þá fer
með öðrum orðum ein flaskan enn, og nú
er ómögulegt að ná í fleiri. En ég ann yð-
ur nú betur að drekka hana í botn en
flestum öðrum, sem ég þekki. Þér virðist
að minnsta kosti kunna að meta það sem þér
látið í yður. Annars liefi ég ekkert á móti
að dreypa svolílið á þessu sjálfur líka.
— Crawshay, komið þér með eina Kum-
melflösku — takið þér eina úr kassanum,
en ekki sullið sem við notum í veislurnar.
— Já, herra. Aldraði þjónninn hneigði
sig í dyrunum og hvarf jafn hljóðlega og
hann kom. Sir Pellinore leit á Gregory.
Eg ætlaði einmitt að fara að segja, að
fáir raenn á yðar aldri mundu ganga borg-
aralega klæddir í Þýskalandi um þessar
mundir.
Eg veit það. Ef þeir eru ekki í hern-
um þá eru þeir brúnstakkar eða varð-
menn, eða hafa verið færðir í einhvern af-
káralegan einkennisbúning annan. En mig
langar ekki heldur að koma þangað í pilsi.
Sir Pellinore hló dátt. — Nei, nei, Gre-
gory. Eg hefi séð mörg ágæt dulargervi,
en það gæti aldrei tekist að láta Ijótt og
magurt andlitið á yður likjast kvenmanni.
Annars skyldi ég gefa mikið til að sjá yður
í kvenbúningi, bara mér til gamans.
— Eg er hræddur um að þér fáið það
aldrei. Dýrð sé Allah! Þarna kemur þá
Kúminelinn okkar.
Þjónninn var kominn aftur með flösku,
rykfallna og með húsaskúmi. Sir Pellinore
tók við flöskunni og þegar liurðin lokaðist
eftir þjóninum, hreinsaði hann varlega
lakkið af tappanum og sagði við Gregory:
Þjónarnir mínir fá aldrei að taka
tappann úr flösku með jafn sjaldgæfu
áfengi og þessu. Þeir kunna það ekki. Þeir
eyðileggja tappann og missa korkmylsnu
ofan í flöskuna. Eg vil helst gera þetta
sjálfur.
Með mikilli leikni sneiá liann tappatog-
aranum og dró tappann úr þefaði af hon-
um, þurrkaði rykið af stútnum með fingr-
inum og hellti í glösin. Þeir sátu stund og
önduðu að sér ilminum af hinni gömlu
göfugu veig áður en þeir dreyptu á.
— Þetta er ekki til að fussa við, muldr-
aði Gregory. Mjúkt eins og flauel! Og hví-
likt bragð!
Sir Pellinore kinkaði kolli. ■— Það væri
ekki amalegt að gefa stelpum þetta, ha?
En ég þori að veðja um að þér ráðið við
stelpurnar án þess. Jæja, hvert vorum við
komnir? Jú, við vorum að tala um gervið
Eg hugsa að liættara sé við að þér verðið
slöðvaðir í horgaralegum fötum en í her-
mannabúningi.
Hermanna-! át Gregory eftir og
dreypti á glasinu. — Þarna sögðuð þér það.
En ég fer ekki sem óbreyttur liðsmaður,
sem verður að standa teinréttur frammi
fyrir hvaða burstahársforingja sem er. Eg
fer sem þýskur hershöfðingi.
Hvert í lieitasta! Sir Pellinoré barði
lúkunni í skrifborðið svo að small í. —
Agæt hugmynd! Á striðstímum er hershöfð-
inginn vfirboðari alls og allra. Enginn
dirfist að heina spurningum til hershöfð-
ingja.
Ekki aðeins það. En ég get kynnt mig
fvrir Rheinhardt sem einn af hershöfð-
ingjunum i samsærinu. Það losar vafalaust
um málbeinið á honum. Eg skal athug»
hvort ég get náð i einkennisbúning hjá
einhverjum, sem leigir húninga á grímu-
dansleiki.
Hvaða bull! Við skulum láta ráðu-
neytið um það. Þeir hafa sæg af einkenn-
isbúningum. Það er eklci annar vandinn
en að fcsta réttu snúrurnar á, einkennin
og svo framvegis.
Það er rétt. Það verður vandaðra. Það
e.’ best að láta ráðuneytið annast þetta.
Sjálfsagt. Gerðu aldrei neitt sjálfur,
sem þú getur látið aðra gera. Mundu það,
drengur minn. Það er betra ráð en nokkur
leiðbeining um veðreið ó kappreiðum.
Það held ég líka, sagði Gregory. Ef
Leir snúa sér til klæðskerans míns, West
í Savile Row, geta þeir fengið af mér
málið.
Gotl. Sir Pellinore tók símann og
fékk þegar einkasíma í hús eitt í útjaðri
Lundúnaborgar. Eftir stutt samtal var allt
í lagi með einkennisbúninginn. Hann lagði
af sér simtólið og sneri sér að Gregory. •—
Ilvað er nú næst?
— Peningar, ■— afltaug allra styrjalda.
Eg þarf þýsk mörk, og nóg af þeim.
— Vitanlega. Eg hefi séð fyrir þvi. Eg
vissi nefnilega að þér niunduð ekki hregð-
ast mér. Sir Pellinore dró úl skrifborðs-
skúffuna og fékk Gregory innsiglaðan
böggul. Gregory opnaði hann. Það voru
5000 mörk í ýmisskonar seðlum og slatti af
silfri að auk.
— Það svarar um það hil til 400 punda
í okkar peningum, ef það er notað innan
Þýskalands. Jú, það nægir fyrir vindling-
um um sinn. En svo er eitt enn. Sem liers-
höfðingi er ég ónæmur fyrir rannsóknum,
en ég verð að skrá mig á gistihúsum og
þesskonar stöðum svo að ég verð að fá
skilríki til að sýna hver ég sé.