Fálkinn


Fálkinn - 04.02.1949, Side 13

Fálkinn - 04.02.1949, Side 13
FÁLKINN 13 lega deilu. Nasistaforinginn tók við skjölunum og leit fljótlega yfir þau. — Þau virðast vera i lagi, tautaði liann, en þetta eru aðeins venjuleg vegabréf. Hafið þér enga hern- aðarskipun eða bréf á yður? —1 Þó ég hefði hana mundi ég ekki sýna yður liana, svaraði hershöfðinginn þurr- lega. Herra liershöfðingi, sagði Schnabel ógnandi. — Eg tel þelta með hílinn yðar, sem ekki kom, grunsamlegt, og lieimta að fá að vila um erindi yðar hér á staðnum. Ef þér hafið einliverjar skipanir um er- indisgerðir liér, þá verðið þér að sýna mér þær. Gregory yppti öxlum. — Þau bréf hefi ég i farangri mínum. — Gott. Við skulum koma upp í her- bergið yðar. En þráinn, sem þér hafið sýnt flokkstjóra í minni stöðu er svo óvenju- legur, að ég álít að ég verði að senda Gestapo skýrslu um málið. Schnabel leit á aðstoðarmenn sína. — Weiss, Langleben. Farið með liershöfðingjanum upp í her- bergið lians meðan ég er að síma. Ef hann neitar að afhenda hréf sin þá gef ég ykk- ur umboð til að rannsaka farangur hans. Gregory var ekki rótt innanbrjósts er hann sá mennina fara. Ilann þorði ekki að láta fara í hart þarna í anddyrinu, því að þar sátu margir og drukku. Sumir þeirra voru þegar farnir að líta forvitnis- augum til þeirra. Hann þrammaði að lyft- unni og gerði sig svo reigingslegan sem liann gat. Nasistarnir tveir komu á eftir. Þegar þeir komu að lierbergisdyrunum opnaði iskyggilegi maðurinn, sem kallað- ur var Langleben, dyrnar og fór inn fyrir, en Weiss gekk við hliðina á Gregory inn á mitl gólf og sagði hikandi: — Ætlið þér að aflienda mér skjölin, herra hers- liöfðingi, eða á ég að leita í farangrinum? Gregory yppti öxlum. — Þetta er allt óþarft, og þegar ég liefi gefið skýrslu um málið til yfirherstjórnárinnar mun yfir- maður yðar fá löðrung, sem hann gleymir ekki í bráð. En þér skuluð bara gera skyldu yðar, ungi maður. Gerið svo vel að standa þar sem þér eruð og ég skal finna skjölin í handtöskunni minni. Hann hafði engin slcjöl nema þau, sem Iiann hafði þegar sýnt. En hann gekk að töskunni, opnaði hana og beygði sig yfir hana eins og hann væri að leita að ein- hverju. Hann sneri bakinu að nasistunum, og án þess að þeir sæju náði hann í skammbyssuna sína. Á næsta augnabliki sneri bann sér að þeim með byssuna á lofti. •— Upp með liendurnar! — Báðir — fljótt! Ekkert hik, annars skýt ég yður báða þar sem þið standið. Þér, Langleben, snúið andlitinu að dyrunum, og þér, Weiss, snúið við og nuddið nefinu upp að myndinni, sem Iiangir þarna. Ef ég heyri noldcurt hljóð ])á skýt ég ykkur báða, mannhundana. Þetta kom þeim gersamlega á óvart. Þeir lyftu höndunum upp fyrir höfuð og það var spaugilegt að sjá andlitið á þeinr þegar þeir hlýddu og sneru sér frá honum. Hann vatt sér framhjá Langleben og sneri lyklinum í lásnum. Og í snatri af- vopnaði hann þá báða. Hann þrýsti skamm byssunni að bakinu á þeim meðan hann var að því, og lét ekki duga að taka af þeim skammbyssurnar, lieldur lílca pat- rónubeltin, sem gátu komið lionum að gagni síðar. Hann stakk skambyssunum í frakkavasana, steig nokkur skref aftur á bak og gaf næstu skipun. — Inn í bað- ldefann! Og ef þið lirópið eftir að ég hefi læst dyrunum, þá skal ég fylla ykkur báða af blýi. Fljótir nú — af stað! Þeir gengu auðmjúkir fram lijá lionum með uppréttar hendurnar. Undir eins og þeir voru komnir inn i baðklefann tók hann lykilinn úr og setti liann í að utan- verðu og aflæsti. Hann var nú laus við þá en gat ekki gert sér von um að fá langt næði. Hann gaf sér ekki tima til að taka saman dót sitt, heldur fór út og læsti herberginu. Hann var ekki kominn nema nokkur skref fram í ganginn þegar Sclmabel kom fyrir liornið með svo miklum asa að hann hafði nærri þvi rekist á hann. Þeir stóðu augnablik og gláptu hvor á annan. Sclmabel sá að Gregory var að reyna að komast undan og Gregory vissi að hann var í sjálfheldu, — örið kom í ljós á enninu á honum. Og svo gleymdu báðir öllum kurteisissiðum. Hatrið brann í aug- um þeirra. Á þessu augnabliki fékk Þjóð- verjinn staðfestan grun sinn á þvi, að eitt- livað væri bogið við Lettow hershöfðingja, en andúðin á litla kubbnum logaði upp í Gregory. Áður en nasistinn gal opnað munninn greip Gregory með hægri hendi um bark- ann á honum og sveiflaði honum upp að veggnum. Og gaf hann honum hnefahögg í andlitið. Hnakkinn skall í vegginn því liögginu var fylgt vel eftir. Það korraði í mannin- um og munnurin var opinn, en Gregory vissi að hans eigið líf var undir því kom- ið, að hinn maðurinn yrði meðvitundar- laus og barði hann því hvað eftir annað í andlitið og í hvert skipti skall hnakkinn í vegginn, þangað til hausinn dinglaði máttlaus og Gregorj' sá að Schnabel liafði misst rænuna. Gregory lét liann detta á gólfið, greip í jakkakragann hans, opnaði herbergisdyrn- ar sinar og dró liann inn fyrir, tautandi: Eg skal veðja um að þetta er ekki verri meðferð en Gyðingar liafa fengið hjá lionum. Þegar hann læsti dyrunum heyrði liann lág köll. Hinir fangarnir tveir höfðu liaft áræði til að opna gluggann og kalla á hjálp. Hann mátti ekkert augnablik missa. Það mundi vekja grun ef liann hlypi, ef hann kynni að mæta einhverjum, og þess- vegna skálmaði bann niður ganginn og kringum horn að baka til. Þar var vara- útgangur, til þess að nota í eldsvoða. Hann opnaði og gægðist niður í liúsagarðinn. Heppnin var með honum. Enginn var niðri í liúsagarðinum. Hann renndi sér nið- ur, fimur eins og köttur. Til þess að vekja eklci grun, ef einhver kynni að sjá til hans út um.gluggann, gekk liann hægt yfir liúsa- garðinn . Hann var þakklátur forsjóninni fyrir það að farið var að dimma. Ef ein- hver mætti honum var ekki hægt að sjá annað en hann var í einkennisbúningi, en metorð lians var ekki hægt að sjá. En liann var illa staddur. Innilokuðu nasistarnir mundu fá hjálp þegar minnst varði, því að ekki mundi taka nema stutta stund að fá varalykla að herberg- inu og baðklefanum. Eftir nokkrar mín- útur mundi einhver fara í símann og gera lögreglunni og Gestapo aðvart um mann, sem kallaði sig von Lettow liersliöfðingja og hefði fangelsað tvo nasista og nærri því myrt flokkstjórann, en áður hefði hann hagað sér grunsamlega og lagt liald á bifreið í erindi, sem liann vildi ekki segja frá. Eftir tíu mínútur mundi leitin vera byrj- uð, símarnir hringja, útvarpið glymja og hver einasti lögreglumaður i margra mílna fjarlægð vera á höttunum eftir manni í þýskum liershöfðingjaklæðum, manni sem var lýst alveg eins og Gregory. Gæti hann eklci losnað við einkennis- búninginn var engin von til þess að liann gæti verið óliultur í dagsbirtu. En meðan dimmt var þóttist hann hafa nokkra von um að geta bjargað sér út úr borginni. í fyrsta sinn síðan stríðið liófsl þóttist hann hafa ástæðu til að gleðjast yfir myrkvuninni. Það dimrndi með hverri mínútunni, og fólkið var önnum kafið að draga fyrir gluggana áður en það kveikti. Götuljósin loguðu ekki og einu ljósin sem hætta var á voru hálfbirgðu ljósin á bif- reiðunum. Hann fór varlega niður hliðargötu og faldi sig í dyraskoti í livert sinn sem hann sá einhvern koma á móti sér. Lögreglu- þjónn stöðvaði hann til að finna að því að hann hefði ekki hvíta armbandið, sem fólki í Koblenz var skipað að bafa í dimmu. En svo kom maður á mótorlijóli og rakst á lögreglumanninn, og meðan þeir voru að rífast sá Gregory sér færi á að laumast burt, og fela sig i skoti þarna skammt frá. Þegar hann sá að hann var kominn nið- ur að ánni, rétt hjá brúnni, hélt liann yfir brúna og beygði til suðurs þegar hann var kominn á austurbakkann. Þarna voru færri hús og lítið um skúmaskot, en liann var rólegri því að hann taldi minni líkindi til að rekast á lögreglu þarna. Hann liélt áfram og reyndi nú að láta sér detta i hug ráð um hvað gera skyldi. Það var of langt frá Traben-Trabach til að leita Rheinhardt uppi. Það mundi lika hvíla grunur á vínkaupmanninum undir eins og ungfrú Schultz hefði sagt frá hvar þau hefðu verið. Rétlast væri að leita prestinn Wachmuller uppi. Það voru 15 kílómetrar til Ems. Þetta liafði ósjálfrátt lagst í liann, því að bann var á réttri leið þangað. Ef hann gæti sannfært síra Wachmuller um erindi sitt mundi presturinn kannske fela hann nokkra daga, meðan leitin væri áköfust. Og kannske gæti hann útvegað honum önnur föt. En eitt var erfitt við þetta. Ef Wacli- múller héldi að hann væri þýskur hers- höfðingi og fulltrúi samsærismanna, mundi Gregory finna næsta lilekk í festinni. En bæði hann prestinn um að fela sig og úl- vega sér önnur föt þá yrði hann jafnframt

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.