Fálkinn


Fálkinn - 11.02.1949, Blaðsíða 1

Fálkinn - 11.02.1949, Blaðsíða 1
16 síður GLÍMUFÉLAGIÐ ÁRMANN 60 ÁRA Það er mikið um dýrðir hjá Ármenningum núna. Félag þeirra átti 60 ára afmæli 15. des. s.l., og nú minnast þeir þess með %amfleyttum hátiðahöldum í 12 daga. En hátíðahöldin eru ekki eintómur gleðskapur, heldur íþróttasýningar alls konar, svo að ef til vill má segja, að meira hljóti að fara fgrir erfiðinu en gleðskapnum við hátíðahöldin hjá Ármenningunum sjálfum. Margir eru þeir nú samt, sem geta sameinað þetta hvort tveggja. — 1 tilefni afmælisins brá fréttamaður Fálk- ans sér á fund Jens Guðbjörnssonar, formanns Ármanns, og rabbaði við hann um starfsemi félagsins. Á bls. 2 og 3 er grein um sögu félagsins og starf, en að vísu stiklað á stóru, því að miklu er af að taka. — Forsíðumyndin er tekin við setningu hátíðahalda félagsins í íþróttahúsinu að Hálogalandi 1. febr. síðastliðinn. HinUr ýmsu sveitir Ármanns fylkja liði. Ljósm.: Pétur Thomsen.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.