Fálkinn


Fálkinn - 11.02.1949, Blaðsíða 6

Fálkinn - 11.02.1949, Blaðsíða 6
e FÁLKINN - LITLA SAGAN - Stefnumót pabba Eftir Rob. Zacks Vinur minn sagði mér þessa sögu. Nú er hann dáinn og þess vegna finnst mér að ég geti sagt hana. ÞAÐ gerðist á einum af þessum skemmtilegu dönsku krám, sem eru ætlaðar skemmtiferSafólki og hafa auglýsinguna „Englisli spoken.“ Eg var með föSur mínum í kaupsýslu — og jafnframt skemmtiferS, og viS upplifSum margt skemmtilegt. „ÞaS var leitt aS hún mamma þín gat ekki veriS meS okkur,“ sagSi pabbi. „ÞaS liefSi veriS gaman aS hún h'efSi veriS í þessari ferS.“ Pabbi hafSi veriS í Danmörku þegar liann var ungur. „Hve langt er eiginlega siSan þú varst hérna seinast?“ spurSi ég. „ÞaS eru víst ein þrjátíu ár. Annars man ég aS ég hefi komiS í þessa krá áSur.“ Hann leit kring- um sig og rifjaSi upp endurminn- ingarnar. „ÞaS voru yndislegir dag- ar ....“ Allt í einu þagnaSi hann og ég sá aS hann varS fölur. Eg leit í þá átt sem hann iiorfSi og kom auga á konu í liinum enda stofunn- ar. Hún hafSi máske veriS falleg einu sinni, en nú var þetta dyrgja meS úfið hár. Hún var aS bera fram ölföng handa einhverjum gestunum. „Þekkir þú liana?“ spurði ég. „Já, ég þekkti hana einu sinni fyrir löngu,“ svaraði hann. Iíonan kom að borðinu okkar. „EitthvaS að drekka?“ spurði liún. „Tvo öl!“ svaraði ég. Hún kink- aði kolli og fór. „Hvað hún hefir breyst! Guði sé lof að hún þekkti mig ekki aftur,“ muldraði pabbi og þurrkaði svitann af enninu með vasaklútnum. „Eg þekkti hana áður en ég kynntist henni mömmu þinni,“ hélt hann á- fram. „Eg var stúdent á ferðalagi um Evrópu. Hún var yndislegasta unga stúlkan, sem maður gat hugs- að sér. Eg varð bálskotinn í henni og hún í mér.“ „Veit mamma um það?“ spurði ég í álösunartón. „Vitanlega,“ svaraði hann. Hann leit á mig, ihugull og rann- sakandi. Mér fannst þetta hálfleitt hans vegna. „Pabbi —- þú þarft ekki að ... .“ „Jú, það er eins gott að ég segi þér alla söguna svo að þú þurfir ekki að vera með einar getgátur. Faðir hennar vildi ekki heyra nefnt að við værum saman. Eg var útlend- ingur. Eg hafði engin föst áform fyrir framtíðina og var fjárhags- lega háður föður minum. Þegar ég skrifaði og sagði pabha að mig langaSi til að gifta mig, liætti hann undir eins að senda mér peninga. Mér var nauðugur elnn kostur að fara heim. En fyrst sagði ég ungu stúlkunni, að ég færi til Ameríku til þess að fá mér lán, svo að við gætum gift okkur. Og svo kæmi ég aftur til aS sækja hana, eftir nokkra mánuði. VITIÐ ÞÉR . . . . ? _* * _ ViS gerðum ráð fyrir, að ef ég saman um að ég sendi henni sim- liénnar opna þau, svo að okkur kom sman um að ég sendi henni sim- skeyti, sem aðeins greindi frá dag- setningu, er liún ætti að liitta mig á tilteknum stað. Og svo mundum við giftast undir eins. Jæja, ég fór heim, fékk lánaða peningana og símaði henni.. „Og hvað svo?“ Hún fékk skilaboðin. Hún símaði að minnsta kosti til mín og sagðist mæta. En liún kom ekki. Svo frétti ég að hú hefði gifst fyrir hálfum mánuði — gestgjafanum í þorpinu. Hún beið mín ekki.“ „Og þar var ég heppinn,“ hélt pabbi áfram. „Eg fór heim, kynnt- ist inömmu þinni og hjónaband okk- ar hefir orðið farsælt. ViS hlæjum oft aS þessari æskuást minni.“ Nú kom konan með ölið. „EruS þið frá Ameriku?“ spurði hún. „Ameríka er undraland.“ „Já, margir landar yðar liafa sest að það. Þér munuð aldrei liaf liugs- að yður að flytjast til Ameríku?“ „ÞaS kann að vera að mér hafi dottið það í hug, einu sinni fyrir löngu. En ég varð kyrr. ÞaS er miklu betra hérna.“ Þegar við vorum komnir út spurði ég: „HeyrSu .pabbi. Hvernig skrif- aðirðu eiginlega dagsetninguna fyr- ir stefnumótinu forðum?“ Hann nam staðar tók upp um- slag og skrifaði: 12/11/13. „Svona,“ sagði hann. Það er að segja ellefta desember 1913.“ „Nei, það þýðir ekki það hér. Dagsetningin þín þýðir ekki 11. des- ember heldur 12. nóvember." „Þá liefir hún komið,“ sagði hann. „Og hún licfir gifst öSrum af þvi að ég kom ekki.“ Hann þagði um stund. „Jæja. Eg vona að hún sé farsæl. Það var að minnsta kosti svo að sjá.“ Við héldum áfram og ég sagði: „Það var gott að það fór eins og það fór. Annars hefðir þú ekki ' kynnst rnömmu." Pabbi tók um axlirnar á mér og brosti. „Það var tvöföld lukka, drengur niinn. Því annars hefði ég aldrei hitt þig.“ Það var á striðsárunum. Skipstjóri, sem var um borð á skipi sínu, á fiskimenn koma róandi á kænu sinni, með tundurdufl í eftirdragi. Á sinu besta sjómannamáli kallaði hann til kænumannsins, að koma ekki nærri skipinu, því að annars skyldi hann sæta meðferS sem ekki er hæft að prenta lýsingu á. Fiski- maðurinn var liinn rólegasti og kallaði til baka: — Vertu rólegur, kunningi. Eg mölvaði öll hornin af duflinu með bátshakanum minum. |VA/<V/VA/ Presturinn hitti einn af breysku safnaðarmönnunum sínum á götu og spurði með ávítunarsvip: — Vor- uS það ekki þér, sem ég sá koma út af barnum í gærkvöldi, Jón? — Það getur hugsast, sagði Jón, — en ég hélt að það væri sjáfsagt aS ganga út af þessliáttar stöðum! — Er þessi unga stúlka konan yð- ar eða systir yðar spurði sá for- vitni. — Hún hefir ekki ráðið það viS sig ennþá, hvort heldur hún er. að reynt er að blása köldu næt- urlofti af aldinekrum með stór- um loftskrúfum? Á stórum glóaldinekrum, sem oft eru í skjóli í djúpum döl- um, safnast oft fyrir kalt loft á nóttinni og sest eins og lag yfir aldinin, en nokkrum metr- um hærra er hlýrra loft, sem ekki skaðar plönturnar. Nú nota menn stórar loftskrúfur, sem knúðar eru með hreyfli, til þess að blása kalda loftinu burt. að smíðuð hefir verið ljósmynda vél, sem er minni en vasaúr? Hér sést tækið á reim eins og venjulegt vasaúr. Þýskur mað- ur hefir biiið það til. Objektivið hefir Ijósop 1:2,5 og noti mað- ur venjulega Leicafilmu er hægt að taka h80 myndir. DÝRARA AÐ LIFA. Um allan heim liefir lifsviðurværi liækkað í verði síðan fyrir styrjöld- ina; þó liefir dýrtiðin ekki orðið eins mikil og eftir þá fyrri.'Alþjóð- lega atvinnusambandið (ILO) liefir fyrir nokkru gefið út skýrslu um þetta, sem sýnir að i Bandarikjun- um liefir hækkunin á lífsframfæri orðið 69% síðan 1939. í Kanada 49,% en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð 61, 59 og 54% Til saman- að til eru staðir í Palestínu sem þrír trúarflokkar hafa helgi á? Á myndinni sést gröf Rakel- ar, við veginn milli Jerúsalem og Betlehem. Múhameðssinnar hafa reist grafhýsið, en Gyð- ingar geyma lykilinn að því. Hvorir tveggj.a — og kristnir menn líka — biðjast fyrir við þessa gröf. að á ýmsum flugvöllum hafa brunaliðsmennirnir fengið al- uminiumsföt? Hingað til hafa einlcum verið notuð asbestföt, en nýju fötin sem /lér sjást, eru gerð úr al- uminiums-„pappír“, sem kastar frá sér hitageislunum. burðar má geta þess að eftir fyrri heimsstyrjödina varð verðhækkun- in í þeim þremur löndum 137, 300 og 136%. Verðliækkunin liefir ekki orðið nema 30% i Englandi og stafar það af ströngum verðlagsá- kvæðum, niðurgreiðslum og af þvi að fólk liefir lítið fé lianda á milli. í Frakklandi er verðlagið 14-falt á móts við það sem var fyrir stríð. /^/

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.