Fálkinn


Fálkinn - 11.02.1949, Blaðsíða 13

Fálkinn - 11.02.1949, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 ræða en fara í kirkjuna og reyna að finna pi'estinn þar. Ráðskonan vísaði honum til vegar og eftir nokkra erfiðleika fann hann kirkj- una, eftir tutlugu mínútur. Að því er hon- um sýndist í myrkrinu var þetta stór og nýleg kirkja. Þegar liann var kominn inn úr forkirkjunni varð fyrir honum salur, þar sem um tvö hundruð konur sátu önn- um kafnar við vinnu sína. Hann kom undir eins auga á prestinn í innri enda salsins, en áður en hann gat komist í námunda við hann kom digur, miðaldra kona til hans og spurði hvern hann vildi finna. Iiann sagðist langa til að hafa tal af síra Wachmuller og nefndi nafn sitt: von Heintisch herhöfðingi. Það var ekki þorandi að nota nafnið von Lettow. Konan flýtti sér til prestsins til að láta liann vita. En á meðan varð Gregory að standa við dyrnar og láta alla glápa á sig. Það vakti auðvilað forvitni hjá konunum að sjá hershöfðingja þarna. Presturinn kom bráðlega til lians. Gre- gory leist vel á hann. Þetta var vel vaxinn maður, um hálf-fimmtugt, dökkliærður og farinn að liærast og liárið greitt aftur, ennið fallegt, augun gáfuleg og svipurinn einbeittur. — Hvað get ég gert fvrir yður, lierra hershöfðingi ? Mér þykir leitt að ónáða yður, herra prestur, svaraði Gregory lágt. En ég þarf að tala um áríðandi mál við yður. Eg kem frá liérra Juliusi Rheirihardt. Eg skil. Presturinn leit snöggt á Gre- gory og svo kringum sig til að ganga úr skugga um að nokkur heyrði til þeirra. •— Það er kannske hest að við göngum heim til mín. Ríðið þér augnablik meðan ég læt vita um að ég verði að fara. Gregory beið og neytti þeirrar þolin- mæði sem honum var unnt, meðan prestur- inn var að tala við konurnar. En honum óx liugur við að Wachmuller spurði hann ekki spjörunum úr en tók það gott og gilt að hann kom frá Rheinhardt. Eftir að liafa farið í svartan frakka og sett upp flókahatt kom presturinn til Gre- gory og þeir fóru út saman. Undir eins og þeir komu út i myrkrið á götunni sagði Wachmúller: — Eg hefi ekki liugmynd um hvað yður er á höndum, herra hers- höfðingi, en Julius Rheinhardt er gamall vinur minn, og hans vegna er mér ánægja að taka á móti yður. Þó þessi athugasemd væri eins og af til- viljun skildi Gregory að hún var gerð af varúð. Hann skildi að síra Wachmúller vildi ekki tala um það sem Gregory lá á lijarta, nema hann hefði skilríki að sýna honum: Þessvegna svaraði hann: — Það er kannske best að við bíðum að tala um þetta þangað til ég er kominn heim til yðar. Við verðum hvort sem er að hafa hugann við að reka okkur ekki á í myrkrinu á leiðinni. Þeir héldu áfram þegjandi þangað til þeir komu að prestshúsinu. Presturinn opn- aði dyrnar og fór með Gregory upp á loft inn í vistlega stofu, þar sem bókaskápar voru með öllum veggjum. Ráðskonan sást hvergi, og Gregory gat sér þess til að hún væri háttuð eða héldi sig niðri i húsinu. Undir eins og þeir voru komnir inn í stofnna og höfðu lolcað dyrunum tók Gre- gory upp hakakrossinn sinn og sýndi prest- inum. — Tákn friðarins opnar rétttrúuðum allar dyr, sagði Wachmúller og bætti bros- andi við: — Mér datl í hug að þér væruð einn af oss úr því þér komuð frá Rliein- hardt. En maður getur ekki farið of var- lega. Gerið svo vel og fáið yður sæti og segið mér hvað ég get gert fyrir yður. — Þakka yður fyrir. Gregory lineppti frá sér frakkanum og fór úr lionum og þótti vænt um að losna við vota yfirhöfnina. IJann settist og sagði rólega: — Eins og þér munuð hafa séð er ég hershöfðingi í verkfræðingahernum. Eg hafði sagt mig úr liernum, en var lcvaddur í liann aftur þegar stríðið hófst. Eg hefi ekki tekið við neinu umdæmi enn. Einn af yfirboðurum mínum, sem þekkir skoðanir mínar valdi mig þessvegna til að fara til Rínarlanda, í orði kveðnu til að líta eftir brúm og þess háttar en í raun og veru til að liafa sam- band við borgaralega skoðanabræður okk- ar og kynnast skoðun almennings í þess- um hluta landsins. Wachmúller hafði tekið fram áfengis- flösku og tvö glös ofan úr skáp. Er liann hafði hellt í glösin settist hann í hæginda- stól, sem sneri bakinu að dyrunum á milli bókaskápanna, Dyrnar voru auðsjáanlega inn í annað herbergi eða stóran slcáp. — Eg er viss um að það hefir verið vel valið, sagði liann og lyfti glasinu. Prosit! herra hersliöfðingi! — Prosit! herra prestur, svaraði Gregory. Þegar þeir höfðu skálað hélt Wachmtiller áfrarii: — Gestapo er vitanlega á höttuxn eftir öllum herforingjum dag og nólt, og þess- vegna skil ég vel að þér getið vakið grun ef einhver þeirra reynir að komast í sam- band við borgarafólkið. Gregory kinkaði kolli. — Erfiðleikarnir á því að komast í samband eru afar mikl- ir, en eitthvað verður maður að gera, og þá er nauðsvnlegt að náið samband sé milli hersins, iðjuliöldana og jafnaðarmanna. — Það verður að gera eitthvað, sagði .Waclnnúller ákveðinn. Við gelum ekki látið þetta stríð halda áfram og steypa þjóðinni i glötun. — Segið mér í einlægni: haldið þér að margir Þjóðverjar hafi sömu skoðun á stríðinu og við höfum? — Það er ég viss um. Eins og þér kann- ske vitið er ég talsverl kunnur sem prédik- ari. Þessvegna er ég oft beðinn að prédika fyrir aðra söfnuði og kem oft í ýmsar borgir, svo sem Köln, Frankfurt, Dússel- dorff, Mainz og Wiesbaden auk margra smærri staða. Þessvegna er ég kunnugur ástandinu í þessum liluta Þýskalands. Hill- er hefir að vísu gefið þjóðinni einkennis- búninga og brauð, en hann hefir rænt það frelsinu. Viku áður en striðið hófst, það er ekki lengra síðan, sagði lítil, hrekklaus stúlka í sóknarskólanum mínum kennslukonunni sinni að faðir hennar kvartaði undán smjör- líkinu sem hann fengi og hefði jagast yfir því að aldrei sæist smjör. Kennslukonan var auðvitað ríasisli. Hún gaf skýrslu um hvað barnið hafði sagt, ef hún hefði ekki gert það mundi það hafa frést samt og þá hei'ði kennslukonan orðið fyrir óþægind- um. Daginn eftir var faðir barnsins tek- inn fastur. Enginn veit hver örlög hans liafa orðið eða livar hann er. Hann er bara horfinn, vitanlega í fangabúðir, þar sem hann verður að liýrast óákveðinn tima áir þess að mál hans komi fyrir dómstól,. og án þess að hann fái að gera grein fyrir máli sínu. Hvernig haldið þér að ættingj- unum líði undir stjórn, sem leyfir sér slíkt? Þessi atburður er dæmi um það, sem er að gerast allsstaðar í Þýskalandi. Fólk lifir í eilífri hræðslu um að það sé kært. En slík kúgun er alvarleg fyrir stjórnina. Áhrifin eru þegar farin að koma í ljós. Þrátt fyrir hótanir um alvarlegustu refs- ingar notar fólk livert tækifæri til að hlusta á erlendar stöðvar og lesa leyni- blöð, sem eru gefin út af andstöðuhreyf- ingunni. -— Þér eruð þá sannfærður um stuðning frá mildum hluta þýsku þjóðarinnar? — Vafalaust. Jafnvel þeir sem liafa blekkst af áróðri Göbhels og sögðu sig fylgjandi stríði til að vinna gömlu pólsku héruðin okkar aftur, hafa skipt um skoð- un, eftir að þeir hafa séð að okkur lendir í stríð við lýðræðis-stórveldin. — Þá var kannske eins gott að við lióf- ums.t ekki handa óundirbúnir þegar skip- unin kom um innrásina i Pólland? — Það urðu mörgum vonbrigði að þið gerðuð það ekki, lierra hersliöfðingi. Við höfum vonað að lierinn mundi taka forust- una ])egar hættublikarí var sem mest, þvi að þá hefðu hershöfðingjarríir haft eitl- hvað áþreifanlegt að halda sér að — þeir liefðu liafist Iianda til þess að varna þvi að landið lenti í styrjöld. En í sumu tilliti Iiefir aðslaðan orðið betri við að bíða. Jafnvel þeir sem þá höfðu ekki neitt á móti pólska ævintýrinu og héldu að stór- veldin mundu ekki skerast í leikinn, skilja nú að Hitler hefir brennt skip sín og hefir att okkur lit i styrjöld, sem getur eyðilagt Þýskaland. Gregory samsinnti þessu og hugsaði sam- timis um hvað liann ætti að segja næsl. Hanrí átli úr vöndu að ráða. Ilann varð að reyna að fá prestinn til að nefna sér nöfn eins eða fleiri hermálaleiðtoga -— þeirra manna, sem Gregory þóttist sjálfur vera erindreki fyrir. Eina vonin til að þetta gæti tekist var sú að halda áfrarrí að tala um málið á víð og dreif í þeirri von að einhver nöfn mundu gloprast upp úr prest- inum. Gregory hélt áfram: — Allt þetta sem þér segið kemur lieim við það, sem ég hefi heyrt úr annarri átt. Eg held ekki að ástæða sé til að kvíða því að fóíkið styðji okknr ekki ef við gerum byltinguna. IJitler á svo marga óvini, kom- múnista, jafnaðarmenn, Tékka. Það var fá- sinna að ráðast á Tékkóslóvaldu. Undir eins og við hefjumst handa munu Tékkar myrða livern einasta nasista í landinu. Eins og sakir standa verðum við að hafa sextíu þúsund manpa her þar til að verj- ast uppreisn. —- Austurrikismenn elska ekki nasista- húsbændurna heldur. — Alveg rétt. Og svo eru Gyðingar, Þrátt fvrir allan burtl'lutninginn eru enn um

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.