Fálkinn


Fálkinn - 18.02.1949, Blaðsíða 1

Fálkinn - 18.02.1949, Blaðsíða 1
16 siSur Reykjavík, föstudaginn 18. febrúar 1949. XXIL MYNDARLEG SNJÓKERLING (> Hvers vegna sjást nú sjaldnar snjókerlingar á túnum bæjarins en áður? Eru börn og unglingar hætt að hafa eins gaman af því að móta úr snjó og áður fyrr? Sú var tíðin að snjókerlingar „trónuðu“ á Menntaskólatúninu hverju sinni sem nægur snjór var til í þær, og það lá við, að vegfarendur tækju ofan fyrir þeim, svo kunnar voru þær orðnar bæjarbúum. Nú sjást kerlur þessar örsjaldan, þótt snjór sé nægur, og hvað veldur því? Ef til vill hafa önnur áhugasvið sogað unglingahópinn til sín. Skíðaferðir sitja jafnan í fyrirrúmi, þegar snjór er, en auk þess hefir óstöðug veðrátta vafalaust dregið úr snjó- kerlingagerðinni í vetur. Og svo hvíslar blærinn því, að snjókerlingarnar fái síhrakandi aðstöðu í baráttunni við lífi gædd- ar kynsystur sínar um hylli piltanna. En hvað svo sem satt er í þessu, þá er það staðreynd, að snjókerlingar setja sífellt minni svip á Reykjavík í snjóatíð, og vafalaust munu margir sakna þeirra. Það er því von margra að tvær myndarlegar snjókerlingar rísi á Menntaskólatúninu og varði veginn við innganginn við fyrsta tækifæri. Þær þurfa ekki að vera eins stór- ar og hnellnar og þessi, sem birtist hér á forsíðu. Ljósm.: Guðm. Hannesson.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.