Fálkinn


Fálkinn - 18.02.1949, Blaðsíða 15

Fálkinn - 18.02.1949, Blaðsíða 15
falkinn 15 Bifreiðaeigendur og verkstæði takið eftir! Strax og gjaldeyris- og innflutningsleyfi fást getum vér útvegað frá ENGLANDI: Bullur, hringi og slífar á alla bíla. Champion bílakerti í alla bíla. Háspennukefli og rafgeyma í alla bíla. Pakkningar í alla bíla. Þurrkara og tilheyrandi í alla bíla. Kúplingsborða og hemluborða á alla bíla. Varahluti í allar Lockheed hemlur. Ofangreint er jafnt fyrir Jeppa og allar tegundir landbúnaðarvéla og fleiri vélar. Ennfremur getum vér frá Englandi útvegað f jöldann allan af varahlutum í Ameriska og Evrópiska bíla. Allt beint frá verksmiðjunum og er því besta fáan- legt verð. ALLT A SAMA STAÐ! H.F. EGILL VILHJÁLMSSON Laugaveg 116—118, sími 81812 5 línur. Aðalfundur Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélag Islands, verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í J| Reykjavík, laugardaginn 4. júní 1949 og hefsl kl. l1/^ e. h. DAGSKRÁ: 3Í 1. Stjórn félagsins skýrir frá liag þess og framkvæmd- um á liðnu starfsári, og frá starfstilliöguninni á yf- irstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur JJ fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga JJ til 31. desember 1948 og efnahagsreikning með at- hugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrslcurðar frá endurskoðendum. <3 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnai'innar um skipt- <► ingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra <► sem úr ganga samkvæmt félagslögum. << 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer- JJ og eins varaendurskoðanda. JI 5. Tillögur til hreytinga á reglugjörð Eftirlaunasjóðs 33 H.F. Eimskipafélags íslands. <► 6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem ❖ upp kunna að verða borin. <3 Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöf- um og umboðsmönnum hluthafa í skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 1. og 2. júni næstk. Menn geta feng- JJ ið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á JJ aðalskrifstofu félagsins i Reykjavík. 33 Rej'kjavílc, 9. febrúar 1949. 33 SljÓMlíil. Í; H raðfrysti h ús Ctvegum og smíðum öll nauð- synleg tæki fyrir hraðfrystihús. 2-þrepa frystivélar 1-þreps ---------- hraðfrystitæki ísframleiðslutæki flutningsbönd þvottavélar. Umboðsmenn fyrir hinar iands- kunnu ATLAS-vélar. H.F. HAMAR REYKJAYlK Símn.: Hamar. Sími: 1695 (4 lín.) — Syngur hún fyrir peninga — Eg veit ekki. Eina skij)tið, sem ég heyrði liana syngja söng hún fyrir fussandi áheyrendur. Maður einn, sem bjó inn í Soga- mýri, fór alltaf heim með strætis- vagninum á kvöldin, og var orðinn málkunnugur vagnstjóranum, og þeir töluðu oft saman á leiðinni. Eitt kvöldið sagði vagnstjórinn: — Mikið voruð þér kurteis i gærkvöldi. — Hvað var nú það? spyr farþeginn. — Þér stóðuð upp til að bjóða konu sætið yðar! — Þakka skyldi mér að ég gerði það, sagði maðurinn, —- ég geri það altaf. •—■ En þið voruð ekki nema tvö ein i vagninum, sagði vagnstjórinn. Maður nokkur fór til yfirvaldsins og kærði nágranna sinn fyrir að' hann liefði kallað sig flóðhest. — Hversvegna eruð þér að kæra þetta núna, hann gerði það fyrir þremur árum, segir yfirvaldið. — Eg veit það, en ég hefi aldrei séð flóðhest fyrr en núna i vikunni sem leið. Stöðvarstjórinn símaði til prests- ins til þess að láta hann vita, að það væri sending til lians á stöðinni. — Þakka yður fyrir, ég á einmitt von á bókaböggli, svaraði prestur- inn. — Þér skuluð sækja hann sem fyrst, því að það lekur úr honum, svaraði stöðvarstjórinn. Kúreltinn hafði verið sendur á járnbrautarstöð til að sækja stúlku, scm hann átti að reiða langa leið hcim á afskekktan bæ. Hann kom einn til baka. — Hvar er stúlkan? var hann spurður. — Ilún datt af baki og fótbrotnaði þegar við vor- um komin spölkorn, svo að hún komst ekki lengra. — Og livað gerð- irðu þá? ■— Ilvað ég gerði, sagði maðurinn, sem aldrei liafði fengist við annað en stórgripi um ævina: — Eg skaut hana vitanlega! Manni nokkrum blöskraði gas- verðið lijá sér og kom snjallræði i hug. Á hverju kvöldi áður en hann fór að hátta opnaði liann gaslianann og blés i liann í hálftima eða svo. Um næstu mánaðamót kom mælaaf- lestrarmaðurinn, fór í kjallarann til að lesa-á mælirinn, en þegar liann kom upp aftur segir liann: — Þó lýgilegt megi heita sé ég ekki betur cn gasstöðin skuldi yður 42 krón- ur og sextiu aura. Lófalesarinn: — Eg sé að þér gift- ist bráðum, ungfrú — En hvað það var gaman! — Og að ég sé að þér giftist mr. 'Barker, hélt stúlkan áfram og kíkti í lófann. — Það er ómögulegt að þér sjáið það á linunum i lófanum á mér? — Mig varðar ekkert um línurnar, hreytti lófalesandi stúlkan úr sér, — en ég sé að þér eruð með sama hringinn og ég skilaði Barker aftur fyrir þremur vikum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.